Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 44

Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 44
Söngvari á ferð: Bíllinn logaði FERÐALAG Geir Ólafsson dægur- lagasöngvari lenti í kröppum dansi í Vestur-Húnavatnssýslu á dögunum þegar eldur kom upp í bifreið hans. Geir hafði ekið Lincoln Continental-bifreið sinni ofan í misfellu rétt utan við Blönduós og við það gaf sig olíu- leiðsla úr gírkassa. Eftir bráða- birgðaviðgerð var haldið áfram þar til farþegar Geirs tóku eftir því að eldtungurnar stóðu aftan úr glæsivagninum. Var brugðist skjótt við og stórtjóni forðað. Sér ekki á Lincolnum eftir viðgerð. ■ 25FIMMTUDAGUR 27. mars 2003 ■ Tímamót Tregi, uppsagnir og fjárhagsvandi Alþjóðlegi leikhúsdagurinn á morgun. Ávarpið kemur frá Akureyri og verður flutt á öllum leiksviðum landsins. Leikhúsfólk eygir von í breyttum heimi. LEIKHÚS „Það var með tregabland- inni gleði að ég tók að mér að setja saman ávarpið að þessu sinni,“ segir Þráinn Karlsson, leikari á Akureyri, í upphafi ávarps síns á Alþjóðlega leikhúsdeginum sem er á morgun. Ávarpið verður flutt á öllum leiksviðum landsins þar sem sýningar fara fram og það sama má segja um allan heim en þar verður ávarp þýska leikskáldsins Tankred Dorst í aðalhlutverki. En Þráinn heldur áfram: „Eins og nú er kunnugt hefur öllum starfsmönnum eins atvinnu- leikhúss landsins, leikfélags Akur- eyrar, verið sagt upp störfum vegna fjárhagsvanda. Við slík tímamót veltir maður fyrir sér spurningum sem varða okkur listamennina og áhorfendur, af meiri alvöru en þegar allt leikur í lyndi. Spurningum eins og: Hvers virði er leiklist samfélaginu? Hver er hagnaðurinn?“ Tankred Dorst lítur yfir sviðið í víðara samhengi í ávarpi sínu í til- efni dagsins: „Nú segja menn mér aftur á móti að við getum ekki lengur skoðað líf okkar samkvæmt hefðbundnum aðferðum leikhúss- ins, eða með hefðbundinni drama- túrgíu. Það er sem sagt engin leið til þess að segja sögur. Þess í stað koma textar af ýmsu tagi, ekki samtöl, en yfirlýsingar. Ekkert drama.“ Í lok ávarpsins eygir Tankred Dorst þó von: „Leiklistin er ein merkasta uppfinning mannkyns- ins; jafn sérstæð og uppgötvun hjólsins, eða yfirráð mannsins yfir eldinum.“ Og Þráinn Karlsson er á svipuðum slóðum: „Hagnaður leik- listar verður ekki í krónum talinn, hann er annars eðlis. Við erum margs konar, fólkið sem byggir þetta land, með ólíkar skoðanir og viðhorf. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvort, og þá hve miklum, pen- ingum skuli varið til menningar- starfsemi. Við áhorfendur og leik- húsfólk ættum að velta fyrir okkur spurningum á borð við þær sem ég nefndi í upphafi. Hvers virði er leikhús? Hverju breytir það fyrir fámennt land eins og Ísland að hafa atvinnuleikhús? Hver er hagnaðurinn? Njótið kvöldsins.“ eir@frettabladid.is REIKA UM Á EIGIN ÁBYRGÐ Nú stefnir í að fleiri og fleiri bæjarfélög setji reglur um kattahald í þéttbýli og skylt verði að merkja þá og skrá. Ísafjarðarbær: Reglur um kattahald í deiglunni KATTAHALD Landbúnaðarnefnd Ísa- fjarðarbæjar hefur verið falið að vinna að reglugerð um kattahald í bænum. Halldór Halldórsson bæj- arstjóri segir það hafa staðið lengi til og litið hafi verið til reynslu Austfirðinga í því sambandi en meðal annars hafa verið í gildi slíkar reglur í Fjarðabyggð frá því 1996. „Ég held að það séu meiri líkur en minni að við látum verða af þessu. Það höfðar til ábyrgðar fólks ef bæjarbúum verður gert skylt að skrá ketti sína og hreinsa þá reglulega. Það er ekki nema af hinu góða að hafa reglu á þessum hlutum,“ segir Halldór. Hann segir að innan bæjarins haldi fólk enn hross og kindur og slíkt dýrahald myndi þá verða með í þeirri reglugerð. ■ ÞRÁINN KARLSSON Gerir fjárhagsvanda og uppsagnir hjá Leik- félagi Akureyrar að inntaki ávarps síns. JARÐARFARIR 15.00 Andrés Guðbrandsson, Lauga- læk 34, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju. 15.00 Minningarathöfn um Þorgerði Sigríði Jónsdóttur, Vestmanna- braut 76, Vestmannaeyjum, fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ. ANDLÁT María Guðmundsdóttir, Rauðarárstíg 3, lést 23. mars. Valgarður Jóhann Jónatansson, Hrafn- istu, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin hef- ur farið fram. Ægir Albert Jónsson, Fálkagötu 28, Reykjavík, lést 13. mars. Útförin hefur farið fram.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.