Fréttablaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 4
4 10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR
Eiga stjórnmálaflokkarnir að
hætta að auglýsa í sjónvarpi?
Spurning dagsins í dag:
Hvaða flokkur býður bestu
skattalækkunina?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
45,1%
54,9%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Við gerum betur
Njóttu
þess
að
ferða
st um
landi
ð
á góð
um bí
l
Avis dagsleiga, helgarleiga, vikuleiga. Eyddu minna í bílinn en meira í sjálfan þig og þína.
Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum.
Hringdu í Avis sími 5914000
Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is
* Opel Corsa, innifalið 50 km, vsk. og trygging
Aðeins2.850á dag
*
Kárahnjúkavirkjun:
Ítalskt þorp á hálendinu
VIRKJANIR Fyrirhugað er að byggja
vinnubúðir á virkjunarsvæðinu
við Kárahnjúka sem samsvarar
meðalþorpi. Öll aðstaða verður
fyrir hendi sem fullnægja á þörf-
um starfsmanna og fjölskyldum
þeirra. Þetta kom fram á kynning-
arfundi sem ítalska verktakafyr-
irtækið Impregilo hélt með blaða-
mönnum í gær. Áætlað er að 1.000
manns starfi við virkjunina. Af
þeim verða um tvö hundruð ís-
lenskir starfsmenn. Verða þeir
ráðnir sem verkfræðingar, skrif-
stofumenn og starfsmenn í mötu-
neytum. Hundrað og fimmtíu
manns verða á vegum Impregilo.
Um er að ræða stjórnendur og
lykilstarfsmenn. Þá verða í kring-
um 650 verkamenn fengnir til
starfa. Stór hluti þeirra kemur er-
lendis frá.
Íslenskir aðalverktakar hafa
þegar lokið við 720 metra löng að-
komugöng og Arnarfell er að
ljúka sneiðingi niður í Hafra-
hvammsgljúfur innan Kára-
hnjúkastíflu. Fyrirhugaðar fram-
kvæmdir á vegum Impregilo eru í
þann mund að hefjast en um er að
ræða smíði Kárahnjúkastíflu og
aðrennsligöng. Þegar hafa í kring-
um tuttugu manns hafið störf á
vegum fyrirtækisins, bæði í
Reykjavík og á Egilsstöðum. Þá er
gert ráð fyrir að stór hópur fólks
geti hafið störf í byrjun júní. Er
búist við að framkvæmdir verði
komnar í fullan gang næsta vetur.
Á kynningarfundinum var far-
ið yfir þá tækni sem notuð verður
við borun á aðrennslisgöngunum.
Göngin verða rúmlega sjö og
hálfs metra sver. Við smíði þeirra
verða notaðir þrír borar sem flutt-
ir verða til landsins en tveir þeir-
ra eru sérstaklega smíðaðir fyrir
þetta verkefni. Um er að ræða
heilborun og er ráðgert að hægt
verði að bora í kringum 23 metra
á dag. ■
Fárveikum fanga
refsað fyrir hótun
Fangi á Litla-Hrauni veiktist hastarlega en fékk ekki viðunandi læknis-
meðferð. Fangavörður bannaði honum að klaga í foreldra sína. Segir að
fanginn hafi hótað sér lífláti. Dómsmálaráðuneytið fjallaði um málið.
FANGELSISMÁL Faðir 24 ára fanga
sendi dómsmálaráðuneytinu mót-
mæli 2. apríl vegna slæmrar með-
ferðar sem hann telur að sonur
hans hafi sætt frá hendi fangelsis-
yfirvalda eftir að hann veiktist
hastarlega án þess að fá viðunandi
læknisúrræði. Fanginn veiki var
úrskurðaður í einangrun frá ætt-
ingjum sínum og í
símabann.
Í bréfi föðurins
er því lýst að sonur
hans hafi í tvo sól-
arhringa þjáðst
mjög af innvortis
verkjum án þess að
til viðunandi að-
gerða væri gripið. Í
þvagi hans hafi
verið blóð og
einnig með hægð-
um. Móðir fangans segist hafa
verið í stöðugu sambandi við son
sinn og starfsmenn fangelsisins
og reynt að hafa áhrif á það að
hann fengi læknismeðferð. Fram-
burður fangavarða er í þá veru að
fanginn hafi í þrígang verið færð-
ur undir læknishendur án þess að
neitt fyndist að honum. Þá lýsir
faðirinn því að fangavörður hafi
ýjað að því að fanginn væri að
gera sér upp veikindi, tveimur
sólarhringum eftir að hann veikt-
ist, og sagt hinum þjáða fanga að
hann ætti að láta það ógert að
vera að klaga í foreldra sína en
fara að sofa. Fanginn reiddist
þessu og bar fram óbeina hótun
við Guðmund Magnússon, aðstoð-
arvarðstjóra fangelsisins. Að
sögn foreldra hans lét hann, sár-
kvalinn, ógætileg orð falla um að
fangavörðurinn skyldi gæta sín
þegar hann slyppi úr fangelsinu.
Fangavörðurinn hélt því aftur á
móti fram að fanginn hefði sagt
beinlínis að hann ætlaði að láta
drepa hann.
Tveimur sólarhringum eftir að
fanginn veiktist var loks úrskurð-
að að hann væri með stíflaðan ris-
til, blæðandi sár við endaþarm og
bólgur í blöðruhálskirtli, sem
hefði valdið honum miklum þján-
ingum.
Fangelsisyfirvöld úrskurðuðu
að fanginn myndi sæta viðurlög-
um vegna framkomu sinnar og
fengi ekki heimsóknir nema einu
sinni í viku næstu tvo mánuðina,
frá byrjun apríl að telja. Hann má
aðeins ræða við gesti sína í gegn-
um öryggisgler en venjulega
mega fangar fá heimsóknir fimm
daga vikunnar í þrjá og hálfan
tíma í senn þar sem þeir mega
hitta gesti sína í sérherbergi. Þá
voru dagpeningar og vinnulaun
hans skert um helming á tímabil-
inu frá 2. apríl til 24. apríl. Þá er
hann á sama tíma í símabanni
samkvæmt úrskurði fangelsisins.
Faðir fangans fór fram á að úr-
skurði yfirvalda fangelsisins yrði
hnekkt. Ráðuneytið hefur nú svar-
að því erindi þar sem einangrun
hans frá gestum er stytt niður í
þrjár vikur en úrskurðurinn er að
öðru leyti óhaggaður.
Björn Friðfinnsson, ráðuneyt-
isstjóri í dómsmálaráðuneytinu,
sagði í samtali við Fréttablaðið að
úrskurður ráðuneytisins væri
unninn samkvæmt þeim gögnum
sem liggja fyrir.
„Úrskurðurinn er byggður á
meðalhófsreglu í agaviðurlögum,“
segir Björn.
Björn taldi að ekki yrðu frekari
eftirmálar vegna meintrar lífláts-
hótunar fangans þar sem ummæl-
in hefðu fallið innan veggja fang-
elsisins. Fanginn er nú að afplána
refsinguna sem ákvörðuð var.
rt@frettabladid.is
Móar fá heimild til
nauðasamninga:
Vilja losna
við 450
milljónir
VIÐSKIPTI Kjúklingafyrirtækið
Móar hefur fengið heimild Hér-
aðsdóms Reykjavíkur til að gera
nauðasamninga við lánardrottna
sína. Gera áætlanir ráð fyrir að
70% af um 650 milljóna króna
kröfum sem heyri undir nauða-
samning verði felld niður. Móar
muni þannig greiða tæpar 200
milljónir.
Kristinn Gylfi Jónsson, stjórn-
arformaður Móa, segir Móa þegar
hafa aflað meðmæla aðila sem
eigi 43% krafna á félagið. Í raun
hafi aðeins þurft 25% til að fá
heimild til nauðasamninga. „Við
teljum vera góðar undirtektir hjá
lánardrottnum. Menn hafa trú á
þessu endurskipulagningartali
okkar,“ segir hann.
Að sögn Kristins Gylfa hafa
Móar verið endurskipulagðir fjár-
hagslega á síðustu mánuðum.
Auka á hlutafé um 250 milljónir
króna. Menn hafa þegar skráð sig
fyrir því og taka þau hlutafjárlof-
orð gildi gangi nauðasamningarnir
eftir og ef samningar nást um veð-
skuldir sem heyra ekki undir
nauðasamning.
Kristinn Gylfi segir von á bjart-
ari tímum á kjúklingamarkaði. „Ís-
fugl á Dalvík er gjaldþrota og óvíst
að framleiðsla hefjist þar aftur,“
nefnir hann sem dæmi um að jafn-
vægi sé að nást á markaðnum. ■
Nýtt afl stillir upp lista í
Reykjavík norður:
Guðmundur
G. leiðir
STJÓRNMÁL Framboðshreyfingin
Nýtt afl hefur stillt upp fyrsta
lista sínum fyrir alþingiskosning-
arnar, í Reykja-
víkurkjördæmi
norður. Guð-
mundur G. Þór-
arinsson verk-
fræðingur leið-
ir listann og í
öðru sæti er
H ö s k u l d u r
Höskuldsson
framkvæmda-
stjóri. Nýtt afl
stefnir að því
að tilkynna
lista sinn í
Reykjavík suður í dag, en hreyf-
ingin mun stilla upp listum í öllum
kjördæmum.
FIMM EFSTU ERU ÞESSIR:
1. Guðmundur G. Þórarinsson
2. Höskuldur Höskuldsson
3. Mjöll Helgadóttir
4. Inga Lúthersdóttir
5. Guðrún Þóra Hjaltadóttir
Grunaður um mansal:
Gæsluvarð-
hald staðfest
LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur hefur
staðfest að bandarískur karlmað-
ur skuli sitja í gæsluvarðhaldi til
1. maí. Hann er grunaður um að
hafa reynt að koma fjórum Kín-
verjum ólöglega til landsins 25.
mars sl. gegn peningagreiðslu. Þá
kemur fram í dómi Hæstaréttar
að maðurinn hafði dvalið hér á
landi 14. mars. Með honum í för
var maður með bandarískt vega-
bréf. Við komu mannsins til
Bandaríkjanna kom í ljós að skír-
teinið var falsað. Í kjölfarið bað
hann um pólitískt hæli. Unnið er
að rannsókn málsins í samvinnu
við þarlend yfirvöld auk yfirvalda
í Þýskalandi.
Hæstiréttur fellst á niðurstöðu
héraðsdóms að ekki sé hægt að
treysta á vægara úrræði en gæslu-
varðhald vegna hættu á að maður-
inn reyni að komast úr landi. ■
Framkvæmdastjóri LÍÚ lýsir ánægju með EES-viðræður:
Mikilvægasta atriðið náðist
ÚTFLUTNINGUR Friðrik J. Arngríms-
son, framkvæmdastjóri LÍÚ, seg-
ir mikilvægasta samningsatriði
Íslendinga um sjávarútveginn
hafa náð fram að ganga í viðræð-
unum um stækkun Evrópska
efnahagssvæðisins. „Frosin síld-
arsamflök eru langmikilvægasta
afurðin okkar inn í þessi lönd. Það
fékkst í gegn að þau yrðu áfram
tollfrjáls.“
Niðurstaða samninganna er sú
að síldarsamflökin verða toll-
frjáls inn á allt Evrópusambands-
svæðið. Áður báru þau 15% toll í
Evrópusambandinu en voru toll-
frjáls hjá þeim ríkjum sem ganga
í sambandið á næsta ári. Kvótar
fást fyrir annan útflutning sjávar-
afurða byggðan á útflutningi til
þessa.
„Það er ástæða til að fagna
Halldóri Ásgrímssyni sérstaklega
fyrir þá miklu vinnu sem hann og
hans fólk lögðu í þetta,“ segir
Friðrik. „Þetta var gríðarlega
mikið atriði fyrir íslenskan sjáv-
arútveg.“
„Auðvitað viljum við algjört
tollfrelsi inn í Evrópusambandið
og teljum það eðlilegt,“ segir
Friðrik en leggur áherslu á að
það dragi ekki úr þeirri miklu
vinnu sem fór í að ná þessari nið-
urstöðu. ■
GÖNGIN VERÐA HEILBORUÐ
Borarnir sem notaðir verða við aðrennslis-
göngin eru ekkert smásmíði. Tveir af þeim
þremur sem notaður verða við Kárahnjúka
eru sérstaklega smíðaðir vegna þeirra
framkvæmda.
■
Tveimur sólar-
hringum eftir
að fanginn
veiktist var loks
úrskurðað að
hann væri með
stíflaðan ristil,
blæðandi sár
við endaþarm
og bólgur í
blöðruhálskirtli.
LITLA-HRAUN
Foreldrar fanga kröfðust þess að hann fengi læknismeðferð.
FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON
Mikil vinna skilaði því að mikilvægasta at-
riðið fyrir útgerðina náði fram að ganga.
GUÐMUNDUR G.
ÞÓRARINSSON
Leiðir lista Nýs afls í
Reykjavík norður.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Áfrýjunarnefnd:
Ólöglegt
útboð
SAMKEPPNI Áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála hefur staðfest úrskurð
Samkeppnisráðs um að Flugstöð
Leifs Eiríkssonar (FLE) hafi brotið
samkeppnislög. Það gerði FLE með
tilhögun útboðs á verslunarrými í
Leifsstöð.
Samkeppnisyfirvöld segja að
skipta verði starfsemi FLE í tvennt,
aðskilja rekstur mannvirkis og eig-
in verslunarrekstur. Öðruvísi verði
samkeppnislög ekki uppfyllt.
Útboðinu hefur verið frestað. ■