Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 10.04.2003, Qupperneq 8
FYRIR RÉTTI „Það var hræðilegt áfall að komast að því að fölsuð verk væru í umferð merkt móður minni,“ sagði Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur, í samtali við Frétta- blaðið. Stóra málverkafölsunarmálið er enn sem fyrr fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Allt bendir nú til þess að réttarhöldin dragist fram yfir páska og þeim þá fram haldið. Rannsókn málsins teygir anga sína víða um heim, eink- um til Danmerkur, en einnig til Bret- lands og Bandaríkj- anna þaðan sem Una Dóra kemur til að bera vitni. Una Dóra Copley hefur gert að lífsstarfi sínu að vera eins konar gæslumaður höfundarverks móður sinnar og vinnur nú að skráningu allra verka hennar. „Allar falsanir eru í raun slæmar, en þessar falsan- ir eru sérlega hörmulegar og ég skelfist þá tilhugsun að einhvern tíma í framtíðinni, þegar ég er fall- in frá, blandist slíkar myndir inn í það sem eftir hana liggur sem Nínu- myndir. Mamma lifði fyrir listina og var mjög vönd að virðingu sinni. Hún henti mörgum myndum sem voru betri en þessar sem ég sá inni í réttarsalnum.“ Aðspurð segir Una Dóra Copley að sá sem falsaði myndirnar væri amatör, og það sem verra væri, vinnubrögðin lýstu eins konar fyrirlitningu á verkum móður sinnar, líkt og sá hinn sami teldi að hver og einn gæti málað svona. Fyrir rétti bar Una að hún hefði ekki séð þrjár myndanna þegar þær voru keyptar. Hún hefði frétt að þær væru falar fyrir lítið verð og vinur hennar hefði annast um kaupin fyrir hennar hönd. Spurn- ingar verjenda leiddu í ljós að þar var á ferð Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, sem löngum hefur þótt helsti sérfræðingur Íslend- inga í verkum Nínu, og má glám- skyggni hans heita furðuleg í ljósi hinna afdráttarlausu dóma Unu Dóru. „Strax og ég leit þær augum sá ég að þær voru falsaðar.“ Sá danski Troels Andersen er óumdeilanlega einn helsti sérfræð- ingur heims í Asger Jorn. Nokkuð sposkur í bragði taldi hann afar ólíklegt í meira lagi að verkin tvö sem eignuð eru Jorn væru í raun eftir hann. Fjöldi þeirra sem fylgj- ast með réttarhöldunum eykst stöðugt og hlátrasköll fóru um sal- inn þegar Jorn sagðist hafa haft til umfjöllunar um 300 Jorn-falsanir og þessi væri með þeim lélegri sem hann hefði séð – ákaflega við- vaningsleg vinnubrögð. Verjandi Péturs spurði Andersen hvernig hann gæti séð að verkin væru mál- uð á tiltekna pappírsgerð án þess að kanna það. Daninn sagðist ekki hafa nennt því, málið lægi í augum uppi, en pappírinn væri auðkenni- legur. „Fyrir fagmann á þessu sviði er þetta líkt og að þekkja kló- settpappír frá venjulegum papp- ír.“ Í annarri myndinni taldi hann líklegt að um gamlan pappír væri að ræða. Það stangast á við rann- sóknir ákæruvaldsins, sem leiða líkum að því að þar sé um sam- bærilegan pappír að ræða og var haldlagður á heimili Péturs Þórs. Viktor Smári Sæmundsson for- vörður tók hvert tilvik um sig, varpaði þeim upp á vegg með Power Point og afgreiddi myndirn- ar hverja á fætur annarri: Mynd- irnar hefðu margar verið skrapað- ar á hefðbundnum höfundarmerk- ingarstöðum og þeim svo snúið í 180 gráður. Viktor fann meira að segja eina mynd áritaða Viggo Tuksen 194? - sem er danskur list- málari sem gerði myndir af sjáv- arþorpum og landslagi. Hann greindi nýlega málningu á yfir- borði mynda en undir eldri olíu- málningu mátti sjá, með röntgen- myndum, eldri uppstillingamynd- ir. Yngri höfundarmerking færi í lægðir og lautir í sprungur eldri málningar. Í nýrri málningu grein- di hann alkyd sem hann sagði að hefði ekki verið komið á markað fyrr en um 1962, en verkin eru sögð talsvert eldri. „Það er því nið- urstaða mín að verkið sé ekki unn- ið af hendi þess sem það er eignað þar sem hann hafði ekki tök á að nota þau efni sem fundust í efra laginu,“ var setning sem Viktor sagði oft fyrir rétti í gær. Fram kom að verjendur hyggj- ast spyrja hann út í hvert tilvik um sig í dag. jakob@frettabladid.is 8 10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Átvaglskúrinn Kúrinn virkar vegna þess að fáir geta torgað það miklu af kjöti, fiski, eggjum, smjöri, rjóma og sósum að hitaeiningarnar verði óhóflegar. Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Mann- eldisráðs, og Sigurður Guðmundsson landlæknir um Atkinskúrinn. Morgunblaðið, 9. apríl. Ekki blanda af Smára Geirs og Valgerði Einar var manískur og innblás- inn athafnamaður, eins konar sambland af Magga Scheving og Kára Stefáns. Andri Snær Magnason skáld um Einar Bene- diktsson skáld. DV, 9. apríl. Seinheppinn Pencillín kom á markað eftir að hann dó. Andri Snær Magnason skáld um Einar Bene- diktsson skáld. DV, 9. apríl. Orðrétt Aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins (áður Lífeyrissjóðurinn Eining) Minnum á aðalfund lífeyrissjóðsins á Hótel Nordica (áður Hótel Esja) Suðurlandsbraut 2, á morgun föstudag, kl. 17,15. Til athugunar fyrir sjóðsfélaga m.a.: Ávöxtunarleið 1 hjá Einingu hefur tapað samtals 24,5% (rauntap) sl. 3 ár eða nánast einum fjórða lífeyrissparnaðar sjóðsfélaga. Í útsendum bæklingi er ávöxtunarleið 1 á árinu 2002 ýmist sögð með 5,3% nafntap (bls. 3) eða 7,78% nafnbreytingartap (bls. 5). Ávöxtunarleið 3 er nú sögð vera 100% verðtryggður innlánsreikningur (nafnávöxtun 8,68%), en á sl. ári var hún sögð 100% verðtryggð skulda- bréf (nafnávöxtun 16,2%). 40 milljónum króna var eytt í útsendingu 20.000 teppa til sjóðsfélaga. Skilum stjórn sjóðsins teppunum á fundinum! Nokkrir sjóðsfélagar Efnahagshorfur: Lítill vöxtur í Evrópu WASHINGTON, AP Ekki er ástæða til mikillar bjartsýni í efnahagslífi Evrópu það sem eftir lifir árs, að mati Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Stöðnun í Þýskalandi veldur sér- fræðingum sjóðsins sérstökum áhyggjum. Þá hefur bjartsýni á horfur fransks efnahagslífs minnkað. Útlit er fyrir hægan bata í efnahagslífi Evrópu að því er kemur fram í spá sjóðsins. Gert er ráð fyrir 1,1 prósents hag- vexti á árinu. Meðal þess sem veldur óvissu í spá sjóðsins eru stríðsátök í Írak sem geta haft slæm áhrif á olíuverð og eftir- spurn. ■ Samkomulag um bætur vegna brota gegn umhverfislöggjöf: Alcoa semur um sektargreiðslur UMHVERFISVERND Tvö bandarísk fyrirtæki hafa samið við Um- hverfisstofnun Bandaríkjanna um greiðslu sekta og heitið því að ráð- ast í miklar endurbætur á verk- smiðjum sínum sem uppfylla ekki kröfur um umhverfisvernd. Ann- að þeirra er Alcoa. Samkomulagið kostar fyrirtækin 55 milljarða. Bróðurparturinn fellur ekki á Alcoa heldur Archer Daniels Mid- land, að sögn bandaríska dag- blaðsins New York Times. Alcoa greiðir sektir og framlög í umhverfissjóði að andvirði 315 milljónir króna. Fyrirtækið hefur einnig samþykkt að bæta hreins- unarbúnað í veri sínu í Rockdale, sem hefur ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til slíkra vera. Draga á úr útblæstri brenni- steinsdíoxíðs um 95% og nit- uroxíðs um 90%. Áður hafði fyrir- tækið boðað að það myndi draga úr brennisteinsdíoxíði um 90% og nituroxíði um helming. Archer Daniels Midlands greiðir rúmar 800 milljónir króna í sektir og framlög í umhverfis- sjóði. Endurbætur sem fyrirtækið ræðst í kosta tugi milljarða króna. Hvorki náðist í Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra né Val- gerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Aðstoðarmað- ur Valgerðar bar þau skilaboð frá henni að tíðindin hefðu ekki skír- skotun til fyrirhugaðrar fram- leiðslu Alcoa hér, þar sem hún tengist ekki álframleiðslunni sjálfri heldur framleiðslu raforku með kolum. Bygging nýs álvers hér og lokun kolaknúinna álvera erlendis drægi úr losun skaðlegra efna á heimsvísu. ■ SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Mikið var um dýrðir fyrir austan þegar samningar um framkvæmdir voru undirritaðir. Falsanir sagðar viðvaningslegar Stóra málverkafölsunarmálið er enn fyrir rétti og helstu sérfræðingar heims í Nínu Tryggva- dóttur og Asger Jorn lágu ekki á skoðunum sínum í gær og töldu augljóst að verkin væru fölsuð – illa fölsuð. Viktor S. Sæmundsson forvörður taldi heldur engan vafa leika á um fölsun. ■ „Andersen hef- ur haft til um- fjöllunar um 300 Jorn-fals- anir og þessi er með þeim lé- legri sem hann hefur séð.“ UNA DÓRA COPLEY Hún fór yfir myndirnar í réttarsal sem merktar eru móður hennar Nínu Tryggvadóttur og útskýrði hvernig þær gætu engan veginn verið eftir hana. TROELS ANDERSEN Helsti Asger Jorn-sérfræðingur heims var fljótur að afgreiða myndirnar tvær sem sagðar eru eftir þennan Kjarval Dana - ekki bara sem falsanir, heldur mjög slæmar falsanir. HREINT ENGINN JORN Samkvæmt Andersen er hér um ákaflega viðvaningslega fölsun að ræða. Þetta verk keypti Sigurður Georgsson lögmaður á uppboði Gallerí Borgar árið 1994. ÞYNGDARLÖGMÁLIÐ VÍÐS FJARRI Una Dóra sagði útilokað að móðir hennar hefði látið hjólbörurnar á myndinni vera í lausu lofti líkt og hér sést. Hún henti miklu betri verkum en þessu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Lögreglumaður ákærður: Seldi upplýs- ingar um stjörnurnar LOS ANGELES, AP Lögreglumaður í Los Angeles hefur verið ákærð- ur fyrir að misnota aðstöðu sína til þess að komast yfir trúnaðar- upplýsingar um þekkta einstak- linga og selja þær slúðurblöð- um. Kelly Chrisman hefur við- urkennt að hafa flett upp upp- lýsingunum en heldur því fram að hann hafi verið að hlýða til- skipunum yfirmanna sinna. Rannsókn lögreglu hefur sýnt fram á að á árunum 1994 til 2000 opnaði Chrisman tölvu- skrár sem innihéldu trúnaðar- upplýsingar um stjörnur á borð við Sharon Stone, Sean Penn, Meg Ryan, O.J. Simpson og Cindy Crawford. Í skránum mátti finna upplýsingar um fæð- ingardag, ökutækjaeign, líkams- einkenni og síðast en ekki síst afbrotaferil. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.