Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 8. apríl 2003 Tónlist 19 Leikhús 19 Myndlist 19 Bíó 20 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD AFMÆLI Venjulegur dagur HAGFRÆÐI Ekki tveggja stafa tala 83. tölublað – 3. árgangur bls. 12 TÓNLIST Gaman að spila allt bls. 29 TÓNLEIKAR Sönglagatónskáldið og Vestmannaeyingurinn Oddgeir Kristjánsson vann sér sess í hugum landsmanna með lögum sínum. Í Salnum í Kópavogi klukkan 20.00 verða fluttar nokkrar perlur Odd- geirs. Hafsteinn Þórólfsson söngv- ari, sem er barnabarn Oddgeirs, sér um flutninginn ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleikara og Matta Kallio harmonikuleikara. Vestmannaeyja- perlur FUNDUR Námstefna um karlaheilsu verður haldin í Norræna húsinu. Ásgeir Theodórs meltingarsérfræð- ingur, Gestur Þorgeirsson hjarta- læknir, Ingólfur Gíslason, félags- fræðingur Jafnréttisstofu, og Óttar Guðmundsson geðlæknir flytja er- indi. Allir karlar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Námstefnan hefst klukkan 16:30 og er aðgangur ókeypis. Heilsa karlmanna HANDBOLTI Úrslitakeppni Esso- deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum í átta liða úrslitum. Seinni leikir þessa hluta keppninn- ar verða á fimmtudag og oddaleik- ir, ef með þarf, á sunnudag. ÍR og Þór mætast í Austurbergi, Haukar og Fram mætast á Ásvöllum, KA og HK keppa í KA-heimilinu og Valur og FH takast á í Valsheimilinu. Leikirnir hefjast allir klukkan 19:15. Úrslitahrinan hefst bls. 18 KOSNINGABARÁTTAN „Tilgangur til- lögunnar var sá að reyna að spara peninga,“ segir Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingar- innar. „Flokkarnir eru að miklu leyti reknir fyrir skattfé og sem ábyrgur stjórnmálaflokkur vildum við að sjálfsögðu reyna að ná sam- komulagi um sparnað. En það tókst ekki.“ Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna funduðu um fyrirkomulag kosningabaráttunnar á lokuðum fundi á föstudag, þar sem fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinnar lagði fram tillögu um að flokkarnir auglýstu ekki í sjónvarpi. Fulltrúar flokkanna voru allir jákvæðir, seg- ir framkvæmdastjórinn, nema fulltrúi Framsóknarflokksins, sem tók illa í tillöguna. Karl segist ætla að skrifa flokkunum bréf í framhaldi af fundinum þar sem hann mun árétta tillöguna. Hann gerir þó ekki ráð fyrir því að af samkomu- lagi geti orðið. „Tónninn í fram- sóknarmönnum var þannig að ég geri mér ekki miklar vonir um að þetta samkomulag náist,“ segir Karl, „enda eru þeir þegar byrjað- ir að auglýsa í sjónvarpi langt á undan öllum öðrum.“ Björn Ingi Hrafnsson, kynn- ingarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, segir tillögu Samfylkingarinn- ar hafa komið fram allt of seint til að grundvöllur geti verið fyrir slíku samkomulagi. „Flestir flokk- arnir eru löngu búnir að skipu- leggja sín auglýsingamál,“ segir hann. „Við hófum undirbúning okkar kosningabaráttu í nóvem- ber. Ef Samfylkingin hefði haft raunverulegan áhuga á því að ná samkomulagi hefði tillagan þurft að koma miklu fyrr. Mig grunar að eitthvað annað búi að baki en einlægur áhugi á samkomulagi.“ Björn segir framsóknarmenn ekki hafa miklar fjárhæðir á milli handanna í kosningabaráttunni. „Við munum dreifa okkar auglýs- ingum nokkuð jafnt á alla miðla,“ segir Björn. „Markaðsfræðingar segja mér reyndar að sjónvarps- auglýsingar séu ekki mikið óhag- stæðari en dagblaðaauglýsingar. Ég veit ekki betur en að Samfylk- ingin hafi sjálf auglýst í sjónvarpi nýverið, þegar fundaherferð Ingi- bjargar Sólrúnar og Össurar Skarphéðinssonar stóð yfir.“ gs@frettabladid.is Ekkert samkomulag um kosningaauglýsingar Fulltrúar flokkanna funduðu um fyrirkomulag kosningabaráttunnar á lokuðum fundi fyrir helgi. Samfylkingin lagði til að flokkarnir auglýstu ekki í sjónvarpi. Framsóknarmenn tóku illa í tillöguna og segja hana koma allt of seint. M YN D /A P ÞRIÐJUDAGUR TÓNLEIKAR bls. 16 Að verða uppselt FORMÚLAN Vongóður um titil bls. 23 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 18% D V 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á þriðjudögum? 63% 79%             !  "  #$%&'(  )"((**+  ) ,  -*(.* / 0-$%&'1   (-* ( ! ) Í SÓTTKVÍ Þessi tveggja ára gamla kanadíska stúlka var sett í einangrun ásamt móður sinni eftir að tveir bræður hennar greindust með einkenni HABL. KARL TH. BIRGISSON Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar lagði til að flokk- arnir auglýstu ekki í sjónvarpi. BJÖRN INGI HRAFNSSON Segir framsóknar- menn fyrir löngu búna að ákveða hvernig þeir ætli að haga sínum auglýs- ingamálum. FARALDUR, AP Þó flest tilfelli HABL, heilkennis alvarlegrar bráðrar lungnabólgu, hafi komið upp í Asíu hafa Vesturlandabúar ekki farið varhluta af þessum skæða lungna- bólgufaraldri. Utan Asíu hafa Kanadamenn orðið hvað harðast úti en þar hafa níu manns látist úr sjúkdómnum, allir í Toronto. Kanadísk yfirvöld hafa gripið til þeirra ráðstafana að setja aðstand- endur látinna og sýktra í sóttkví til þess að reyna að hefta frekari út- breiðslu sjúkdómsins. Í Evrópu hefur enginn látist af völdum HABL og hefur út- breiðsla sjúkdómsins í álfunni verið óveruleg fram að þessu. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur þó brugðist við yfirvofandi hættu með því að leggja drög að samevrópskri miðstöð fyrir sjúkdómsvarnir. HABL hefur ekki komið upp á Norðurlöndum en þó nokkrir hafa leitað læknis og verið lagð- ir inn á sjúkrahús vegna gruns um smit. Sá grunur hefur hingað til ekki reynst á rökum reistur. Ýmsar ráðstafanir hafa þó verið gerðar á sjúkrahúsum til þess að hægt verði að takast á við sjúk- dóminn ef hann ber að dyrum. ■ Lungnabólgufaraldurinn á Vesturlöndum: Vesturlandabúar á varðbergi ÞETTA HELST Nýtt fjölþrepa skattkerfi með30 prósenta skattþrepi myndi kosta tólf milljarða að mati nefndar. bls. 2 Ekkert lát er á lungnabólgufar-aldrinum. Á þriðja þúsund manns eru sýktir, flestir í Kína. bls. 4 Mikil óánægja er meðal MS-sjúklinga. Þeir segja fólk í öngum sínum og marga hætta að mæta í dagvist. bls. 6 Þingholtin eru ekkert einsdæmiþegar rottur í holræsum eru annars vegar. Þær eru um alla borg, að sögn meindýraeyðis. bls. 13 VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 10-15 Skúrir 6 Akureyri 10-18 Rigning 9 Egilsstaðir 10-18 Rigning 9 Vestmannaeyjar 15-20 Rigning 6 REYKJAVÍK Suðvestan 8-15 m/s og él, en gengur í suð- austan 15-20 með slyddu eða rigningu í nótt. VEÐRIÐ Í DAG + + + + ➜ ➜ ➜ ➜

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.