Fréttablaðið - 10.04.2003, Side 38

Fréttablaðið - 10.04.2003, Side 38
HEILSA „Fólk með langvarandi verki verður að læra að lifa með þeim,“ segir Margrét Arnljóts- dóttir sálfræðingur, einn fyrirles- ara á málþingi um stöðuga verki sem haldið verður í Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði. Margrét er þar í hópi fjölmargra sérfræðinga sem fjalla um æskileg viðbrögð fólks með langvinna verki. „Þegar búið er að reyna allt til að lina verki fólks verður það að sætta sig við að lifa með þeim. Það getur verið mikil list,“ segir Margrét. Sérstakur verkjahópur hefur verið starfandi i Heilsustofnun- inni í Hveragerði um allnokkurt skeið og í honum er læknir, sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræð- ingar, íþróttafræðingar og sál- fræðingur. Verkjameðferðin stendur í fimm vikur þar sem reynt er að bæta líðan fólks sem í raun líður bölvanlega: „Þarna verður að koma til hugarfars- breyting og breyttur lífsstíll. Fólk verður að læra að lifa með þessu og það er hægt,“ segir Margrét. „Margir leggjast út af og gefast einfaldlega upp. Hinir sem kjósa að halda áfram verða að gera sér grein fyrir að verkurinn er hlut- skipti en þjáningin val. Þetta reynum við að kenna fólki,“ segir hún. Málþingið um verkina í Hvera- gerði verður 29. apríl og er eink- um ætlað fagfólki. Boðið er upp á rútuferðir frá Landspítalanum við Hringbraut með viðkomu á Land- spítalanum í Fossvogi. ■ 38 10. apríl 2003 FIMMTUDAGUR LISTFRÆÐINGUR „Gömul kona spurði eitt sinn Kjarval hvor væri betri málari, hann eða Ásgrímur Jónsson. Kjarval svaraði því þá til að þeir væru hvor öðrum betri,“ segir Hall- dór Björn Runólfsson listfræðingur, einn margra sem kallaðir hafa verið til vegna stóra málverkafölsunar- málsins sem nú er rekið í dómssöl- um. Halldór gerir ekki upp á milli gömlu meistaranna frekar en Kjar- val sjálfur. Halldór Björn var við nám í átta ár í Frakklandi, sex ár í Toulouse og tvö í París. Eftir heimkomuna sneri hann sér að gagnrýni og kennslu: „Listgagnrýni í litlu landi er erf- ið; mikið taugastríð og þarf sterk bein til að standa í. Kennslan er auð- veldari, minni konfliktar þar,“ segir hann. „Mest þótti mér þó spennandi þegar ég var sýningarstjóri við Nor- rænu listamiðstöðina í Helsinki og skipulagði þá sýningar víða á árun- um 1989-93.“ Halldór Björn er nú lektor við Listaháskólann í Reykjavík og stundar silungsveiðar þegar færi gest. Hnýtir hann þá eigin flugur af listfengi eins og hann á skap til. Þá hefur hann einnig sinnt fararstjórn fyrir erlenda ferðamenn og fer létt með að lýsa landsháttum og forn- sögum á frönsku. Eiginkona hans er Margrét Auðuns og eiga þau tvö börn. ■ Persónan ■ Listfræðingurinn Halldór Björn Run- ólfsson er einn margra sem kallaðir hafa verið til í málverkafölsunarmálinu sem nú er rekið í dómssölum. Hann gerir ekki upp á milli gömlu meistaranna. ...hvor öðrum betri w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 50 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Útlit: Perutré Breidd 65 sm kr kr kr kr krkr krkr kr Útlit: Spónl. hlynur Breidd 120 sm Útlit: Hvít fulning Breidd 90 sm Útlit: Eplatré Breidd 160 sm Útlit: Spónl. kirsuber Breidd 120 sm Útlit: Spónl. kirsuber Breidd 140 sm Útlit: Hvít slétt Breidd 95 sm Útlit: Hlynur Breidd 120 sm Útlit: Hvít fulning Breidd 120 sm Útlit: Kirsuber fuln. Breidd 155 sm Gegnh. kirsuber Breidd 110 sm Gegnheilt kirsuber Breidd 110 sm Kirsuber fulning Breidd 95 sm • Nýtt útlit • Nýjar uppstillingar • Aðeins brot af úrvalinu Uppgefnar breiddir miðast við neðri skápa, ekki heildarbreidd. 1 2 3 4 5 6 7 8 10 11 12 13 14 9 Baðinnréttingar Frábær tilboð í apríl Allar innréttingartil afgreiðslu af lager Útlit: Gegnheil fura ásamt furuáhöldum. Breidd 80 sm HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON Stundar silungsveiði þegar færi gefst og hnýtir eigin flugur af listfengi eins og hann á skap til. BETRI LÍÐAN Fólk liðkar sig í sundlaug Heilsustofnunarinnar í Hvera- gerði og líður betur á eftir. Fréttiraf fólki Verkir ■ Heilsustofnunin í Hveragerði hefur blásið til atlögu gegn langvarandi verkj- um sem hrjá stóran hluta Íslendinga alla daga, ár eftir ár. Stofnunin býður upp á sérstaka verkjameðferð og nú verður haldin ráðstefna helstu sérfræðinga þar sem verkirnir verða krufnir og fólki kennt að lifa með þeim. Alltaf illt Stofnun Sigurðar Nordal og rit-stjórn greinasafnsins Þjóðerni í þúsund ár? halda málþing í fundar- sal Reykjavíkurakademíunnar í JL- húsinu í kvöld. Sverrir Jakobsson, einn ritstjóra bókarinnar, mun kynna efni hennar og þau Gottskálk Þór Jensson, Jón Yngvi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir flytja er- indi. Katrín fjallar um þjóðernis- hyggju Moggans , en Morgunblaðs- mönnum var lítt skemmt þegar grein um efnið birtist. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2.. 3.. Anders Fogh Rasmussen. Í Hong Kong. Puppetry of the Penis. ■ Leiðrétting Vegna samkomulags kosningastjóra stjórn- málaflokkanna um að láta fjölmiðla ekki gera frambjóðendur að fíflum skal tekið fram að þeir eru fullfærir um það sjálfir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.