Fréttablaðið - 27.03.2003, Side 32

Fréttablaðið - 27.03.2003, Side 32
27. mars 2003 …til a› fullkomna augnabliki› kringlan/leifsstö› sími 588 7230 w w w . l e o n a r d . i s ver› kr.12.900 ver› kr. 8.900 ver› kr. 9.900 ver› kr. 11.700 ver› kr. 10.400 ver› kr. 14.400 Ingi Gunnar Jóhannsson, tón-listarmaður og framkvæmda- stjóri Höfuðborgarstofu, fermdist í Fríkirkjunni í apríl 1972. „Ég man að mér þótti und- irbúningurinn, sem tók allan veturinn, ágætur, en ég tók kristindóminn tiltölulega alvar- lega. Ég var í KFUM sem strák- ur og þannig stemmdur að það kom ekkert til greina annað en að fermast. Ég fermdist svo í fjólubláum jakkafötum, sem voru í tísku þá, og með slaufu.“ Fermingarveisla Inga Gunn- ars var haldin heima. „Þetta var svona dæmigerð fjöl- skylduveisla, nema hvað mér fannst ég miðpunktur alheims- ins þennan dag. En þetta er eitt af fáum augnablikum á lífsleið- inni þegar maður hefur alla stórfjölskylduna í kringum sig og þannig á það að vera. Heim- ilið var náttúrlega undirlagt, rúm fjarlægð úr svefnher- bergi og veisluborðinu komið fyrir þar. Þetta er ákaflega góð minning,“ segir hann. Ingi Gunnar segist hafa fengið margar góðar gjafir. „Ég man eftir úrinu, og bæk- urnar sem ég fékk í ferming- argjöf hafa fylgt mér síðan, bæði orðabækur og ljóðabækur.“ Ingi Gunnar segist hafa verið ánægður með allar sínar gjafir og ekki fundist orða- og ljóða- bækur óspennandi. Aðspurður hvort fermingar og umstangið þeim tengt sé komið út í öfgar segir Ingi Gunnar: „Ef krakkar fermast á annað borð taka þau í arf það sem var í gangi hjá krökkunum árið á undan og þar á undan – og ekkert við því að gera. Mér finnst ágætt í sjálfu sér að kirkjan fái tækifæri til að hafa örlítil áhrif á unglingana og gæti trúað að það tækifæri sé betur nýtt af prestum í dag en var þeg- ar ég fermdist. Ég þekki marga ágæta presta, ekki síst af yngri kynslóðinni, sem eru mjög með- vitaðir um allt sem snýr að því að byggja upp sjálfsímynd, svo og forvarnarhlutverk gagnvart vímuefnum. Þetta er hluti af fermingarundirbúningnum í dag sem er af hinu góða. Þarna nær kirkjan að hafa mótandi áhrif á krakkana og gott að undirbúning- urinn sé ekki bara þurr tugga,“ segir Ingi Gunnar. ■ 31 ÁRI SÍÐAR Ingi Gunnar fékk góðar gjafir á femingardaginn og á bækurnar enn. Fermdist í fjólubláu – og var miðpunktur alheimsins INGI GUNNAR JÓHANNSSON Finnst hann ofboðslega krakkalegur á fermingarmyndinni, í fjólubláum jakkaföt- um með slaufu. M YN D /VILH ELM Eftirminnilegast úr fermingunni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.