Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 16
16 31. mars 2003 MÁNUDAGUR
BANDARÍKIN Ætla mætti að varnar-
stefna Bandaríkjanna og hug-
myndir um árásir að fyrra bragði
á óvinveitt ríki, og aðrar nýjungar
af því tagi sem heimsbyggðin hef-
ur orðið vitni að um þessar mund-
ir, ættu upphaf sitt að rekja til
árásar hryðjuverkamanna á New
York 11. september 2001. Því hef-
ur oftsinnis verið haldið fram að
varnarstefna Bandaríkjanna hafi
þá tekið miklum stakkaskiptum
og að ástæðan fyrir því hafi verið
ærin.
Svo virðist sem þetta sé ekki að
öllu leyti rétt. Að undanförnu hafa
stjórnmálaskýrendur dregið fram
eldri skjöl, unnin og undirrituð af
helstu forvígismönnum í ríkis-
stjórn George W. Bush, þar sem
hugmyndir um útbreiðslu banda-
rískra áhrifa og hervalds um
heimsbyggðina alla eru viðraðar
skipulega. Einkum er um að ræða
tvö plögg, annars vegar skýrslu
sem unnin var af Dick Cheney,
núverandi varaforseta, árið 1992
og fjallaði um stefnumið í varnar-
málum. Skýrslan lak í fjölmiðla í
Bandaríkjunum á sínum tíma og
olli talsverðu fjaðrafoki. Hitt
plaggið sem vitnað er til fjallar
um endurbyggingu í bandarískum
hermálum og er frá árinu 2000,
ári áður en hryðjuverkaárásirnar
voru gerðar á New York. Sú
skýrsla var unnin af stærstum
hluta til af Paul Wolfowitz, einum
herskáasta meðlim bandarísku
ríkisstjórnarinnar um þessar
mundir, fyrir stofnun sem að
miklum hluta til er hugarfóstur
hans og heitir „The Project for a
New American Century.“ Undir
stofnyfirlýsingu þess verkefnis,
um nýja ameríska öld, sem er frá
árinu 1997, skrifa meðal annars
Dick Cheney, Paul Wolfowitz,
Donald Rumsfeld og Jeb Bush,
bróðir George W.Bush.
Krafa um hermátt til að
fjarlægja ríkisstjórnir
Í þessum plöggum er lögð
áhersla á uppbyggingu hernaðar-
máttar Bandaríkjanna um heim
allan og þeirri skoðun lýst, á
grundvelli áætlana, að Bandaríkin
eigi að nota tækifærið sem mynd-
ast hefur eftir lok kalda stríðsins
og tryggja efnahagslega og hern-
aðarlega yfirburði sína á öllum
svæðum heimsins. Til þess þurfi
meðal annars að koma upp her-
stöðvum mun víðar um heims-
byggðina en nú er.
Í skýrslunni frá því 2000, þegar
Wolfowitz var enn óbreyttur borg-
ari og áður en hann varð aðstoðar-
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, er talað hispurslaust um
Írak, Íran og Norður-Kóreu sem
mest áríðandi skotspóna í breyttri
og herskárri utanríkisstefnu.
Þessi ríki urðu síðar að „öxulveld-
um hins illa“ í ræðu George W.
Nýtt líf í heimsvalda-
stefnu Bandaríkjanna
Gögn sem ráðamenn í Bandaríkjunum skrifuðu undir áður en þeir tóku sæti í rík-
isstjórn George W. Bush tók við völdum gefa til kynna að innrásin í Írak sé hluti af
yfirgripsmeiri áætlunum um heimsyfirráð Bandaríkjanna á nýrri öld.
HAUKAR EÐA DÚFUR?
Meðlimum í ríkisstjórn
Bandaríkjanna hefur löngum verið
skipt í hauka og dúfur. Svo virðist
sem hinir herskáu haukar hafi náð
yfirhöndinni í bili. Þessi dúfa fylgdi
breskum hermönnum í Írak á
dögunum og hlaut nafnið Harry.
DONALD RUMSFELD OG PAUL WOLFOWITZ
Hafa staðið saman að samtökum undanfarin ár sem hafa það að markmiði að tryggja stöðu Bandaríkjanna sem voldugasta heimsveldis-
ins á komandi öld. Hér ráða þeir ráðum sínum í bandarísku öldungadeildinni á dögunum, þegar umræða um beiðni Bush-stjórnarinnar
um 5.800 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsins í Írak fór fram.
M
YN
D
/A
P/
IA
N
J
O
N
ES
M
YN
D
/A
P/
R
IC
K
B
RO
W
M
ER