Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 27
27ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 2003 MÆTT FYRIR RÉTTI Leikkonan Winona Ryder mætti fyrir áfrýj- unardómstól í Beverly Hills í gær. Hún var dæmd fyrir búðarhnupl í undirrétti og freistar þess að fá þeim dómi hnekkt. Brýn þörf á viðmiðunarreglum sem nota má við útreikning á greiðslubyrði og félagslegum bótum: Nýr staðall um neyslu og lífskjör NEYSLAN Mælst er til þess að tekinn verði upp sérstakur viðmiðunar- neyslustaðall sem mælir hvað telj- ist viðunandi neysla og lífskjör al- mennings á Íslandi. Nefnd, sem skipuð var haustið 2001 til að fjalla um málið, telur brýna þörf á viðmiðunarreglum sem nota megi meðal annars við út- reikning á greiðslubyrði og félags- legum bótum. Fram til þessa hafi ýmsar stofnanir samfélagsins notað mismunandi viðmið sem ekki hafi ríkt sátt um. Telur nefndin að nýta megi reynslu Norðmanna og Svía í þess- um efnum og sníða viðmiðunarregl- urnar eftir þeirri vinnu jafnframt því sem notast verði við þær inn- lendu rannsóknir um neyslu sem til eru, s.s. neyslukönnun Hagstofunn- ar og athuganir Manneldisráðs. Nefndin telur eðlilegt að verkið verði unnið af rannsóknarstofnun, til dæmis á vegum háskóla. Hag- stofunni verði síðan falið að færa upp gagnagrunninn með reglu- bundnum hætti. Hún telur eðlilegt að opinberir aðilar komi að fjár- mögnun verksins ásamt þeim aðil- um sem einkum þurfa á slíkum neyslustöðlum að halda og að verk- inu verði stjórnað af stýrihópi skip- uðum sömu aðilum. ■ U-31 SIGLIR MÓT FARÞEGASKIPI Nýi kafbáturinn er ekki sá stærsti en einn af þeim hljóðlátari. Ný tegund kafbáta: Knúinn áfram af vetni BERLÍN, AP Þýsk skipasmíðastöð hefur hleypt kafbáti af stokkun- um sem hún segir vera þann fyrsta í heimi sem er knúinn áfram af vetnisrafölum. Kafbát- urinn fór í reynslusiglingar í Eystrasalti út af þýsku borginni Kiel. Sigla á bátnum til Noregs í júlí þar sem hann verður prófað- ur í hafdýpinu. Kafbáturinn er hannaður með það fyrir augum að sem erfiðast verði að hafa uppi á honum. Tæknin á að tryggja að vélar- hljóð verði í algjöru lágmarki. Báturinn hefur einnig verið útbú- inn með það fyrir augum að sem erfiðast verði að finna hann á radar. ■ Hámarksfjöldi í fangelsum: Yfir tvær milljónir fanga WASHINGTON, AP Fjöldi vistmanna í bandarískum fangelsum fór yfir tvær milljónir á síðasta ári og náði þar með sögulegu hámarki. Ástæðan er meðal annars sú stefna yfirvalda að þyngja refs- ingar fyrir fíkniefnamisferli og endurtekin afbrot. Í júní 2002 sat 2,1 milljón saka- manna í fangelsum Bandaríkj- anna, samkvæmt skýrslu dóms- málaráðuneytisins. Um 162.000 manns sátu í alríkisfangelsum en þau fylki sem höfðu flesta fanga voru Kalifornía, Texas, Flórída og New York. Afbrotamenn undir sakhæfisaldri eru ekki með í þess- um tölum. Athygli vekur að tólf prósent svartra karlmanna í Bandaríkjun- um á aldrinum 20 til 39 ára voru í fangelsi þegar skýrslan var gerð á móti aðeins um 0,7 prósentum landsmanna allra. ■ NÝR NEYSLUSTAÐALL FYRIR ÞJÓÐINA Fram til þessa hafa ýmsar stofnanir samfélagsins notað mismunandi viðmið sem ekki hef- ur ríkt sátt um.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.