Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 12
31. mars 2003 MÁNUDAGUR
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Eins og ég
upplifi það sem er að gerast er
þetta einhver grófasta útbreiðsla
á rógburði sem ég hef upplifað.
Maður spyr sig hvort þessi róg-
burður sé í sama anda og frægt
mútutilboð sem var reifað í fjöl-
miðlum á dögunum undir for-
merkjum samsæris,“ segir Lúð-
vík Bergvinsson, alþingismaður
Samfylkingar og bæjarfulltrúi í
Vestmannaeyjum, um þær ávirð-
ingar sem fyrrum pólitískir sam-
herjar og andstæðingar Andrésar
Sigurmundssonar bæjarfulltrúa
hafa sett fram á hendur honum.
Gríðarlegur sagnasveimur er í
Vestmannaeyjum, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins, um það
að Andrés glími við alls kyns
vandamál sem hindri hann í að
sinna starfi sínu sem bæjarfull-
trúi með ábyrgum hætti. Undir-
liggjandi er að þetta sé ástæða
þess að hann sleit friðinn innan
fyrrverandi meirihluta og gekk til
liðs við Vestmannaeyjalistann.
Andrés hefur af þessu tilefni sent
frá sér fréttatilkynningu þar sem
fram kemur að hann hafi mætt á
alla fundi bæjarstjórnar nema
tvo. Sömu sögu sé að segja af
fundum í bæjarráði. Lúðvík er
aftur á móti ánægður með Andrés
og telur það hafa verið þarft verk
að koma Sjálfstæðisflokknum frá
völdum í Eyjum.
„Bláa höndin hefur hvergi hvílt
þyngra á einu byggðarlagi en
Vestmannaeyjum og það var tíma-
bært að koma þeim frá völdum,“
segir Lúðvík.
Hann segist velta fyrir sér
hvaðan herferðin á hendur Andr-
ési eigi rót sína.
„Maður hlýtur að spyrja sig
hvort þessi lína sé komin úr Val-
höll. Ef svo er þá er þetta stjórn-
málaumræða á plani sem ég vil
ekki taka þátt í,“ segir Lúðvík.
Nýi meirihlutinn í Vestmanna-
eyjum stendur og fellur að
óbreyttu með einum manni þar
sem varamaður Andrésar styður
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Andrés hefur nú, á grundvelli
samþykkta bæjarmálasamþykkt-
ar, tilkynnt að varamaður hans
verði Skæringur Georgsson.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ákveðið að kæra þá ákvörðun til
félagsmálaráðuneytisins. ■
HÚS Á 350 ÞÚSUND Bæjarráð
Ísafjarðar hefur hafnað tilboði í
húseignina Túngötu 4 á Flateyri.
Tilboðið, sem barst frá karlmanni
á Flateyri, hljóðaði upp á 250 þús-
und krónur. Bæjarráð gerir
gagntilboð upp á 350 þúsund
krónur.
PEKING, AP Verslun með kínversk
stúlkubörn dafnar sem aldrei fyrr.
Stúlkum á öllum aldri er rænt eða
þær keyptar af fátæku bænda-
fólki og síðan seldar til fjöl-
skyldna sem vilja eignast fóstur-
dóttur, vantar heimilishjálp eða
jafnvel brúði handa syni sínum.
Umfang þessara viðskipta liggur
ekki fyrir. Það gefur þó hugmynd
um umsvifin að árið 2000 var
10.000 stúlkubörnum bjargað í
herferð sem hrint var af stað til að
brjóta þessa starfsemi á bak aftur.
Fyrir rétt um viku síðan fund-
ust 28 stúlkubörn um borð í lang-
ferðabíl í suðurhluta Kína. Börnin,
sem voru öll undir þriggja mán-
aða aldri, voru í burðarpokum og
hafði þeim að líkindum verið gef-
ið róandi lyf til þess að enginn
yrði þeirra var. Málið vakti heims-
athygli og þótti sýna það og sanna
að stúlkubörn gangi enn kaupum
og sölum í landinu þrátt fyrir
harða baráttu yfirvalda gegn slík-
um viðskiptum.
Ástæðurnar sem liggja að baki
eru margháttaðar og eiga sér
djúpar rætur í samfélaginu. Í
Kína hafa stúlkur aldrei verið
metnar til jafns við drengi, sem
halda eiga á lofti nafni fjölskyld-
unnar og hugsa um aldraða for-
eldra sína. Venjan er að stúlkur
sameinist fjölskyldu eiginmanns
síns enda segir máltækið: „að ala
upp stúlku er eins og að vökva
akur annarrar fjölskyldu“. Allt
fram á fimmta áratug 20. aldar
voru stúlkur svo lítils metnar að
þeim var oft ekki gefið nafn fyrr
en þær náðu fullorðinsaldri. Staða
þeirra breyttist nokkuð undir
stjórn kommúnistaleiðtogans Mao
Zedong, en hann batt enda á þá
áralöngu hefð að foreldrar seldu
dætur sínar til vændishúsa eða til
að þjóna efnafólki.
Í dag er ólöglegt að eignast
fleiri en eitt barn í Kína og eru
hörð viðurlög við brotum á þess-
um lögum. Þar sem flestir kjósa
fremur að eignast dreng er al-
gengt að foreldrar sem eiga von á
stúlkubarni grípi til fóstureyðing-
ar eða beri barnið út. Afleiðingar
eru vitaskuld þær að hlutfall
kvenna og karla er orðið mjög
ójafnt. Af þessum sökum er mikil
eftirspurn eftir stúlkubörnum,
einkum í sveitahéruðum landsins,
á meðal foreldra sem þegar hafa
eignast son. Stúlkunum er ætlað
að sinna heimilisstörfum en þegar
þær eru orðnar stálpaðar eru þær
oftar en ekki seldar annarri fjöl-
skyldu sem brúður handa einka-
syninum.
Þess má að lokum geta að ung
stúlkubörn eru seld fyrir upphæð
sem svarar um 8.000 íslenskum
krónum á meðan brot á barneign-
arlögum hafa í för með sér sektir
sem numið geta allt að fimmföld-
um árstekjum fátæks bænda-
fólks. ■
SERBÍA, AP Serbneska lögreglan
tilkynnti að fundist hefðu jarð-
neskar leifar fyrrum forseta
landsins, Ivan Stambolic, sem
hafði verið saknað í þrjú ár. Það
var rannsóknin á morðinu á Zoran
Djindjic forsætisráðherra sem
kom lögreglunni á sporið. Lík
Stambolic fannst í gröf á fjallinu
Froska Gora í norðanverðri
Serbíu.
Stambolic, sem var forseti
Serbíu undir lok níunda áratugar-
ins, var numinn á brott í ágúst
árið 2000 þegar hann var að
skokka í almenningsgarði í
Belgrad. Grunur leikur á að svar-
inn óvinur Stambolic, Slobodan
Milosevic, hafi látið taka hann af
lífi af ótta við að hann myndi
bjóða sig fram gegn honum í for-
setakosningunum í Júgóslavíu
árið 2000. Til stendur að yfir-
heyra Milosevic um málið en
hann er nú fyrir rétti við stríðs-
glæpadómstólinn í Haag.
Þegar hafa fjórir menn verið
handteknir vegna málsins en þeir
eru allir meðlimir lögreglusér-
sveitarinnar sem grunuð er um að
standa á bak við morðið á Zoran
Djindjic. ■
Svona erum við
VESTMANNAEYJAR STÆRSTAR
Vestmannaeyjar eru stærstaútflutningshöfn landsins þeg-
ar kemur að því að flytja út óunn-
inn sjávarafla. Fyrstu tvo mánuði
ársins var meira en þrefalt meiri
afli fluttur út frá Vestmannaeyj-
um en næstumsvifamestu höfn-
inni, Grundarfirði, að því er fram
kemur í svari Árna M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra við fyrir-
spurn Einars K. Guðfinnssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokks af
Vestfjörðum.
12
LÚÐVÍK
BERGVINSSON
Bláa höndin er í
Vestmannaeyjum
Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi og alþingismaður:
Grófur rógur gegn Andrési
■ Fasteignaviðskipti
ENDURGREIÐA VIRÐISAUKA Á
HOLRÆSI Ríkisskattstjóri segir
að endurgreiða eigi sveitarfélög-
unum virðisaukaskatt af af-
keyptri þjónustu atvinnufyrir-
tækja við hreinsun holræsa.
MILLJARÐUR AÐ LÁNI Akureyr-
arbær ætlar að ganga til samn-
inga við Íslandsbanka um skulda-
bréfaútboð upp á einn milljarð
króna. Bankinn átti lægsta tilboð-
ið af fimm tilboðum frá fjármála-
fyrirtækjum.
■ Sveitarstjórnir
FJANDVINIR
Ivan Stambolic var lærifaðir Slobodan
Milosevic en þegar fram liðu stundir urðu
þessir tveir menn svarnir óvinir.
Jarðneskar leifar Ivan Stambolic:
Líkið fannst eftir
þriggja ára leit
SAMFÉLAG Í VANDA
Hlutfallið milli kvenna og karla í Kína verður stöðugt ójafnara. Allt útlit er fyrir að sú þróun
muni halda áfram á næstu árum og áratugum ef ekki verður grundvallarviðhorfsbreyting í
samfélaginu.
Stúlkubörn til sölu
Stúlkur á öllum aldri virðast vera eftirsótt verslunarvara í Kína. Skýr-
inganna er einkum að leita í þungum viðurlögum við brotum á barn-
eignarlögum sem og rótgrónum hugmyndum um hlutverk kynjanna.
STÆRSTU ÚTFLUTNINGSHAFNIR
Vestmannaeyjar 5.605 tonn
Grundarfjörður 1.709 tonn
Þorlákshöfn 1.456 tonn
Reykjavík 1.241 tonn
Akureyri 695 tonn
Seyðisfjörður 641 tonn
Heimild:Sjávarútvegsráðuneytið
Tvítugur Tyrki:
Rændi þotu
AÞENA, AP Tvítugur tyrkneskur
maður sem fékk ekki að umgang-
ast móður sína og systur og vildi
hitta föður sinn í Þýskalandi brá í
örvilnan sinni á það ráð að ræna
farþegaþotu með 202 manns inn-
anborðs. Maðurinn notaði rakvél-
arblöð og kerti, sem hann sagði
vera sprengiefni, til að ná þotunni
á sitt vald. Flugráninu lauk eftir
að Recep Erdogan, forsætisráð-
herra Tyrklands, talaði við flug-
ræningjann í síma og hvatti hann
til að sleppa farþegunum. ■
VOPNABÚNAÐUR FLUGRÆNINGJANS
Flugræninginn notaði belti fyllt kertum og
rakvélarblöð til að ræna farþegavélinni.