Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 13
■ Lögreglufréttir 13ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 2003 Rottur í Reykjavík : Þingholtin eru ekkert einsdæmi MEINDÝR „Rottur eru nánast í öllu holræsakerfi Reykjavíkur,“ segir Guðmundur Björnsson, rekstrar- stjóri Meindýravarna Reykjavík- urborgar. Guðmundur segir Þing- holtin og miðbæinn ekki vera einsdæmi hvað varðar rottugang. Hann segir þær vera alls staðar vestan Elliðaáa. Ekki hafi borið á þeim í nýju úthverfunum. Guð- mundur segir að ef bilun verði á holræsakerfinu vestan ánna sé alltaf möguleiki á að til þeirra sjá- ist. Vegna viðgerða á lögnum og götum í miðbænum hafa rottur átt greiða leið í íbúðabyggðir. Frá þessu var sagt í Fréttablaðinu í gær. „Rotturnar búa í holræsakerf- inu og hafa gert það í áratugi. Þar hafa þær nóg að éta. Rottugangur er ekki mikill í Reykjavík. Stund- um þvælast þær upp á yfirborðið en reyna að komast niður aftur ef þær geta. Við lítum aldrei á rottur sem sjálfsagðan hlut og vonum að það geri enginn,“ segir Guðmund- ur. Hann segir að á sumrin sé unn- ið reglulegt og skipulagt forvarn- arstarf til þess að halda stofninum niðri. Hann segir að einnig sé eitr- að í nálæga brunna ef rottugangs verður vart yfir vetrartímann. „Erfitt er að reyna að útrýma þeim. Útskot og angar eru marg- ir sem gerir erfitt um vik að ná til þeirra og fjölgunin er ör. Ómögulegt er að segja hvað stofninn er stór. Við metum ástandið út frá þeim kvörtunum sem okkur berast, sem oft er bundið við ástand lagna,“ segir Guðmundur. ■ Eldsvoði í skólahúsi: Börn brunnu inni RÚSSLAND, AP Tuttugu og tveir létu lífið þegar eldur kom upp í skóla í litlu sveitaþorpi í Jakútíuhéraði í Rússlandi. Skólinn var starfræktur í gömlu timburhúsi sem brann til grunna á örskammri stundu. Tutt- ugu og einn nemandi og einn kenn- ari brunnu inni en tíu voru fluttir á sjúkrahús með brunasár og bein- brot eftir að hafa reynt að forðast eldhafið með því að stökkva út um glugga. Engin slökkvistöð er starf- rækt í þorpinu og þurfti því að kalla til slökkvilið frá þorpi í um 20 kíló- metra fjarlægð. Þegar björgunar- mennirnir loksins komu á staðinn var litlu hægt að bjarga. ■ ROTTUR HAFA BÚIÐ Í HOLRÆSAKERFINU Í ÁRATUGI Rottum er haldið niðri með eitri en erfitt er að útrýma þeim. Daman með kennitölu nöfnu Saksóknari íhugar ákæru fyrir vændi. Daman greiddi leigusalanum skilvíslega með seðlum. Tveir lögreglumenn skráðir til heimilis undir sama þaki og vændiskonan. VÆNDI Daman í Hafnarfirði sem leigði bílskúr í úthverfi bæjarins til að stunda atvinnugrein sína gaf leigusalanum upp kennitölu al- nöfnu sinnar sem býr í Mosfells- bæ. Báðar heita konurnar tveimur nöfnum og bera sama föðurnafn. Daman er tveimur árum yngri en konan í Mosfellsbæ sem er hús- móðir og segist aldrei hafa komið nálægt þeirri iðju sem Daman er kunn fyrir. Eigandi bílskúrsins í Hafnarfirði kom af fjöllum þegar Fréttablaðið innti hann eftir því sem var að gerast í bílskúr hans. Hann leigði bílskúrinn frá 1. febr- úar til 1. júní en þá kvaðst leigj- andinn ætla að flytja til útlanda til að læra viðskiptafræði. Leigusal- inn segir að konan hafi komið vel fyrir og sagst vinna á næturvökt- um. Þegar hann óskaði eftir því að hún gerði skriflegan leigusamn- ing sagði hún það vera sjálfsagt og gaf upp fullt nafn og kennitölu sem lýsti því að hún væri fædd í júní árið 1975. Leigusalinn sagði Fréttablaðinu að hann hefði verið fullkomlega grandalaus um það sem var að gerast á lóðinni hans þar sem Daman tók á móti tveim- ur viðskiptavinum á dag frá klukkan 10 til 17 en þá var leigusalinn í vinnu. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið að Dam- an hefði verið einstaklega skilvís hvað greiðslur varðaði og jafnan stungið umslagi með seðlum inn um póstlúguna hjá sér þegar mán- aðamót nálguðust. Óljóst er hvaða ávinning Daman telur sig hafa haft af því að gefa upp ranga kennitölu annan en þann að fela slóð sína. Þegar Fréttablaðið kannaði hver væri eigandi umræddrar kennitölu á leigusamningnum kom á daginn að það var hús- móðir í Mosfellsbæ en reyndin er sú að Daman er alnafna henn- ar og býr á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Þar hefur hún einnig stundað vændi en þess má geta að undir sama þaki eru tveir lögreglumenn skráðir til heimilis, hvort sem það var ástæða þess að grunsemdir vöknuðu eða ekki. Lögreglan í Hafnarfirði gerði húsleit í bílskúrnum í úthverf- inu og á heimili hennar á Hval- eyrarholti í framhaldi þess að þeir heimsóttu hana undir því flaggi að þar færu viðskiptavin- ir. Daman játaði við yfirheyrsl- ur að hafa stundað vændi með aðstoð sambýlismanns síns. Kristján Ólafur Guðnason, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Hafnar- firði, sem fer með rannsókn þessa máls, vildi ekkert um það segja. Um helgina hafði ekki verið tekin skýrsla af eiganda bílskúrsins og kennitölumálið því ekki rannsak- að. Hjá saksóknara fengust þær upplýsingar að mál Dömunnar væri til skoðunar þar og ákvörð- unar um ákæru að vænta á næst- unni. Þar fengust þær upplýsing- ar að ekki væru dæmi um það fyrr að vændismál hefði komið á borð saksóknara. rt@frettabladid.is BRENNDIST ILLA Í GUFUBAÐI Maður brenndist illa á fótum eft- ir að hafa stigið í poll sem mynd- ast hafði inni í gufubaði á Hótel Örk í Hveragerði. Ekki liggur fyrir hvernig stóð á því að pollur- inn hafði myndast. Eftir að lækn- ir hafði litið á fót mannsins á heilsugæslustöðinni í Hveragerði var hann fluttur með hraði á slysadeild Landspítala í Fossvogi. VILDI GISTA FANGAGEYMSLU Lögreglan á Akureyri þurfti um helgina að hafa afskipti af nokkrum sem höfðu misst stjórn á drykkju sinni. Fjarlægja þurfti ólátaseggi af veitingahúsi í mið- bænum og reyndist nauðsynlegt að vista einn í fangageymslu. Stuttu síðar kom félagi hans og taldi sig best kominn á bak við lás og slá til öryggis. Fékk hann góðfúslega gistingu líka. Þá var maður handtekinn sem ógnaði fólki með hnífi í miðbænum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.