Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 14
40 dagar og 40 nætur 14 31. mars 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Mér heyrðist sagt um daginn íútvarpsfréttum að búið væri að setja veðurstofuna undir ríkis- lögreglustjóra. Þegar ég lagði við hlustir reyndist þetta náttúrlega vitleysa en í hálfa mínútu hafði ég trúað þessu. Það segir sitt. Skemmtilegt var að heyra þá umkvörtun af vörum formanns Sjálfstæðisflokksins í ræðu á landsfundi flokksins að kosninga- baráttan sé of persónubundin. Þar talar ekki bara formaður þess flokks sem frá fyrstu tíð hefur tign- að leiðtoga sína af skilyrðislausri auðsveipni - heldur lýsir þarna eft- ir málefnalegri umræðu sá stjórn- málaleiðtogi sem þjóðin telur sam- kvæmt Gallup-könnun ómálefna- legasta stjórnmálamann landsins. Eða er okkur ætlað að trúa því að þegar hann stendur einn uppi á sviði og tekur hyllingunni á lands- fundinum þá þyki honum þetta óþægilegt, of persónubundið, ekki nógu málefnalegt? Eða þykir Davíð Oddssyni kosn- ingabaráttan kannski orðin of per- sónubundin þegar hún snýst um aðra persónu en hann sjálfan? Ég held að þetta sé einhver vit- leysa upp úr Vinstri grænum eins og svo margt sem Davíð segir. Auð- vitað er kosið um persónur. Hvern- ig má annað vera? Það er nú einu sinni fólk sem við erum að kjósa inn á þing, og ekki óeðlilegt að okk- ur finnist skipta máli hvaða mann- eskjur stjórna landinu. Eru ekki valkostirnir einmitt óvenju skýrir þessar kosningarnar? Gefst okkur ekki núna fágætt tækifæri til að hafa áhrif á landsmálin með at- kvæði okkar? Það hefur yfirleitt ekki verið venjan á þessu landi þar sem við höfum yfirleitt ekki haft hugmynd um hvað við værum að kjósa þegar við höfum merkt við reitinn á at- kvæðaseðlinum - nema náttúrlega sá minnihluti þjóðarinnar sem kos- ið hefur D-listann. Um hvað er þá kosið? Til dæmis hvort okkur finnst Davíð hafa farið vel með vald sitt gagnvart einstak- lingum sem honum er í nöp við. Það er kosið um samskipti stjórnvalda við efnalítið fólk, aldraða og ör- yrkja og sjúklinga en Jón Krist- jánsson hefur seinustu vikurnar verið á þönum við að taka til eftir Davíð í þeim efnum. Það er kosið um virðingu fyrir fólki. Stóra málið sem kosið er um varðar hins vegar Ísland og um- heiminn, hvernig við teljum réttast að þeim samskiptum verði háttað næstu fjögur árin. Það hefur verið að renna upp fyrir okkur hversu gríðarlega mikilvægt það er. Ísland er Evrópuland og frá fyrstu tíð hafa Íslendingar litið á sig sem Evópumenn. Þangað sóttu menn menntun sína allt frá elleftu öld. Íslendingar eru með öðrum orðum Evrópubúar, en furðu illa hefur gengið fyrir menn að sætta sig við þá staðreynd, yst til vinstri og yst til hægri í íslenskum stjórn- málum. Áhrifamenn í hægri armi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks töldu það á sínum tíma koma vel til greina að ganga hreinlega í Banda- ríkin, en í Alþýðubandalaginu ríkti lengi vel sú kenning að Íslendingar ættu helst samleið með nýfrjálsum þjóðum þriðja heimsins, gott ef Vinstri grænir eru ekki á því. Og ekki man ég betur en að þegar kos- ið var um EES á sínum tíma hafi forysta Alþýðubandalagsins viljað að við gengjum í Asíu. Nú er þessi umræða allt í einu tímabær sem aldrei fyrr sökum hinnar hörmu- legu fylgispektar ríkisstjórnar Ís- lands við klerkastjórnina í Wash- ington, en þar ráða sem kunnugt er ríkjum heilagsandahopparar eins og við sjáum stundum ólmast á Omega og sem telja sig taka við sérstökum skipunum frá Guði al- máttugum. Þessir menn ráða nú för í íslenskri utanríkisstefnu. Eitt helsta verkefni næstu ríkis- stjórnar verður að koma samskipt- um við Evrópusambandið í viðun- andi horf, bæði viðskipalega og pólitískt. Síðasta sumar lét Davíð þau orð falla um Evrópusambandið að það væri mesta skrifræðisbákn mannkynssögunnar. Skyldi þess vera að vænta að maður sem slíka sýn hefur á þennan vettvang þjóð- anna í Evrópu sé vel til þess fallinn að stjórna því hvernig samskiptum okkar við bandalagið á að vera hátt- að? Í komandi átökum í heiminum skiptir máli hvar Íslendingar skipa sér í sveit - hvort það er með þeim þjóðum sem vilja fara að alþjóða- lögum og semja sig í átt að niður- stöðum, eða hinum sem trúa á vald byssunnar, og vilja taka upp á al- þjóðavísu þá dauðarefsingastefnu sem þeir hafa aðhyllst heimafyrir. Davíð hefur sagt Saddam Hussein réttdræpan og trúir því að maður- inn til að úrskurða um það sé Bandaríkjaforseti, sennilega út af hinu mikla vinfengi við Guð almátt- ugan sem sá maður telur sig vera í. Hætt er við að Sjálfstæðismenn dragi Íslendinga enn lengra út í þetta krossferðafen ef þeir stjórna landinu næstu fjögur árin. Því mið- ur höfum við ekki atkvæðisrétt í Bandaríkjunum því það varðar okkur miklu hverjir þar fara með völd - en við getum hins vegar beitt atkvæðarétti okkar hér. Þó ekki væri nema til að forða veðurstofunni undan Ríkislög- reglustjóra. ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um Ísland og Evrópu. Klerkastjórnin í Washington og við Sjálfstæðisflokkurinn Ályktun á landsfundi Hlutverk verði tryggt Sjálfstæðisflokkurinn telur að þegar litið sé til fram- tíðar beri að haga framkvæmdum og skipulagi sam- gangna í lofti, á sjó og á landi þannig að mögulegur ferðatími milli höfuðborgar og þéttbýlisstaða á lands- byggðinni verði skemmri en þrjár og hálf klukkustund. Í ályktun sem samþykkt var á landsfundi flokksins seg- ir: „Öruggar og reglulegar flugsamgöngur eru stór þátt- ur í að tryggja búsetu um land allt. Ljóst er að hagur flugfélaga í innanlandsflugi hefur batnað í kjölfar end- urskipulagningar og útboða hins opinbera á sjúkraflugi og flugi til jaðarbyggða. Einnig hefur mikið áunnist í endurbótum á flugvöllum og öryggi þeirra. Stærsta ein- staka framkvæmdin undanfarin ár er endurbygging Reykjavíkurflugvallar ... Mikilvægt er að hlutverk hans sem miðstöð innanlandsflugs á Íslandi verði tryggt.“ Dóra Pálsdóttir Félagi í Höfuðborgarsamtökunum Öryggissjónarmið ráða Það eru ýmis atriði sem ég tel góð og gild rök fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýrinni. Fyrst ber að nefna að byggð á þessu svæði myndi þétt- ast. Ég sé fyrir mér blandaða byggð þar sem ungir sem aldnir myndu búa saman í sátt og samlyndi. Um leið væri komið meira rými fyrir Háskóla Íslands og ýmsar rannsóknarstofnanir. Mikil hávaðamengun er af flugvél- um. Það hefur komið fyrir við kennslu í Háskólanum að hún hefur stöðvast vegna hávaða. Þá er um öryggissjón- armið að ræða. Það hafa orðið slys við flugvöllinn og oftar en einu sinni hefur legið við stórslysum. Sjáum fyrir okkur þetta hræðilega slys sem varð í Skerjafirð- inum. Ef flugmaðurinn hefði ekki stýrt vélinni í sjóinn heldur á byggð væri Sjálfstæðisflokkurinn ekki að semja ályktun um Reykjavíkurflugvöll. Framtíð Reykjavíkurflugvallar Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Allir sem einn Þriðji dagur landsfundar okkar sjálfstæðismanna var í dag, laugardag. Fór hann vel fram og án ágreinings um mikilvæg mál. BJÖRN BJARNASON LÝSIR LANDSFUNDI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKNUM Á BJORN.IS Enga öfund, takk Gott gengi Samfylkingarinnar á að vera fagnaðarefni fyrir frjáls- lynda kjósendur, jafnvel þá sem hingað til hafa stutt Sjálfstæðis- flokkinn. Góð kosning beggja þessara flokka er það sem best mun tryggja að frjálslynd öfl ráði ríkjum í íslenskum stjórn- málum. JÓN STEINSSON SKRIFAR Á DEIGLAN.COM ■ Bréf til blaðsins Bollur í fiskiöskjum Þórarinn skrifar: Ég á frönskumælandi tengda-son sem reynir nú að kynnast íslensku þjóðlífi og siðvenjum. Hann hefur þegar bragðað þorra- mat, malt og appelsín og nú fær hann að belgja sig út af saltkjöti og baunum. Það var með nokkurri tilhlökkun að ég fór í Björnsbak- arí að kaupa handa honum rjóma- bollur. Bolludagurinn er sér- íslenskur siður og bollurnar alveg einstakt sælgæti. Þrjár gerðir af bollum keypti ég og kom með til hans og dóttur minnar í síðdegiskaffi á sunnu- degi. Hann starði á öskjuna þegar ég lagði hana á borðið og fór að segja honum að nú ætlaði ég að koma honum á óvart. Hér fengi hann ósvikið nammi með kaffinu. Hann var fullur tortryggni en skellihló þegar ég fór að veiða upp bollurnar og leggja á kökufatið. „Fínn húmor,“ sagði hann, „að koma með bollurnar í fisköskju merktri Filets de Cabillaud.“ Aha, sagði ég og reyndi síðan að út- skýra fyrir honum að bakaríin á Íslandi notuðu alltaf fisköskjur utan um fínar tertur og bollur. „Geggjaður húmor,“ segir tengda- sonurinn. Ég fór svo að hugsa með mér; geta bakaríin á íslandi ekki verið með sérstakar öskjur undir bakkelsið? Svo lengi sem ég man hafa bolludagsbollurnar alltaf verið í fisköskjum. Er þetta kannski orðið tákn bolludagsins; bollur í fisköskjum? ■ Niðurstöður þrettándu vikuleguskoðanakönnunar Frétta- blaðsins sýna ekki mikla sveiflu frá síðustu viku. Fylgisaukning Frjálslyndra er staðfest og nú er það orðið raunhæfur möguleiki að sá flokkur verði á stærð við Vinstri græna eftir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn réttir aðeins úr kútnum eftir verstu útkomu í vikulegri könnun síðan í byrjun febrúar – en ekki eins mik- ið og sjálfstæðismenn hafa án efa vonað. Framsóknarflokkurinn virðist ekki vera að ná sér á strik og hefur lengi verið fastur með um og rétt yfir 10 prósent fylgi – á svipuðum slóðum og með sam- bærilegt fylgi og Vinstri grænir. Samfylkingin hangir enn uppi við hlið Sjálfstæðisflokksins. Þeir flokkar skiptast á að halda foryst- unni. Nú liggur hún hjá Sam- fylkingunni. Það eru 40 dagar til kosninga; 40 dagar og 40 nætur. Kosninga- baráttan er komin á fullt skrið. Allir flokkar hafa lokið sínum flokksþingum og landsfundum. Miðað við reynslu undanfarinna vikna má reikna með að jákvæð áhrif af landsfundi sjálfstæðis- manna séu ekki komin fram. Reynslan það sem af er ári sýnir hins vegar að stjórnmálaflokkarn- ir geta ekki búist við miklum fylg- issveiflum í kjölfar svona funda. Þær voru án efa meiri á árum áður en þær eru í dag. Mesta breytingin var eftir flokksþing Frjálslyndra en á því var kosin ný forysta og ákveðinni óvissu varð- andi flokkinn eytt. Aðrir flokkar bjóða ekki upp á slíkar breytingar á sínum fundum og því munu þeir ekki uppskera miklar fylgissveifl- ur. Aðra vikuna í röð sýna niður- stöður könnunarinnar að ríkis- stjórnarflokkarnir myndu ekki ná meirihluta þingmanna. Ríkis- stjórnin myndi falla ef þessar yrðu niðurstöður kosninga. Það er söguleg staða. Í næstum 70 ár hafa sjálfstæðismenn og Fram- sókn haft sameiginlega góðan þingmeirihluta og það hefur verið metið ómögulegt verk að fella rík- isstjórn þessara flokka í kosning- um. Þetta er önnur staða en for- ystumenn þessara flokka hafa bú- ist við. Þeir hafa lagt af stað í þessa kosningabaráttu fullvissir um gott bú og vænlega stöðu. En þjóðin virðist á öðru máli. Loforð um gríðarlegar skattalækkanir ná ekki að vega upp neikvæð áhrif af öðrum málum; til dæmis stuðn- ingnum við innrás Bandaríkja- manna í Írak. Ef þessir flokkar ætla ekki að taka á sig mikið fylgistap verða þeir því að haga málflutningi sínum eftir pólitíska landslaginu í dag – ekki hvernig þeir telja að það ætti að vera. Ef sú breyting verður ekki á næstu vikum má fara að spá fyrir um kosningaúrslit í takt við kannanir undanfarinna vikna og mánaða. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um stöðu flokkanna sam- kvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is Síðumúla 15 Sími: 588 5160 Gunnar Jón Yngvason Löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali. 3 góð framleiðslufyrirtæki/ búnaður til sölu 200 mót 8 teg- undir , hellumót, traust og góð mót, mjög lítið notuð. Getur veri starfrækt hvar sem er á landinu, verð aðeins kr 2.000.000,- Kleinugerð (ekki í rekstri) með öllum búnaði , umbúðum og tækjum, hentugt leiguhúsnæði getur fylgt, verð aðeins kr 600 þús Hellusteypa Kleinugerð BátamótVönduð mót fyrir framleiðsu úr trefja- plasti á þessum vatna- bát. Góðir tekju- möguleikar Hentugt sem aukavinna , getur verið hvar sem er á landinu verð aðeins kr 600 þús + 2 bátar úr mótunum Eigandi gefur upplýsingar í 897 0044 -Jón Stríðslimra Þorsteinn Eggertsson skrifar: Í sjónvarpi birtist vitskert veröld; vopnaðir menn með púðurkeröld tæt’upp í tilgangsleysi turna og afskekkt hreysi í landi sem langar ekk’ í heröld. PISTLAR Guðmundur Andri Thors- son, rithöfundur og einn allra fremsti pistlahöfundur landsins, mun skrifa um daginn og veginn í Fréttablaðið alla mánudaga frá og með deginum í dag. Það er til- hlökkunarefni fyrir lesendur blaðsins að ganga að pistlum hans vísum í upphafi vinnuvikunnar. Guðmundur Andri er kominn í hóp margra af ágætustu pistlahöf- unda landsins. Á sama stað skrif- ar Þorvaldur Gylfason hagfræð- ingur á fimmtudögum, Birgir Guðmundsson blaðamaður á föstudögum og Ellert B. Schram, forseti Íþróttasambands Íslands og frambjóðandi, á laugardögum. Þessi hópur mun svo enn þéttast og eflast á næstu dögum og vik- um. Bakþanka Fréttablaðsins skrifa sem fyrr Þráinn Bertels- son, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur, Kristín Helga Gunn- arsdóttir rithöfundur og blaða- mennirnir Sigurjón M. Egilsson, Steinunn Stefánsdóttir og Eiríkur Jónsson. ■ Fréttablaðið: Guðmundur Andri alla mánudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.