Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 47
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
SIGURJÓNS MAGNÚSAR
EGILSSONAR
Gamlir
bakþankar
Eitt af því sem ég hef á samvisk-unni er framkoma mín í flugvél
sem flugfélagið Vængir átti. Þetta
var í áætlunarflugi frá Reykjavík til
Rifs. Af og til hef ég fengið bakþanka
vegna þess sem ég sagði við einn far-
þeganna. Það var leiðindaveður – vet-
ur í hámarki. Skafrenningur og jafn-
vel ofankoma að auki. Tvísýnt var
með flug – farþegar biðu. Sumir
kvíðnir, aðrir ekki. Ég þekkti fáa en
einn kannaðist ég við. Vorum báðir
að sunnan en bjuggum í Ólafsvík.
Hann var klæddur eftir veðri í hné-
háum stígvélum og kuldaúlpu. Við
tókum tal saman, ræddum um það
sem við áttum sameiginlegt, Reykja-
vík og veðrið.
FARÞEGAR til Rifs gangi um borð,
var tilkynnt. Við gengum um borð í
vélina, tíu manna far. Félagi minn
gekk hikandi skrefum að vélinni, var
síðastur allra og varð þess vegna að
sitja aftast – nánast aftur í stéli. Þar
sem hann er maður hár vexti gat
hann ekki setið með beint bak – vélin
var ekki nógu stór til þess. Loks var
tekið á loft. Ég var ekki hræddur þar
sem ég sat um miðja vél.
SÁ Á radarinn hjá flugmanninum og
fylgdist með Snæfellsjökli verða sí-
fellt stærri og greinilegri á skjánum.
Það var ókyrrð en það var í lagi mín
vegna, heyrði kvíðastunur af og til.
Brosti innra með mér af hræðslu
hinna. Flugmaðurinn sneri sér óvænt
í sæti sínu og bað mig að biðja þann
sem sat aftast að tala við sig – sagðist
þurfa að biðja hann að vera á gólfi
vélarinnar við lendinguna, þurfti
meiri þunga framar. Ég hlýddi.
FARÞEGINN stundi upp hvað flug-
maðurinn vildi sér. „Hann vill að þú
leysir sig af meðan hann fer á klós-
ettið“, laug ég. Aumingja maðurinn
hristist skríðandi fram gang vélar-
innar og kvíðinn lak af honum. Auð-
vitað var ekkert klósett um borð í
vélinni. Hræðslan hafði tekið alla
skynsemi frá honum og ég byrjaði
strax að iðrast og hef gert það síðan.
Þegar hann loks kom til flugmanns-
ins og heyrði hið rétta erindi settist
hann á gólf vélarinnar. Hann varð að
setja olnbogann á lær mér. Horfði á
mig grimmum augum og sagði við
mig: þú ert meira helvítis fíflið. Síð-
an hefur hann hvorki talað við mig
né heilsað. Fyrirgefðu!