Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 35
12.00 Á vegum Rannsóknastofu í
kvennafræðum flytur Nína Rós Ísberg
mannfræðingur erindið: „Íslenskun er-
lendra kvenna. Aðlögun þýskra kvenna
að íslensku samfélagi“ í stofu 101 í Lög-
bergi kl. 12-13. Rabbið er kynning á
rannsókn Nínu Rósar á þýskum konum
sem komu til Íslands 1949.
12.20 Guðrún Ásmundsdóttir
leikkona heldur fyrirlestur í Háskóla
Íslands í stofu 101 í Odda, Háskóla
Íslands. Viðfangsefni hennar er:
Hvers virði er Jesús fyrir mig? Að fyr-
irlestrinum stendur Kristilegt stúd-
entafélag.
16.15 Málstofa um vetnisvæðingu
á Íslandi verður haldin á vegum Um-
hverfisstofnunar Háskóla Íslands, í sam-
starfi við Líffræðistofnun, Umhverfis- og
byggingarverkfræðiskor og Jarð- og
landfræðistofu Raunvísindastofnunar.
Frummælandi er María Hildur Maack,
MSc., umhverfisstjóri Íslenskrar NýOrku.
Málstofan fer fram í húsi Verk- og raun-
vísindadeildar Háskólans, VR-II við
Hjarðarhaga, stofu 157.
16.30 Ingimundur Ásgeirsson
heldur fyrirlestur um verkefni sitt til
meistaraprófs í verkfræðideild Háskóla
Íslands. Verkefnið heitir Viðskiptalíkan
fyrir gjaldeyrismarkað. Fyrirlesturinn
verður fluttur í húsi Verkfræði- og raun-
vísindadeildar við Hjarðarhaga, VR-II,
stofu V-158.
20.00 Félag áhugamanna um
heimspeki og Reykjavíkurakademían
standa að samkomu þar sem verður
fjallað um tæknisamfélagið. Andri Snær
Magnason rithöfundur skoðar málin í
ljósi Ástarstjörnu sinnar, en Róbert Jack
heimspekingur mun að nokkru leyti tala
í anda Heideggers. Fundað verður í hús-
næði Reykjavíkurakademíunnar,
Hringbraut 21.
20.00 Þýski rithöfundurinn Felicit-
as Hoppe les úr verkum sínum í veit-
ingastofu Þjóðarbókhlöðunnar.
20.30 Páll Hersteinsson, prófesor í
dýrafræði við Háskóla Íslands, flytur er-
indi á fræðslufundi Fuglaverndarfé-
lagsins, sem haldinn verður í stofu 101
í Odda, Háskóla Íslands.
■ ■ TÓNLEIKAR
19.30 Peter Maté flytur píanó-
konsert númer 3 eftir Bela Bartók
ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á
tónleikum í Háskólabíói. Einnig verða
fluttar Stiklur eftir Jón Nordal og Sin-
fónía og Sinfónía númer 3 eftir Pjotr
Tsjaíkovskí. Stjórnandi er Rumon
Gamba.
■ ■ LEIKSÝNINGAR
20.00 Þjóðleikhúsið frumsýnir
Rauða spjaldið, nýtt leikrit eftir Kjartan
Ragnarsson og Sigríði Margréti Guð-
mundsdóttur.
20.00 Púntila og Matti eftir Ber-
tolt Brecht er sýnt á Stóra sviði Borg-
arleikhússins.
21.00 Einleikurinn Sellófon eftir
Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur-
völl.
■ ■ SKEMMTANIR
20.00 List gegn stríði nefnist fjöl-
breytt dagskrá sem haldin verður í Aust-
urbæ við Snorrabraut. Ljóðskáld, rithöf-
undar, rapparar, tónlistarmenn, mynd-
listarmenn og verkalýðsleiðtogar koma
fram. Þeirra á meðal eru Birgitta Jóns-
dóttir, Bjarni Bernharður, Elísabet Jök-
ulsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Þor-
steinn frá Hamri, Einar Kárason, Guð-
rún Helgadóttir, Bubbi Morthens, Erp-
ur Eyvindarson, Magga Stína og Páll
Óskar.
21.00 Það verður pönkað, rappað
og djassað á Ókindarkvöldi í Iðnó, sem
haldið er á vegum Þjóðfræðingafélags-
ins. Ýmsir tónlistarmenn flytja hver með
sínu nefi efni úr segulbandasafni Árna-
stofnunar. Hljómsveitin Dys flytur
Ókindarkvæði og Ómennskukvæði,
hljómsveitirnar Vivid brain og Bangsi
flytja frumsamdar rímur og Sigurður
Flosason og Pétur Grétarsson kynna
efni af diski sínum Raddir þjóðar.
16 27. mars 2003 FIMMTUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
24 25 26 27 28 29 30
MARS
Fimmtudagur
Fótbolti, fjölmiðlar, foreldrar,framhjáhald og feluleikur. Eff-
ið er greinilega bókstafur leikrits-
ins Rauða spjaldið eftir Ragnar
Kjartansson og Sigríði Margréti
Guðmundsdóttur, sem frumsýnt er
á stóra sviði Þjóðleikhússins í
kvöld.
„Þetta er hádramatískt leikrit,
tekið beint út úr íslenskum veru-
leika eins og hann er,“ segir Inga
María Valdimarsdóttir leikkona.
Hún fer með hlutverk menntakon-
unnar Röggu, sem er í miðpunkti
atburðarásarinnar.
Hún er eiginkona fótbolta-
kappans Friðriks, sem Rúnar Freyr
Gíslason leikur. Ragga fellur í þá
gryfju að halda framhjá manni sín-
um með bróður hans, sjónvarpseig-
andanum Halli, sem leikinn er af
Hilmi Snæ Guðnasyni. Framhjá-
hald er eldfimt sprengiefni og eftir
þrúgandi feluleik verður ekki kom-
ist hjá heiftúðugu uppgjöri.
„Þetta eiga að vera opinberar
persónur í þjóðfélaginu,“ segir
Inga María. „Friðrik er atvinnu-
maður í fótbolta úti í Þýskalandi.
Hann leggur peninga í sjónvarps-
stöð bróður síns og svo er kona
bróðurins með spjallþátt
á þessari sjón-
varpsstöð.“
Leikritið gerist því öðrum
þræði í heimi fjölmiðlanna, þar
sem glansmyndin er ekki alltaf í
samræmi við raunveruleikann.
„En þetta er bara íslenskur
veruleiki. Þetta gæti alveg gerst í
næsta húsi.“
Inga María segir æfingaferlið
hafa verið skemmtilegt. Það hófst
í janúar.
„Við höfum fengið að vera með
í að móta leikritið með Kjartani og
Sirrý. Við höfum getað komið með
hugmyndir sem þau hafa tekið
mjög vel í. Þau prófa þá bara að
endurskrifa eitthvað eða strika
út. En svo segja þau líka nei
ef þeim finnst það vera
tóm della.“
gudsteinn@frettabladid.is
■ LEIKSÝNING
Framhjáhald
og feluleikur
BRÆÐUR
BERJAST
Rúnar Freyr Gíslason
og Hilmir Snær
Guðnason í hlutverk-
um sínum í Rauða
spjaldinu, sem frumsýnt
er í Þjóðleikhúsinu í
kvöld.
ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR
Ég verð á List gegn stríði í Aust-urbæ í kvöld,“ segir Elísabet
Jökulsdóttir rithöfundur. „Ég
ætla að reyna að lesa þar ljóð frá
Írak sem mamma reddaði. Ég
kemst því ekki á Rauða spjaldið í
Þjóðleikhúsinu en vegna áhuga
míns á fótbolta hlýt ég að sjá þá
sýningu. Þá langar mig að sjá
blaðaljósmyndarasýninguna en
ég hef mjög gaman af blaðaljós-
myndum og klippi mikið af þeim
úr blöðum. Finnbogi Pétursson er
einstakur í íslenskum myndlistar-
heimi, svo maður sé klisjukennd-
ur, og mig langar mikið að sjá
sýninguna hans. Helgi Þorgils er
líka magnaður og það er nauðsyn-
legt að sjá sýninguna hans.
Val Elísabetar
Þetta lístmér á!
✓
✓
✓
STÓRA SVIÐ
PUNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
2. sýn. í kvöld kl. 20 gul kort - UPPSELT
3. sýn. sun. 30/3 kl. 20 rauð kort
4. sýn. fim. 3/4 kl. 20 græn kort
5. sýn. sun. 6/4 kl. 20 blá kort
Fim. 10/4 kl. 20
Sun. 13/4 kl. 20
LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk
eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe
Lau. 29/3 kl. 20
Fös. 4/4 kl. 20
ATH: Síðustu sýningar
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Fös. 28/3 kl. 20
Lau. 5/4 kl. 20
Fös. 11/4 kl. 20
Lau. 12/4 kl. 20
Fös. 25/4 kl. 20
NÝJA SVIÐ
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Fös. 28/3 kl. 20
Sun. 30/3 kl. 20
Sun. 6/4 kl. 20
Fös. 11/4 kl. 20
Sun. 27/4 kl. 20
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Í kvöld kl. 20
Lau. 29/3 kl. 20
Lau. 5/4 kl. 20
Sun. 13/4 kl. 20
Fim. 24/4 kl. 20
ÞRIÐJA HÆÐIN
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Lau. 29/3 kl. 20
Lau. 5/4 kl. 20
Sun. 13/4 kl. 20
Takmarkaður sýningafjöldi
LITLA SVIÐ
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - og ís á eftir!
Lau. 29/3 kl. 14 UPPSELT
Lau. 29/3 kl. 15 UPPSELT
Lau. 5/4 kl. 14
Lau. 12/4 kl. 14
Lau. 26/4 kl. 14
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Mið. 2/4 kl. 20 UPPSELT
Fös. 4/4 kl. 20
Mið. 9/4 kl. 20
Lau. 12/4 kl. 16
Lau. 12/4 kl. 20
Fös. 25/4 kl. 20
Miðasalan, sími 568 8000
Miðasalan, sími 568 8000, er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga.
Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
www.rvk.is/borgarskjalasafn
Sími: 563 1770
LESSTOFA OG AFGREIÐSLA
opin alla virka daga kl. 10-16.
www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790
Ljós-hraði – fjórir íslenskir samtímaljós-
myndarar, 28. feb. - 4. maí 2003
Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga
frá 10 - 16. Opnunartími sýninga virka
daga 12 - 19 og 13 - 17 um helgar.
Aðgangur ókeypis.
www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200
HAFNARHÚS
Sovésk veggspjöld, Penetration, Erró
Leiðsögn sunnud. kl. 15.00
KJARVALSSTAÐIR
Helgi Þorgils, Sveitungar, Kjarval
Leiðsögn sunnud. kl. 15.00
ÁSMUNDARSAFN
Finnbogi Pétursson, Ásmundur Sveinsson
Minjasafn Reykjavíkur
Árbæjarsafn - Viðey
www.arbaejarsafn.is
Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð en boðið
er upp á leiðsögn alla mánud., miðvikud. og
föstudaga kl. 13. Einnig er tekið á móti hóp-
um eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í
síma 577 1111. Upplýsingar um leiðsögn í
Viðey í síma 568 0535.
Menningarmiðstöðin Gerðuberg
www.gerduberg.is • sími 575 7700.
Þetta vil ég sjá!
Ingibjörg Sólrún velur verk
á sýninguna
Ríkarður Long Ingibergsson
sýnir tréskurð í
Félagsstarfi Gerðubergs
Sýningar opnar frá kl. 11-19
mán.-fös., kl. 13-17 lau.- sun.
Ókeypis aðgangur.
s. 563 1717
Upplýsingar um afgreiðslutíma:
s. 552 7545
Nýtt í bókasafninu Gerðubergi
Nettengdar tölvur fyrir almenning.
Upplýsingar í síma 557 9122
Hefur þú kynnt þér Bókmenntavef
Borgarbókasafns?
www.bokmenntir.is
Minjasafn Orkuveitunnar
Minjasafn Orkuveitunnar í
Elliðaárdal er opið
sun. 15-17
og eftir samkomulagi
í s. 567 9009