Fréttablaðið - 10.04.2003, Síða 16
Frjálslyndi flokkurinn hefurmargt að bjóða, ekki síst fyrir ís-
lenska sjómenn og aðra sem starfa
við sjávarútveg og siglingar. Bar-
átta flokksins fyrir réttlátari fisk-
veiðistjórnun er vel þekkt. Það þarf
að taka víðar á en þar.
Með fjársvelti hefur núverandi
ríkisstjórn, með dómsmálaráðherra
í fararbroddi, stórlega skert öryggi
sjófarenda. Landhelgisgæslan er
varla skugginn af sjálfri sér. Ís-
lenska lögsagan er stór og gjöful og
þess vegna er óásættanlegt annað
en að hennar skuli gætt með meiri
reisn en nú er. Það er eitt en hitt er
samt verra að með þessu háttalagi
hefur öryggi sjófarenda verið skert
svo mikið að það verður að gera
breytingar sem allra fyrst. Hér eru
gerð út tvö varðskip og það er til
þess að mest er annað á sjó í einu og
oft gerist það að bæði eru í landi. Á
sama tíma er lögsagan eftirlitslaus.
Ef við höfum ekki efni á þessu
sjálf getur þá svo farið að við verð-
um að leita til vinar okkar í vestr-
inu, George Bush, um aðstoð, þar
sem við hljótum að eiga inni hjá
honum greiða. Þrátt fyrir auraleysi
og hnignun Landhelgisgæslunnar
er ekki svo að við getum ekki ýmis-
legt annað. Við höfum efni á sendi-
ráðum og ferðalögum ráðamanna
um heiminn þveran og endilangan.
Við höfum hins vegar ekki efni á að
eyða biðlistum veikra eða hækka at-
vinnuleysisbætur og það vita allir
að svona get ég haldið áfram svo
lengi sem pláss og úthald leyfir.
Á síðustu dögum Alþingis fyrir
sumarfrí samþykktu stjórnarþing-
menn lög um að opna dyrnar fyrir
erlendum sjómönnum á íslensk
fiskiskip. Það er erfitt að ímynda
sér hvar greiðasemi þingmanna við
LÍÚ muni enda. Ekki er nóg með að
þeim hafi verið afhent fiskimiðin til
frjálsrar meðferðar heldur hafa
þeir nú að auki fengið Alþingi til að
breyta lögum svo þeir geti greitt
erlendum sjómönnum lúsarlaun.
Pöntunarfélag
Við sem höfum staðið í því að
verja réttindi sjómanna vitum hvert
þetta mun leiða okkur. Það þekkjum
við hvað varðar störf sjómanna á
kaupskipum. Þar er endalaus bar-
átta og hundruð starfa hafa tapast.
Alþingi verður að hætta að vera
afgreiðslustofnun fyrir örfáa. Ný-
verið gerði Alþjóðavinnumálastofn-
unin athugasemdir við inngrip
stjórnvalda í löglega kjarabaráttu
sjómanna.
Eflist Frjálsyndi flokkurinn mun
hann aldrei sætta sig við að verða
hluti af afgreiðslupöntunarkerfi
LÍÚ eða annarra ámóta hagsmuna-
gæsluafla. Hreinsum til og gefum
nýjum öflum tækifæri til að sanna
sig. ■
16 10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR
Sagan segir að auðjöfur nokkurhafi verið allsráðandi í
stálframleiðslu á fyrri hluta síð-
ustu aldar. Auðjöfurinn átti nikk-
el- og járnnámur í Suður-Ameríku
en þessi eru hrá-
efnin er þarf til
framleiðslu á
stáli. Sami mað-
urinn átti all-
flest flutnings-
fyrirtæki Amer-
íkuálfu, bæði
skipa- og járn-
b r a u t a f é l ö g .
Hann átti glæsi-
legustu stál-
bræðslur ver-
aldar, sem voru dreifðar um ólík
fylki Bandaríkjanna. Þegar ungir
og efnilegir athafnamenn vildu
inn í þessa öflugu iðngrein þá
mættu þeir ávallt hindrunum.
Þeir settu upp öflugar stálbræðsl-
ur en þegar kaupa átti hráefnið
eða semja um flutningana komust
þeir að ógnvænlegri staðreynd,
alltaf þurfti að banka upp á hjá
sjálfum samkeppnisaðilanum.
Auðurinn hafði safnast á hendur
örfárra manna, stéttaskiptingin
óx og ljóst var að bæði hagfræði-
leg og félagsfræðileg martröð var
í sjónmáli fyrir bandarískt þjóðfé-
lag. Harkaleg kreppa millistríðs-
áranna var afleiðing óstjórnarinn-
ar. Fyrir guðs mildi greindu emb-
ættismenn Bandaríkjanna meinið
er olli þessum ósköpum. Þeir
settu á lög er útiloka hringamynd-
un í viðskiptum. Síðast reyndi á
þessi lög í stóru máli bandaríska
ríkisins við Microsoft-fyrirtækið
fyrir nokkrum árum síðan.
Hringamyndum veruleiki í
viðskiptalífinu
Hér á Íslandi hefur þróunin ver-
ið á þann veg að aflaheimildir stór-
útgerðanna hafa aukist stórlega.
Ráðamenn viðra hugmyndir um að
hækka þakið upp í 20% en þessi
regla segir hversu mikla hlutdeild
eitt fyrirtæki getur átt í heildar-
aflaheimildum landsmanna. Í dag
eru þess dæmi meðal 10 stærstu
fyrirtækja landsins að hlutdeildin
sé frá 6-12% fyrir ákveðin fyrir-
tæki. Sum útgerðarfyrirtækjanna
eru einnig ráðandi öfl í framleiðslu,
flutningum, tryggingum, bönkum,
olíufyrirtækjum og svo má lengi
telja. Þróunin er hættuleg því
hringamyndun er hér orðin að
veruleika í íslensku viðskiptalífi.
Hér er ekki á nokkurn mann hallað
heldur er greinileg þörf á breyting-
um er stuðla munu að jafnari dreif-
ingu auðlindanna ásamt skýrum
lagasetningum í anda þeirra sem
komust á í Bandaríkjunum fyrir
tæpum 100 árum.
Drifkraftur ungs fólk verði
virkjaður
Það er kominn tími til að tillögur
OECD verði skoðaðar gaumgæfi-
lega. Tillögurnar tilgreina meðal
annars að smærri og meðalstór fyr-
irtæki eru félagsfræðileg og hag-
fræðileg hollusta fyrir nútíma sam-
félög. Það er ákaflega mikilvægt að
virkja drifkraftinn og metnaðinn í
unga fólkinu með því að jafna tæki-
færin í íslensku viðskiptalífi. Að
þessum málum hefur Frjálslyndi
flokkurinn unnið af metnaði, hug-
sjón og með markvissum hætti. Ný
ályktun var samþykkt á síðasta
landsflokksþingi Frjálslynda
flokksins. Hún kveður á um mikil-
vægi þess að sett verði á lög er úti-
loka hringamyndun í íslensku við-
skiptalífi. Frjálslyndi flokkurinn er
áhugavert val fyrir alla Íslendinga,
til borgar og sveita, á þessu herr-
ans ári 2003. ■
HORFT TIL FRAMTÍÐAR
„Það er ákaflega mikilvægt að virkja drif-
kraftinn og metnaðinn í unga fólkinu með
því að jafna tækifærin í íslensku viðskipta-
lífi,“ segir Gunnar Örlygsson.
Virkjum unga fólkið
Kosningar
maí 2003
GUNNAR
ÖRLYGSSON
■ frambjóðandi í 1.
sæti lista Frjálslynda
flokksins í Suðvestur-
kjördæmi skrifar um
þróun íslensks við-
skiptalífs.
„Það er
kominn tími
til að tillögur
OECD verði
skoðaðar
gaumgæfi-
lega.
Val fyrir sjómenn Kosningarmaí 2003
BIRGIR HÓLM
BJÖRGVINS-
SON
■ frambjóðandi í 3.
sæti á lista Frjálslynda
flokksins í Reykjavík
suður skrifar um
sjávarútvegsmál.