Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 23
23ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 2003                       !"# $  %& '(((      !   %) "*((     +  %, "*((     -.  %/0"(((     1! 234.# %/*"(((     5!%* "*((     1! 64%7*"(((        64 %,*"(((         .64 3#.    %0*"(((     8  -"  -9: ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ;;;'.#!2.6!'     : #  # <##  *(= $ >>>                             !  Paul McCartney: Frestar tónleikum vegna raddleysis TÓNLIST Álagið á raddbönd Bítils- ins Paul McCartney virðist vera meira en hann grunaði og fór svo að hann missti röddina eftir tón- leika sína í Sheffield á laugardag. Hann neyddist því til þess að fresta seinni tónleikum sínum í borginni, sem áttu að fara fram á sunnudag. „Ég nældi mér í kvef og því fór röddin að gefa sig á laugardag- inn,“ útskýrði McCartney í viðtali við BBC. „Ég vaknaði í morgun og röddin var nánast farin. Ég hef reynt að gera allt til þess að laga ástandið og prófaði að syngja nokkur lög í hljóðprufunni á sunnudaginn en án árangurs. Ég verð því að hætta við þessa tón- leika til þess að geta haldið tón- leikaferðinni áfram.“ Hann bað aðdáendur sína í Sheffield afsökunar og sagðist þakklátur fyrir það að hafa að minnsta kosti náð einum tónleik- um þar. McCartney hefur ekki farið í tónleikaferð um Bretlandseyjar í 10 ár. Hann hefur þegar þrætt Bandaríkin, Kanada, Mexíkó og Japan, þar sem hann lék á 58 tón- leikum í 37 borgum. Næstu tónleikar hans eiga að fara fram í Manchester á morgun og er allt útlit fyrir að þeir verði haldnir. ■ Tónleikar Scooter: Miðar að seljast upp TÓNLEIKAR Allt útlit er fyrir að upp- selt verði á tónleika þýsku eró- bikkteknósveitarinnar Scooter. Í gær höfðu rúmlega 4.500 miðar selst og uppselt er að verða í stúku. Svo virðist sem fólk kjósi heldur að vera niðri á gólfinu en að sitja uppi í stúku. Ef til vill ekki furðu- legt í ljósi þess að sveitin leggur allt sitt í að fá fólk til þess að dansa. Starfsfólk Landssímans, þar sem miðar eru seldir, segir að ald- ursbil miðakaupenda sé mjög breitt. Unglingar eru í meirihluta en mikið er um að yngstu kaupend- urnir fari í fylgd með fullorðnum. Salan var mest í fyrstu en svo hef- ur eitthvað dregið úr aðsókninni. Þrátt fyrir það segist talsmaður Landssímans afar bjartsýnn á að þeir miðar sem eftir eru seljist upp fyrir föstudag. Útvarpsstöðin FM957 og sjón- varpsstöðin PoppTíví hafa gefið miða og kynnt tónleikana látlaust frá því að tilkynnt var um tónleika- hald í upphafi síðasta mánaðar. Lagið „Weekend“ er komið í annað sæti Íslenska listans, sem tekur saman vinsælustu lögin á stöðinni. Scooter hefur selt um 4.000 plötur á Íslandi á tíu ára ferli sín- um. Söluhæst er safnplata sem tekur saman öll vinsælustu lög sveitarinnar. Ný breiðskífa sveit- arinnar, „Stadium Techno Ex- perience“, er væntanleg í búðir í dag. ■ STEVE BUSCEMI Hefur leikstýrt nokkrum þáttum af Sopranos en blandar sér nú í slaginn hin- um megin við myndavélina. Sopranos: Buscemi leikur herra Bleikan SJÓNVARP Hinn alþekkti aukaleik- ari Steve Buscemi er nýjasti með- limur Sopranos-fjölskyldunnar. Hann fer með hlutverk mafíósans herra Bleiks, eða Mr. Pink, í kom- andi þáttaröð. Fyrir skemmstu var framleiðsla þáttanna í upp- námi vegna launakrafna aðalleik- arans, James Gandolfinis, en það leystist með tvöföldun launa hans, í 62 milljónir á hvern þátt. Buscemi hefur vakið verð- skuldaða athygli í aukahlutverk- um sínum en hann leikur jafnan misheppnaða utangarðsmenn sem hljóta grátbrosleg örlög. ■ SCOOTER Allt útlit er fyrir að uppselt verði á tónleika Scooter í Laugardalshöll á föstudagskvöldið. PAUL MCCARTNEY Raddböndin gáfu sig eftir tónleika í Sheffield á laugardag og varð hann að fresta seinni tónleikum sínum í borginni. SIGOURNEY WEAVER Leikkonan Sigourney Weaver setur sig í stellingar fyrir ljósmyndara á fimmtudaginn síðasta. Hún var stödd í New York að kynna væntanlega mynd sína „The Guys“, mynd sem byggð er á sannri sögu um blaðakonu frá New York sem aðstoðaði yf- irmann slökkviliðsins að skrifa minningar- grein um félaga sína sem dóu þann 11. september. Kvikmyndahandritið er skrifað eftir samnefndu leikriti. Viltu stela milljón: Breti dæmdur fyrir svindl SJÓNVARP Breski höfuðsmaðurinn Charles Ingram hefur verið fundinn sekur um að hafa krækt sér í eina milljón punda í hinum vinsæla sjónvarpsþætti Who Wants to be a Millionaire?, eða Viltu vinna millj- ón? eins og þ á t t u r i n n nefnist á Ís- landi. Eigin- kona hans, Diane, má einnig eiga von á því að fá dóm fyrir þátt sinn í s a m s æ r i n u sem gekk út á það að annar keppandi í s a l n u m , Tecwen Whittock, sendi Ingram skilaboð með því að hósta þegar sá síðarnefndi velti svarmögu- leikunum fyrir sér. Hljóðmenn þáttarins urðu varir við það að óvenju mikið var hóstað í þessum tiltekna þætti og komust að því að alls komu 19 hóstar frá þeim stað sem Whittock sat. Lögregla var kölluð til í framhaldinu, þáttur- inn var aldrei sýndur í sjónvarp- inu og milljón punda ávísunin hans Ingrams var fryst. Hann sætti sig ekki við þetta og fór í mál við þáttinn en situr nú uppi peningalaus með dóm yfir höfð- inu. ■ CHARLES INGRAM Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi svindlað sér í gegnum fimmtán spurningar í Viltu vinna milljón? með því að láta annan mann í salnum gefa sér vísbendingar með því að hósta. ÞORSTEINN J. Þarf stundum að biðja um þögn í salnum en hefur enn ekki orðið vitni að því að hósta- köst komi keppendum í Viltu vinna milljón? alla leið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.