Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 28
STJÓRNMÁL Davíð Oddsson forsæt- isráðherra kastaði fram vísu í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæð- isflokknum. Vakti hún kátínu eins og gefur að skilja enda þótti lands- fundarfulltrúum sem merkja mætti sterk höfundareinkenni í kveðskapnum. Vísan er svona: Ríkisstjórn með þrótt og þor á þjóðráðunum lumar. Ef við kjósum vinstra vor verður ekkert sumar. Kristján Hreinsson, tækifæris- skáld, textahöfundur og hagyrð- ingur, fylgdist með ræðuhöldun- um og þegar hann heyrði vísu for- sætisráðherra svaraði hann um hæl: Að lifa í örbirgð endalaust enginn maður getur. Ef við kjósum hægra haust mun hérna ríkja vetur. 28 31. mars 2003 MÁNUDAGUR ■ Mánudagsmatur Hallur var hjá lækninum, sem var afaráhyggjufullur. „Ég bara skil þetta ekki,“ sagði læknirinn. „Ég er búinn að láta framkvæma margar athuganir og flóknar rannsóknir, en ég get bara ekki séð nákvæmlega hvað er að þér. Ég held að það hljóti að vera áfengisneyslan sem er að rugla niðurstöðurnar.“ „Já, sko...,“ drafaði í Halli, „... ég skil vel hvernig þér líður. Og ég skal bara koma seinna þegar það er runnið af þér!“ Með súrmjólkinni Pondus eftir Frode Øverli Mánudagur 31. mars Fundir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar um landið hafa verið fjölsóttir og líflegir. Á mánudaginn verður fundur í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ, þar sem hlustað verður eftir sjónarmiðum kjósenda og fjallað um þau pólitísku aðalatriði sem kosið verður um í vor. pólitísk aðalatriði Fundur í Fjölbrautaskólanum Garðabæ um Fjölbrautaskólinn í Garðabæ kl. 20.00. Guðmundur Árni Þórunn Katrín Setning: Guðmundur Árni Stefánsson Fundarstjórn: Þórunn Sveinbjarnardóttir Ávarp: Katrín Júlíusdóttir Ég er lítið fyrir snarl,“ segirGuðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins. „Ef ég ætla að borða þá borða ég. Ann- ars sleppi ég því. Best þykir mér að fá fisk, hvort sem er á mánu- dögum eða sunnudögum. Fiskur gefur kjöti ekkert eftir þó lamba- kjötið sé vissulega gott.“ ■ DAVÍÐ ODDSSON Landsfundarfulltrúum þótti sem merkja mætti sterk höfundareinkenni í vísu for- sætisráðherra. DOKTOR Herdís Þorgeirsdóttir hef- ur lokið doktorsprófi í lögum við lagadeild Lundarháskóla. Dokt- orsvörnin, sem var öllum opin, fór fram í Konungshúsinu í Lundi fyr- ir skemmstu. Ritgerð Herdísar er á sviði alþjóðalaga en titillinn er Journalism Worthy of the Name: A Human Rights Perspective on Freedom within the Media, sem á íslensku mætti útleggja sem rann- sókn á tjáningarfrelsi fjölmiðla eða ritstjórnarlegu sjálfstæði þeirra út frá sjónarhóli mannrétt- indasáttmála Evrópu. Andmælandi var Kevin Boyle, prófessor við lagadeild háskólans í Essex á Englandi, yfirmaður bresku mann- réttindastofnunarinnar og stjórn- arformaður Article 19 Inter- national Centre Against Censor- ship í London. Með þessu er Her- dís önnur íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi í lögum. „Þetta er búið að vera mikið verk og ég er ánægð að þessi kafli er að baki,“ segir Herdís, sem er dóttir Þorgeirs Þorsteinssonar, fyrrum lögreglustjóra á Keflavík- urflugvelli, og Herdísar Tryggva- dóttur, sem látið hefur til sín taka í góðgerðarstarfi og mannúðarmál- um alls konar. Herdís er fjögurra barna móðir og á bæði stráka og stelpur; 6, 8, 10 og 15 ára. Um áhugamál sín segir hún: „Það er að sjálfsögðu fagið, mannréttindi, stjórnmál, börnin, fjölskyldan, vin- ir, sundferðir og íslensk náttúra.“ ■ Áslákur Kúld! Áfangi ■ Herdís Þorgeirsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína um tjáningarfrelsi fjölmiðla í Konungshúsinu í Lundi í Svíþjóð. Mikið verk er að baki. Doktorsritgerð Herdísar HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR Önnur íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi í lögum. ■ Kveðskapur ■ Tímamót Landsfundur: Sjálfstæð skáld M YN D /Þ Ó R D ÍS Á G Ú ST SD Ó TT IR Sammi F. Ara, blessaður! Pétur Leifsson! Geir Varta! Fín veisla hérna! Pondus. HVAÐ ertu e i g i n - lega að gera?! Slappaðu af! Það hlustar ENGINN á mann þegar maður kynnir sig! Prófaðu bara! Þú ert al- v a r l e g a sjúkur! Pjalla Kantskurð! R ö g n . . . HVAÐ SAGÐIRU? Ú ú p s . . . best að forða sér á barinn! JARÐARFARIR 13.30 Helga Nanna Magnúsdóttir, Holtsgötu 19, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Óli Kristinn Björnsson, Norður- vangi 9, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju. 13.30 Páll Sölvi Pálsson, Kleppsvegi 66, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju. ANDLÁT Markúsína Guðnadóttir, hárgreiðslu- meistari, lést 28. mars. Bergþóra Eggertsdóttir, kennari, lést 18. mars. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. Guðrún Guðmundsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík, lést 15. mars. Útförin hef- ur farið fram í kyrrþey.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.