Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 31
Upplausnarástand ríkti í út-sendingarstúdíói Skjás eins á sunnudag eftir að klippt var á beina útsend- ingu á Silfri Egils þar sem Egill Helgason stjórnandi þáttarins var í miðjum klíðum að ræða við Guðmund Árna Stef- ánsson, alþingismann Samfylk- ingar, Guðna Ágústsson land- búnaðarráðherra og Pétur Blön- dal, alþingis- mann Sjálf- stæðisflokks. Þegar Egill uppgötvaði að slökkt hafði verið á út- sendingunni brást hann ókvæða við. Hann sópaði glösum af borði og tók síðan klukku og fleygði í gólf- ið og braut hana í mél. Þá strunsaði hann á dyr en Guðni Ágústs- son fylgdi fast á hæla honum og talaði til hans með ró- andi hætti. „Malt er gott, Egill minn,“ taldi einhver sig heyra ráðherrann segja blíðum rómi. Heimildar- menn Fréttablaðsins segja að ráðherrann hafi fengið Egil upp í bifreið sína og ekið honum heimleiðis. Sömu heimildir herma að þegar sé gróið um heilt milli Egils og stjórnenda Skjásins. Sjötíu prósent Íslendinga virð-ast hafa trú á því að Atkins- megrunarkúrinn skili árangri ef marka má könnum sem Gallup gerði fyrir Eddu útgáfu, sem gefur út bók Ásmund- ar Stefáns- sonar og Guðmundar Björnssonar læknis um árangur þess fyrrnefnda í baráttunni við aukakílóin með hjálp kúrs- ins. 74% aðspurðra könnuðust við kúrinn og af þeim sögðust 38,2% hafa trú á því að með kúrnum gæti náðst árangur til skemmri tíma og 32,9% töldu að með honum næðist árangur til lengri og skemmri tíma. Bók þeirra félaga um kúrinn hefur selst í 5.000 eintökum en eins og frægt er orðið var Ásmundur orðinn vondaufur um að geta lést þegar hann komst í kynni við aðferðir Atkins. Árangurinn lét ekki á sér standa og verka- lýðsleiðtoginn fyrrverandi fór úr 120 kílóum í 80 og heldur sig nú í kringum 85 kílóin. Fréttiraf fólki ■ Leiðrétting Ef öll skattalækkunarloforð stjórnmálaflokk- anna ganga eftir verður ekki króna í ríkiskass- anum næsta vor. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Í Súlnasal Hótel Sögu. Saddam-flugvöllur. Hrein og bein. 31ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 2003 Neytendasamtökin eru að leggjalokahönd á nýtt Neytendablað sem verður stærra í sniðum og glæsilegra en oftast áður. Þar á bæ blása menn í herlúðra og berja sér á brjóst í tilefni af 50 ára afmæli samtakanna, sem þegar er búið að halda upp á með ráðstefnu um neytendamál á Grand Hóteli. Fréttiraf fólki BÖRN Þríburaforeldrar í Hvera- gerði hafs sent bæjarstjórninni á staðnum bréf og farið fram á fyr- irgreiðslu vegna óvenjulegrar fjölskyldustærðar. Til sanns veg- ar má færa að óvenjulegt sé að vera með þríbura á heimili og af því getur hlotist aukakostnaður: „Foreldrarnir eru að fara fram á afslátt af leikskólagjöld- um og við munum skoða þetta,“ segir Árni Magnússon, formaður bæjarráðs í Hveragerði. „Þá vinnur móðirin óreglulegan vinnutíma og nýtir því ekki allan þann tíma sem greitt er fyrir í leikskólanum,“ segir hann. Í Hveragerði gildir sú regla að foreldrar greiða fullt gjald fyrir fyrsta barn og síðan hálft fyrir önnur og umfram. Þríburafor- eldrarnir greiða því tvö leik- skólagjöld fyrir þrjú börn. Þríburarnir eru fæddir í mars 1998 og eru því nýorðnir fimm ára. Þeir heita Jón, Melkorka og Vilhelmína. ■ ÁRNI MAGNÚSSON Skoðar erindi þríburaforeldra. Hveragerði: Þríburar vilja afslátt ÞRÍBURAR Í HVERAGERÐI Foreldrar þríbura í bænum fara fram á fyrirgreiðslu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.