Fréttablaðið - 27.03.2003, Side 29

Fréttablaðið - 27.03.2003, Side 29
27. mars 2003Fermingablaðið16 Fermingarbörnin í ár fylgjahártískunni eins og hún gerist almennt,“ segir Hildur Árnadótt- ir, hárgreiðslumeistari hjá Toni&Guy. „Einfaldleikinn í greiðslum finnst okkur virka best, greiðslur sem hæfa einstaklingn- um, ekki of flóknar eða of mikið að gerast í hárinu. Þarna skiptir form gríðarlega miklu máli og að vangasvipurinn komi vel út.“ Hildur segir mikið um það hjá Toni&Guy að fermingarbarnið vilji flotta klippingu, fallegan lit og leyfa svo klippingunni að njóta sín á fermingardaginn. „Þá vilja þau hafa hárið blásið og mótað í línuna. Allt snýst þetta um form, andlitsfall og persónuleika, hvort sem hárið er slegið eða uppsett. Liðir og hreyfing í hári hafa kom- ið sterkt inn og við nýtum okkur það í fermingargreiðslurnar,“ segir Hildur. „Vinsælar línur hjá strákunum í dag eru í síðara lagi, þeir eru þó vel snyrtir og klipptir í samræmi við karakterinn og meira orðið um það að herrarnir komi á stofuna og fái greiðslu til að ná fram rétt- um áherslum í klippingunni.“ ■ Benedikt Smári Skúlason, bet-ur þekktur sem Benni í Búdrýgindum, fermdist í mars í fyrra. Hann segir helst standa upp úr hvað hann fékk mikið af peningum. „Ég er ekki búinn að eyða þeim nema að litlu leyti. Ég lagði eitthvað inn á bók, en ég festi þá nú ekki inni á bankabók til elliáranna,“ segir Benni hlæj- andi. „Svo fékk ég seðlaveski sem mér þótti rosalega varið í, en því miður er ég búinn að týna því og auglýsi eftir því hér með. Fermingardagurinn var mjög skemmtilegur. Fín veisla,“ segir Benni. „Það er alltaf gaman að halda flottar veislur.“ ■ Engar ýktar greiðslur – hártíska fermingarbarn- anna í ár er í samræmi við hártískuna almennt. Dramatískar greiðslur heyra fortíðinni til og eng- inn á að þurfa að skamm- ast sín fyrir fermingar- myndina. BENNI, GÍTARLEIKARI Í BÚDRÝGINDUM Týndi veski sem hann fékk í fermingargjöf og var honum mjög kært. Fékk mest peninga Í STÍL VIÐ KARAKTERINN „Lubbinn“ er klipptur og snyrtur, og gel eða froða notuð til að ná fram réttum áhrifum. Eftirminnilegast úr fermingunni Sniðug t LÁTLAUST OG FALLEGT Skreytingarnar eru látlausar og hafðar að aftan. FRJÁLSLEGT Engar ýktar greiðslur fyrir stelpurnar, bara örlitlir liðir og blástur. Takið fermingarbarnið meðþegar velja á kerti og serví- ettur. Flest börn vilja fá að vera með í ráðum um skreytingar í sinni eigin veislu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.