Fréttablaðið - 10.04.2003, Page 30

Fréttablaðið - 10.04.2003, Page 30
10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Ég hélt að yfirgengileg þjóð-remba Jay Leno gæti ekki stuð- að mig lengur en silfurhærða erki- fíflinu tókst að senda mig brjálaðan í háttinn í fyrradag. Hann er að vísu ekki það mikill bóg- ur að hann geti rask- að geðró minni einn síns liðs en reyndist það hægðarleikur með aðstoð Dennis Miller, sem er víst s k e m m t i l e g a s t i þáttastjórnandinn í landi hinna frjálsu og hugrökku. Kjafturinn á þessum aufúsugesti var með slík- um ólíkindum að ég varð að horfa á hann til enda bara til þess að full- vissa mig um að hann væri ekki að grínast. George W. Bush er frábær að hans mati og hann hefur aldrei verið stoltari af því að vera Kani en þegar hann horfir á sprengjuregnið í Írak í sjónvarpinu. Fréttamaðurinn Peter Arnett, Michael Moore og allir aðrir sem leyfa sér að andmæla Bush eru fá- vitar og voru úthrópaðir sem slíkir með þvílíkum lýsingarorðaflaumi að maður gapti. Leno skríkti yfir þessu öllu saman og salurinn klapp- aði og blístraði. Ég er lítið fyrir ritskoðun en fer að hallast að því að það sé orðin spurning um siðferði að endur- varpa Jay Leno inn á heimili hugs- andi fólks. Leno er hættulegt fífl og það er þessi Miller líka. Hann kann ekki einu sinni að klæða sig og mætti í jakkafötum og hvítum sokkum! Það má segja ýmislegt um þessa menn en hvað getur mað- ur sagt um fólk sem hlær að stríðs- bröndurum manna í hvítum sokk- um? ■ Við tækið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ er lagstur í þunglyndi eftir að hafa horft á Jay Leno og Dennis Miller hlæja að stríðinu í Írak. 20.00 Kvöldljós með Ragnari Gunnarssyni 21.00 Freddie Filmore 21.30 Joyce Meyer 22.00 700 klúbburinn Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 18.00 Sportið með Olís Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 18.30 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) 19.00 Intersport-deildin (Úrslita- keppni) Bein útsending. 21.00 US Masters 2003 (Banda- ríska meistarakeppnin) Bein út- sending frá fyrsta keppnisdegi bandarísku meistarakeppninnar í golfi, US Masters, en leikið er á Augusta National vellinum í Georg- íu. 23.30 Sportið með Olís Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 0.00 Football Week UK (Vikan í enska boltanum) Nýjustu fréttirnar úr enska boltanum. 0.30 US PGA Tour 2003 (Players Championship) 1.30 European PGA Tour 2003 (Caltex Masters) 2.30 Dagskrárlok og skjáleikur 16.40 Handboltakvöld 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.25 Snjókross (7:10) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Íslandsmótið í handbolta 20.50 Á grænni grein - Græni trefillinn (3:3) 21.05 Hvítar tennur (1:4) (White Teeth) Breskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Zadie Smith þar sem rakin er saga tveggja fjöl- skyldna frá sjöunda áratugnum til okkar daga. Leikstjóri: Julian Jar- rold. Aðalhlutverk: Om Puri, Philip Davis, Geraldine James, Robert Bathurst, Christopher Simpson, Sarah Ozeke og San Shella. 22.00 Tíufréttir 22.20 Landsmót á skíðum Fjallað verður um mótið sem fram fer í Hlíðarfjalli við Akureyri. 22.40 Linda Green (8:10) Bresk gamanþáttaröð um unga konu í Manchester sem er að leita að stóru ástinni í lífi sínu. Aðalhlut- verk: Liza Tarbuck, Christopher Eccleston, Claire Rushbrook, Sean Gallagher og Daniel Ryan. 23.10 Kastljósið 23.30 Dagskrárlok 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Í fínu formi 9.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours (Nágrannar) 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 What about Joan (10:13) (e) 13.00 NYPD Blue (22:22) (e) 13.45 Big Bad World (6:6) (e) 14.35 Tónlist 15.15 Smallville (9:23) (e) 16.00 Ævintýri Jonna Quests 16.25 Með Afa 17.20 Finnur og Fróði 18.05 The Osbournes (20:30) (e) 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.30 Friends 3 (12:25) (Vinir) 20.00 Jag (15:24) 20.50 Third Watch (8:22) 21.35 You Know My Name (Veistu ekki hver ég er?) Aðalhlutverk: Sam Elliott, Arliss Howard og Carolyn McCormick. 1998. 23.05 Don King: Only In America (Saga Dons Kings) .Aðalhlutverk: Ving Rhames og Vondie Curtis-Hall. 1997. Bönnuð börnum. 1.00 Giving Up the Ghost (Þessa heims og annars). Aðalhlutverk: Marg Helgenberger, Alan Rosen- berg, Bob Balaban og Brian Kerwin.Leikstjóri: Claudia Weill.1998. 2.30 The Osbournes (20:30) (e) 2.50 Friends 3 (12:25) 3.15 Ísland í dag, íþróttir, veður 3.40 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 6.00 The Bachelor 8.00 Chairman Of the Board 10.00 Kindergarten Cop 12.00 Rat Race (Hlauparottur) 14.00 The Bachelor 16.00 Chairman Of the Board 18.00 Kindergarten Cop 20.00 Rat Race (Hlauparottur) 22.00 The Whole Nine Yards 0.00 Rocky 2.00 Mansfield Park 4.00 Heavenly Creatures 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 20.00 Pepsí listinn 22.03 70 mínútur 23.10 Trailer 23.40 Meiri músík 17.45 Brúðkaupsþátturinn Já (e) 18.30 Fólk - með Sirrý (e) 19.30 Grounded for life (e) Finn- erty-hjónin hafa verið saman síðan þau voru 14 ára. Þau byrjuðu fljót- lega að hlaða niður börnum og meðan börnin þroskast og dafna eru foreldrarnir fastir á táningsaldr- inum. Heimilisfaðirinn Sean er upptekinn af því að vera svalur pabbi og Clauda af því að vera flottasta mamman í hverfinu 20.00 Malcolm in the middle Hin- ir feiknavinsælu þættir um Malcolm í miðið hafa svo sannar- lega slegið í gegn á Íslandi en þeir snúast um prakkarastik Malcolm og bræðra hans og undarleg uppá- tæki föður hans og móður. 20.30 Life with Bonnie 21.00 The King of Queens 21.30 Everybody Loves Raymond 22.00 Bachelorette 22.50 Jay Leno 23.40 Law & Order (e) 0.30 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is Skjár 1 20.00 Everybody Loves Raymond Debra reiðist Ray þegar hann leggur þúsund dali í fáránleg viðskipti án þess að spyrja hana fyrst. Ray reynir að svara með því að segja að hann eigi pen- ingana þar sem hann vinni fyrir þeim en það reitir Debru aðeins meira til reiði. Ray uppgötvar síðar að Debra hafi þagað yfir gömlum viðskiptum sínum við Marie. Næstu fimmtudagskvöld verður sýndur breskur myndaflokkur í fjórum þáttum sem heitir Hvítar tennur (White Teeth) og er byggður á sögu eftir Zadie Smith. Þar er rakin saga tveggja fjölskyldna frá sjöunda áratugn- um til okkar daga. Archie er að íhuga að fyrirfara sér þangað til hann hittir Clöru, sem er á flótta undan ráðríkri móður sinni. Samad er kominn til Englands að hitta Archie, félaga sinn úr stríðinu, og festa ráð sitt. Í þátt- unum er pörunum tveimur og börnum þeirra fylgt eftir í ár- anna rás og sagt frá mismun- andi reynslu þeirra af fjölmenn- ingarsamfélaginu í Bretlandi. Leikstjóri er Julian Jarrold og í helstu hlutverkum eru Om Puri, Philip Davis, Geraldine James, Robert Bathurst, Christopher Simpson, Sarah Ozeke og San Shella. Hvítar tennur Asni í hvítum sokkum ■ Það má segja ýmislegt um þessa ágætis menn en hvað getur maður sagt um fólk sem hlær að stríðsbröndur- um manna í hvítum sokk- um? Sjónvarpið 21.05 AMERICAN IDOL Er kominn í annað sætið yfir vinsælustu sjónvarpsþætti Bandaríkjanna eftir fyrstu seríuna. Sjónvarpskönnun í Bandaríkjunum: CSI er vinsælastur SJÓNVARP Svo virðist sem vinsældir raunveruleikssjónvarpsþátta séu eitthvað að dala. Að minnsta kosti kom nýjasta sería „The Bachelor“, sú þriðja í röðinni, mjög illa út í skoðanakönnunum í Bandaríkjun- um í síðustu viku. Þátturinn „American Idol“ kom þó mjög vel út úr könnuninni. Vinsælasti þátturinn í Banda- ríkjunum í dag samkvæmt könn- uninni er „CSI: Crime Scene In- vestigation“. Þátturinn „American Idol“ var þar sá næstvinsælasti. „The Bachelor“ og „American Idol“ eru sýndir á sama tíma í Bandaríkjunum og er því ekki ólík- legt að piparsveinninn verði færð- ur eitthvað úr stað eftir þetta. Hvort það bjargi þættinum frá því að verða kippt úr framleiðslu verð- ur tíminn einn að leiða í ljós. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.