Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 18
BYRJUN SEM LOFAÐI GÓÐU
1984: Þrátt fyrir að James Worthy,
fyrrum leikmaður L.A. Lakers,
hafi verið aðalmaðurinn í liði
Háskóla Norður-Karólínu var það
Michael Jordan sem tryggði lið-
inu NCAA-meistaratitilinn með
sigurkörfunni þegar aðeins 15
sekúndur voru eftir.
Hinn ungi og óreyndi Jordan
virtist vera með stáltaugar þegar
hann lét skotið ríða af, eitthvað
sem hann átti eftir að endurtaka í
NBA-deildinni. Niður fór boltinn
og lokatölur urðu 63:62 Norður-
Karólínu í vil.
HÖND GUÐS
1986: Argentíski knattspyrnusnill-
ingurinn Diego Maradona var
ekki sá eini sem naut hjálpar
handar Guðs þetta árið. Michael
Jordan virtist hafa fengið töfra-
mátt í hendurnar þegar hann
skoraði 63 stig í tapleik Chicago
Bulls gegn Larry Bird og félögum
í Boston Celtics í úrslitakeppn-
inni. Það met hefur ekki enn verið
slegið.
Eftir leikinn sagði Bird fullur
lotningar: „Þetta var Guð, í dular-
gervi Michael Jordan.“
ÓTRÚLEGT STÖKK
1988: Chicago hafði enn ekki tek-
ist að vinna NBA-meistaratitil.
En frammistaða Michael Jordan
í troðslukeppni stjörnuleiksins
sem haldin var í Chicago-höllinni
átti örugglega eftir að sannfæra
marga áhangendur Chicago um
að glæstir sigrar væru í vænd-
um.
Jordan átti þar í höggi við
glansmyndasafnið sjálft, Domin-
ique Wilkins. Jordan, sem þurfti
49 stig af 50 mögulegum fyrir
síðustu troðsluna til að tryggja
sér titilinn, ákvað að bjóða
þyngdaraflinu birginn í lokatil-
raun sinni. Hann stökk upp á
vítateigslínu, sveif eins og fugl-
inn fljúgandi í átt að körfunni og
tróð síðan boltanum tignarlega
ofan í körfuna. Fullt hús stað-
reynd og troðslutitillinn var
hans.
VEIKUR Í ÚRSLITUM
1997: Jordan var með flensu í
fimmta leik Chicago Bulls gegn
Utah Jazz í úrslitum NBA. Kapp-
inn lét það hins vegar ekki á sig
fá. Hann skoraði 15 af 38 stigum
sínum í síðasta fjórðungi leiks-
ins og tryggði liðinu afar mikil-
vægan sigur sem lagði grunninn
að fimmta NBA-meistaratitli
Chicago.
Eftir leikinn var Jordan illa
þjáður af magaverkjum og þurfi
hjálp Scottie Pippen, samherja
síns, til að komast af vellinum.
LOKAHNYKKUR VIÐ HÆFI
1998: Sjötti leikur Chicago gegn
Utah í úrslitum NBA og Michael
Jordan fékk boltann þegar nokkr-
ar sekúndur voru eftir. Aðþrengd-
ur lét hann sig falla aftur á bak og
skaut um leið að körfunni. Og viti
menn, boltinn fór ofan í.
Áhorfendur höfðu séð þessar
glæsilegu hreyfingar margoft
áður hjá Jordan. Þær ásamt gífur-
legu sjálfstrausti kappans tryggðu
Chicago sjötta meistaratitil félags-
ins og þann síðasta fyrir Jordan.
Skömmu síðar lýsti hann því
yfir að hann ætlaði að leggja skóna
á hilluna. Frábær lokahnykkur á
frábærum ferli Michael „Air“
Jordan hjá Chicago Bulls.
Heimild: BBC
18 28. apríl 2003 MÁNUDAGUR
VONBRIGÐI
Argentínumaðurinn Claudio Lopez getur
ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leik
Lazio og Porto í undanúrslitum Evrópu-
keppni félagsliða í knattspyrnu sem háður
var sl. fimmtudag. Leikurinn endaði með
markalausu jafntefli og þar með voru
Lopez og félagar í Lazio dottnir úr leik.
Porto leikur við skoska liðið Glasgow
Celtic í úrslitum keppninnar.
Knattspyrna
Sissa tískuhús
Hverfisgötu 52, sími 562 5110
20 - 50%
afsláttur
af völdum vörum
til mánaðarmóta
Tyson og Don King:
Sættir að nást?
HNEFALEIKAR Sáttatónn mun vera
kominn í deilu hnefaleika-
kappans Mike Tyson og umboðs-
mannsins hárprúða Don King.
Þessir fyrrum félagar rifust
harkalega fyrir tveimur árum
eftir að Tyson var dæmdur úr
leik eftir að hafa bitið Evander
Holyfield í eyrað eins og frægt
varð.
Að því er kom fram í box-
tímaritinu Boxing News hefur
King nú fengið Tyson til að
hætta við um 7,7 milljarða doll-
ara málshöfðun sem hann fór af
stað með eftir bardagann.
Svo gæti jafnvel farið að þeir
Tyson og King gangi í lið saman
fyrir næsta bardaga Tyson, sem
verður þann 21. júní í Las Vegas.
Þá berst hann við Oleg Maskaev
frá Kazakstan.
Einhver bið verður hins vegar á
öðru einvígi á milli Tyson og heims-
meistarans Lennox Lewis. Tyson
var rotaður í síðasta bardaga
þeirra fyrir tæpu ári síðan. ■
Eftirminnilegustu
tilþrif Jordan
Michael Jordan, sem lagði skóna á hilluna á dögunum, hefur heillað körfuboltaáhangendur víða
um heim með frábærum tilþrifum sínum. Hér gefur að líta fimm af þeim eftirminnilegustu.
15.00 Stöð 2
Ensku mörkin. Öll mörkin úr enska bolt-
anum.
15.20 Sýn
NBA. Sýnt frá leik í úrslitakeppni NBA.
16.35 RÚV
Helgarsportið. Endurtekinn þáttur.
17.50 Sýn
Ensku mörkin. Öll mörkin úr enska bolt-
anum.
18.50 Sýn
Enski boltinn. Bein útsending frá leik í
ensku úrvalsdeildinni.
21.00 Sýn
Spænsku mörkin. Leikir helgarinar úr
enska boltanum.
22.00 Sýn
Gillette-sportpakkinn. Íþróttir frá öllum
heimshornum.
22.30 Sýn
Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta-
viðburði heima og erlendis.
22.30 Skjár 1
Mótor. Þáttur um mótorsport.
23.00 Sýn
Ensku mörkin. Öll mörkin úr enska bolt-
anum.
23.25 RÚV
Markaregn. Mörkin úr þýska boltnum.
TYSON
Mike Tyson berst næst
þann 21. júní í Las Vegas.
AP/M
YN
D
hvað?hvar?hvenær?
25 26 27 28 29 30 1
APRÍL
Mánudagur
TROÐSLA
Michael Jordan treður boltanum í körfuna fyrir Washington Wizards gegn New York Knicks
þann 14. apríl. Þetta var síðasti heimaleikur Jordan með Wizards í NBA-deildinni.
AP
/M
YN
D