Fréttablaðið - 10.04.2003, Qupperneq 10
BAGDAD, AP Íraksstjórn hafði í gær
misst tök sín á Bagdad. Íbúarnir
gripu frelsið fegins hendi og ný-
fengnu frelsi var fagnað á götum
úti. Fjölmargir eyðilögðu minnis-
merki sem Saddam Hussein hafði
látið reisa sjálfum sér til dýrðar.
Komu bandarískra hermanna, sem
hafa hrakið Íraksstjórn og fylgis-
menn hennar frá völdum í stórum
hluta borgarinnar, var fagnað.
Aðrir notuðu tækifærið, réðust inn
í opinberar stofnanir og rændu því
sem þeir komust á brott með.
Víða í borginni mátti sjá íbúa
Bagdad halda á brott frá stjórnar-
byggingum með tölvur, bókahillur,
borð og annan búnað. Sumir þeirra
höfðu jafnvel herjeppa upp úr
krafsinu. Fólk beitti ýmsum brögð-
um við að fara burt með ránsfeng-
inn. Sumir settu hann í skott bíla
sinna. Aðrir voru forsjálir, komu
með hjólbörur og innkaupakerrur
til að hlaða varningi í. Sumir rúll-
uðu skrifborðsstólum á undan sér,
aðrir héldu á kössum, tækjum og
tólum.
Bagdad var óþekkjanleg frá því
sem íbúar hennar hafa átt að venj-
ast undanfarna áratugi. Fyrir að-
eins einni eða tveimur vikum hefði
hver sá sem reis upp gegn stjórn-
völdum mátt eiga von á því að vera
fangelsaður, pyntaður og jafnvel
myrtur. Í gær var enginn til staðar
til að stöðva fólkið sem réðist gegn
styttum og myndum af Saddam
Hussein.
Íraksher og fylgismenn Sadd-
ams Husseins voru ekki horfnir
frá borginni með öllu. Íraksstjórn
hafði hluta borgarinnar enn á valdi
sínu. Leyniskyttur létu til sín taka
á nokkrum stöðum. ■
10 10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR
■ Innrás í Írak/
Örfréttir
■ Innrás í Írak/
Bagdad
BAGDAD Saddam Hussein var farinn
af vettvangi þegar fjórar stórar
sprengjur hæfðu veitingastað í
Bagdad sem hann hafði verið á.
Þetta er mat bresku leyniþjónust-
unnar, sem telur að Saddam hafi
yfirgefið veitingastaðinn ör-
skömmu áður en sprengjunum var
varpað úr þotu.
Bandaríkjamenn fengu upplýs-
ingar um að Saddam væri að hitta
40 undirmenn sína á veitingastaðn-
um. Sprengjuþota var send á vett-
vang. Tólf mínútum síðar varpaði
hún fjórum fjarstýrðum
sprengjum á veitingastaðinn. Hús-
ið sem hýsti Saddam, og tvö hús til
viðbótar, voru rústir einar eftir að
árásinni lokinni.
Breska leyniþjónustan telur að
Saddam hafi sloppið af
vettvangi með sama hætti og hann
kom, með því að fara um ganga-
kerfi eða í bíl, að sögn breska
blaðsins The Times. Bandaríkja-
menn eru vonbetri um að Saddam
hafi látist í árásinni. Hvorugt hefur
verið staðfest. ■
Breska leyniþjónustan efast um að Saddam sé allur:
Saddam talinn
hafa sloppið
UNNIÐ Í RÚSTUNUM
Eyðingin var algjör þar sem sprengjurnar
fjórar, svokallaðir birgjabanar, sprungu.
Barist áfram
BANDARÍKJAHER Enn má búast við
bardögum í sumum hverfum
Bagdad þó tök Íraksstjórnar á
borginni heyri sögunni til, sagði
Vincent Brooks hershöfðingi þeg-
ar hann lýsti því yfir fyrir hönd yf-
irstjórnar Bandaríkjahers að
Bagdad væri ekki lengur eitt
þeirra svæða þar sem Íraksstjórn
væri við völd.
„Stjórn Saddams er í upplausn
og stórir hlutar Íraks eru frjálsir
undan margra ára kúgun,“ sagði
Brooks. Jim Wilkinson, talsmaður
yfirherstjórnarinnar, sagði að
Íraksstjórn hefði misst tök sín á
stærstum hluta landsins. Þó væru
viss svæði í norðanverðu Írak enn
undir yfirráðum Íraksstjórnar. ■
ÁHERSLAN BEINIST AÐ TIKRIT
Yfirmenn bandaríska hersins
hafa í auknum mæli beint augum
sínum að sókninni að borgunum
Tikrit og Mosul í norðurhluta
Íraks. Fylgismenn Saddams
Husseins hafa hreiðrað um sig í
báðum borgunum.
KÚRDAR FAGNA Mikil fagnaðar-
læti brutust út í borginni Irbil
þegar fréttir bárust af því að
írösk stjórnvöld hefðu tapað
völdum í Bagdad. Irbil er í
kúrdíska hluta Íraks.
STARFSMANNS RAUÐA KROSS
SAKNAÐ Ekkert hefur spurst til
kanadísks starfsmanns Alþjóða
Rauða krossins síðan bifreið sem
hann var farþegi í varð fyrir
skotárás í Bagdad. Tveir hjálpar-
starfsmenn komust undan. Full-
trúar Alþjóða Rauða krossins
hafa enn ekki getað nálgast stað-
inn þar sem atvikið átti sér stað.
RÉTTLÆTIR ÁÆTLUNINA Dick
Cheney, varaforseti Bandaríkj-
anna, segir töku Bagdad sýna að
gagnrýni á hernaðaráætlun
Bandaríkjanna hafi ekki átt við
rök að styðjast. Hann sagði stríð-
ið senda öllum ofbeldishópum
heim sanninn um að Bandaríkin
hefðu mátt og viljastyrk til að
berjast gegn hryðjuverkum.
Frelsinu fagnað í Bagdad
Íbúar Bagdad þyrptust út á götur borgarinnar í gær þegar stjórn Saddams Husseins missti tökin
á borginni. Minnismerki um Saddam Hussein voru eyðilögð. Miklar gripdeildir áttu sér stað.
MEÐ NÝJAN STÓL
Menn þurfa ekki að vera háir í loftinu til
að bjarga sér um skrifborðsstóla úr opin-
berum stofnunum í Bagdad.
HALDIÐ Á BROTT MEÐ RÁNSFENGINN
Gripdeildir hafa verið miklar í Bagdad eftir að tök Íraksstjórnar á borginni losnuðu. Mikill
mannfjöldi lét greipar sópa um opinberar stofnanir eins og sjá má af myndinni þar sem
fólk hefur sig á brott með ránsfeng sinn.
BEÐIÐ EFTIR BRAUÐI
Í Karada-hverfi í Bagdad beið
fólk eftir því að bakstrinum lyki
í bakaríi. Stúlkan sem hallar sér
inn um gluggann virðist hafa
verið orðin þreytt á biðinni og
langeyg eftir brauðinu.
FAGNAÐ Í SADDAMSBORG
Íbúar í hverfi Bagdad, sem var
nefnt Saddam Hussein, fögnuðu
því í gær að stjórn hans á borg-
inni heyrði sögunni til.
Vortiltekt í Flash
50% afsláttur af
völdum vörum
• Gallajakkar áður 3990
NÚ 1990
• Gallabuxur áður 7990
NÚ 3990
• Gallapils áður 5990
NÚ 1990
• Bolir áður 1990
NÚ 990