Fréttablaðið - 10.04.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 10.04.2003, Síða 6
6 10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR ■ Afríka GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 78.09 -0,79% Sterlingspund 121.34 -0,61% Dönsk króna 11.30 0,09% Evra 83.93 -0,10% Gengisvístala krónu 121,05 -0,39% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 509 Velta 16.522 milljónir ICEX-15 1.421 -0,23% Mestu viðskipti Eimskipafélag Íslands hf. 130.095.000 Búnaðarbanki Íslands hf. 127.305.990 Ker hf. 68.131.631 Mesta hækkun Sláturfélag Suðurlands svf. 6,00% Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. 1,39% AFL fjárfestingarfélag hf. 1,20% Mesta lækkun Flugleiðir hf. -2,04% Tryggingamiðstöðin hf. -1,90% Jarðboranir hf. -1,30% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8265,5 -0,4% Nasdaq*: 1371,0 -0,9% FTSE: 3861,4 -0,2% DAX: 2757,5 -0,4% NIKKEI: 8057,6 -0,9% S&P*: 873,8 -0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Forsætisráðherra Danmerkur erstaddur hér á landi í þeim tilgangi að afhenda stjórnarskrána frá 1874. Hvað heitir ráðherrann? 2Tveir íslenskir skiptinemar voru kall-aðir heim vegna lungnabólgufarald- ursins. Hvar voru ungmennin stödd? 3Eftir tvær vikur verður frumsýnd afarsérstök sýning í Austurbæ þar sem tveir menn bregða á leik með sínum nán- ustu líkamspörtum. Hvað heitir sýningin? Svör á bls. 38. SJÓNVARPSEFNI „Íslenskt leikið efni fyrir sjónvarp hefur sýning- artíma upp á átta klukkustundir en erlent sambærilegt efni hefur 4.000 klukkustunda sýningar- tíma,“ segir Tinna Gunnlaugs- dóttir, forseti Bandalags ís- lenskra listamanna. Tinna segir að hugmyndir um sérstakan sjónvarpmyndasjóð hafi verið kynntar ráðherra menningar- mála, Tómasi Inga Olrich, síð- asta vor fyrir tilstuðlan Banda- lags íslenskra listamanna og hagsmunaaðila í kvikmynda- gerð. Ráðherra sýndi málinu áhuga. Ekki stóð á efndum og er sjóðurinn nú til á pappírum en ekkert fjármagn hefur verið ætlað í sjóðinn þannig að útlitið er ekki eins bjart og menn leyfðu sér að vona. „Við erum að tala um sjón- varpsseríur og annað leikið efni. Erfitt er að segja hvert hlutfall- ið þyrfti að vera svo það yrði viðunandi. Sjónvarp er menning- armiðill sem nær til allra lands- manna ef hann er nýttur vel. Þannig dreifist leikið efni í sjón- varpi mjög víða. Það hefur sýnt sig að þetta efni er mjög vinsælt, en hins vegar er það dýrt í fram- leiðslu,“ segir Tinna. Tinna segir að sjóður sem lagður er til þessa efnis verði að hafa innlent fjármagn og heyra undir Kvikmyndasjóð en ekki Ríkissjónvarpið. Þannig yrði hann aðgengilegur öllum sjón- varpsstöðvum og innlendum framleiðendum. „Með því að setja fjármagn í slíkan sjóð erum við í rauninni að opna dyr fyrir sjónvarpsstöðvar og fram- leiðendur til að sækja fjármagn frá öðrum löndum. Bæði í Evr- ópu og á Norðurlöndum eru sjóð- ir sem við höfum ekki getað sótt fjármagn í hingað til,“ segir Tinna. Hún segir að til saman- burðar megi nefna að þó hafi verið gert stórátak í kvikmynda- gerð hér heima síðustu ár. Þá eru innlendar kvikmyndar að jafn- aði aðeins styrktar um 25 pró- sent með innlendu fjármagni en hin 75 prósentin koma meira og minna frá öðrum löndum. „Við viljum benda á þörfina fyrir inn- lent fjármagn til að geta marg- faldað það og um leið skilað tals- verðri veltu inn í samfélagið. Aflvaki gerði úttekt á innlendri kvikmyndagerð árið 1997 og þar kom fram að hver króna sem ríkið setti í Kvikmyndasjóð skil- aði sér fimmfalt til baka. Við erum í rauninni að tala um fjár- festingu, ekki einungis styrki,“ segir Tinna. hrs@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNIR Borgarráð Reykja- víkur hyggst gefa þremur stórfyr- irtækjum kost á því að byggja risa- verslunarmiðstöð við Vesturlands- veg. Um er að ræða fyrirheit borgar- innar til fyrirtækjanna Smáratorgs, Smáragarðs og Mata um eitt hund- rað þúsund fermetra lóð neðan Vesturlandsvegar á móts við Úlf- arsfell. Þar er gert ráð fyrir að rísi allt að 50 þúsund fermetra hús. Flatarmál þess væri á við tíu knatt- spyrnuvelli. Smáragarður (BYKO), Smára- torg (Rúmfatalagerinn) og Mata munu þurfa að greiða Reykjavíkur- borg upp undir 500 milljónir króna fyrir byggingarréttinn. Mata hyg- gst reka matvöruverslun í nýja hús- inu. Verslunarhús á umræddri lóð stangast á við núverandi aðalskipu- lag Reykjavíkur. Ljúka á nauðsyn- legum breytingum á skipulaginu í síðasta lagi 1. maí 2004. Sjálfstæðismenn í borgarráði sögðu ámælisvert hvernig Reykja- víkurlistinn stendur að málinu. Áður en umrætt fyrirheit væri gef- ið ætti að gera nauðsynlegar breyt- ingar á skipulagi og fengin afstaða Kirkjugarða Reykjavíkur, sem hafa haft fyrirheit um lóð á svæðinu. Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi Frjálslyndra og óháðra, lýsti sig sammála sjálfstæðismönnum. Fulltrúar Reykjavíkurlistans sögðu fullkomlega eðlilega staðið að málinu. „Hjáseta borgarráðsfull- trúa Sjálfstæðisflokks hlýtur að vekja furðu í ljósi þess mikilvægis að tryggja fyrirtækjum góðar lóðir í Reykjavík,“ sögðu fulltrúar R- lista. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð- ismanna lýstu „undrun yfir þeirri ályktun R-listans að vönduð máls- meðferð sé til marks um andstöðu við að mál nái fram að ganga.“ Þeir sögðu að vegna þess hversu illa hefði verið staðið að skipulagsmál- um væri nú glímt við fjölmörg við- fangsefni. Nýja verslunarmiðstöðin mun, ef af henni verður, rísa nánast í tún- fæti Mosfellsbæjar. Hafsteinn Pálsson, forseti bæjarstjórnar þar, segist ekki vilja tjá sig um hug- myndina. Ekki náðist tal af Ragn- heiður Ríkharðsdóttur bæjarstjóra, sem er í Brussel. gar@frettabladid.is FARALDUR „Mér finnst ástandið ekki eins slæmt og af er látið,“ segir Ásthildur Teitsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Hong Kong þar sem hún var skiptinemi á veg- um AFS. Hún segist ekki hafa þekkt neinn sem hefði veikst. „Systir mín vinnur í banka og vissi um einn starfsmann í bankanum sem hafði veikst. Það er nærtæk- asta dæmið sem ég veit um,“ segir Ásthildur. „Helst varð ég vör við faraldur- inn af því að sjá fólk með grímur á götum úti. Um það bil helmingur fólks kaus að nota grímurnar. Læknir sagði okkur að þær gerðu ekki gagn nema til að hindra að smitaðir bæru veikina áfram,“ segir Ásthildur. Hluti fjölskyld- unnar sem Ásthildur bjó hjá gekk með grímur. Hún segir þau hafa verið nokkuð róleg yfir þessu en áhyggjurnar fari vaxandi eftir því sem útbreiðslan verði meiri. Skól- inn sem Ásthildur gekk í hefur verið lokaður um tveggja vikna skeið en aðrir úr fjölskyldunni stunduðu sín störf eins og venju- lega. Ásthildur var búin að vera í Hong Kong í sjö mánuði og átti þrjá mánuði eftir af dvöl sinni þar. Hún segist hafa viljað vera lengur en taldi það kannski ekki áhætt- unnar virði ef ástandið væri eins slæmt og af var látið. „Pabbi var orðinn nokkuð áhyggjufullur og fjölskyldu minni hérna fannst best að ég kæmi heim. Ég er þegar búin að skipuleggja ferð til Hong Kong árið 2005, vonandi að allir sem ég þekki þar ytra verði lifandi þegar sá tími kemur,“ segir Ásthildur. ■ STEKKJARBREKKUSVÆÐIÐ Ágreiningur er í borgarráði um vinnubrögð varðandi úthlutun lóðar undir risaverslunarhús. „Hjáseta borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks hlýtur að vekja furðu,“ segir meirihluti Reykja- víkurlistans. Sjálfstæðismenn segja á hinn bóginn að krafa um vandaða málsmeðferð þýði ekki andstöðu við málið. Borgarráð ætlar að selja byggingarrétt á 100 þúsund fermetra lóð undir risaverslunarhús við Vesturlandsveg á hálfan milljarð króna: Fimm hektara verslunarhús ÁSTHILDUR TEITSDÓTTIR Ásthildur var skiptinemi í Hong Kong en er nýkomin heim vegna lungnabólgufaraldursins. Komin heim frá Hong Kong: Þekki engan sem hefur veikst TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Sjónvarpsmyndasjóður er til á pappírunum en engin ákvörðun hefur verið tekin um að veita fjármagni í sjóðinn. FRAMLAG TIL FRAMLEIÐSLU INNLENDS EFNIS Framlag á Íbúafjöldi Framlag í ISK hvern íbúa Sjónvarpið - Ísland 142,9 kr. 280.000 40.000.000 DR - Danmörk 217,1 kr. 5.200.000 1.128.872.328 NKR - Noregur 257,2 kr. 4.400.000 1.131.700.000 Heimild: Aflvaki, 1997. Sjóðurinn til á pappírum Bandalag íslenskra listamann vill benda á þá fjárfestingu sem gæti falist í styrkjum til framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER TFORDÆMIR FJÖLDAMORÐ Jó- hannes Páll páfi annar hefur for- dæmt fjöldamorðin í Kongó og kallað eftir sáttaumleitunum Kongó, Rúanda og Úganda. Páfi sagði að fregnir af morð- um á 966 óbreyttum borgurum í Kongó í síðustu viku yllu honum engu minni áhyggjum en fréttir af mannfalli og eyðileggingu í Írak.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.