Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 2
OPIÐ HÚS Lögregludagurinn var haldinn hátíðlegur á laugardaginn í tilefni af því að lögreglan á Íslandi hefur verið einkennisklædd í 200 ár. Opið hús var í lögreglustöðvum víða um land og fjöldi manns kíkti meðal annars við á lögreglustöð- inni við Hverfisgötu, á Sögusýn- ingu lögreglunnar og í Lögreglu- skóla ríkisins. Á Hverfisgötunni fengu börnin m.a. að tylla sér á lögreglumótor- hjól, vopn sem hald hafði verið lagt á voru til sýnis og fólki gafst kostur á að lítast um í fanga- geymslum. Lögreglan telur að eitt- hvað á bilinu þrjú til fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína í lög- reglustöðina. ■ 2 28. apríl 2003 MÁNUDAGUR „Allir hæfileikar fólks skipta máli.“ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, þótti sýna umtalsvert meiri sönghæfi- leika í Laugardagskvöldi Gísla Marteins Baldurs- sonar en Halldór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Þeir voru þó á svipuðum slóðum í lagavali sínu: Halldór söng „Dagnýju“ sem frægt er orðið og Guðjón tók „Fyrir sunnan Fríkirkjuna“. Spurningdagsins Guðjón, skipta sönghæfileikar fram- bjóðenda máli? ■ Lögreglufréttir Hraðakstur eykst: Vorfiðringur í ökuþórum HRAÐAKSTUR Lögreglan í Hafnar- firði gerði nokkuð af því að stöðva menn um helgina og hefur hert eftirlitið í samræmi við þá stað- reynd að menn gefa aðeins í þegar sól hækkar á lofti og sumardekkin eru komin undir bílana. Hjá lög- reglunni í Kópavogi könnuðust menn ekki við að hraðakstur væri að verða áberandi. Svipaða sögu er að segja frá Akureyri, Blöndu- ósi, Sauðárkróki og Selfossi þar sem lögreglan hefur orðið vör við vorfiðring hjá ökumönnum en merkir þó ekki neina stóraukn- ingu. Lögreglan í Borgarnesi segir hraðaksturinn vera svipaðan og venjulega og merkir ekki mikla aukningu enn sem komið er enda hafi menn ekið býsna greitt síð- ustu mánuði. ■ Sala íslenskra aðalverktaka: Rætt við starfsmenn EINKAVÆÐING Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur ákveðið að ganga til viðræðna við AV ehf. um kaup á hlut ríkisins í Íslenskum að- alverktökum. AV er eignarhaldsfé- lag starfsmanna og stjórnenda fyr- irtækisins. Ákvörðunin er í sam- ræmi við mat Verðbréfastofunnar á tilboðum sem bárust í hlut ríkisins. Aðrir þeir sem buðu í hlut ríkis- ins voru Jarðboranir, JB bygginag- arfélag og Trésmiðja Snorra Hjalta- sonar. Þá bauð einnig Joco, eignar- haldsfélag Jóns Ólafssonar, í hlut- inn, en Jón er fyrir einn stærsti eig- andi fyrirtækisins. ■ Skjálftahrina úti af Reykjanesi: Sá stærsti var 4,2 JARÐSKJÁLFTAR Jarðskjálftahrina varð úti af Reykjanesi í gærmorg- un og urðu skjálftarnir sterkastir skömmu fyrir klukkan sex um morguninn. Mældist stærsti skjálftinn þá 4,2 á Richter og margir voru rúmlega 3 stig. Skjálftarnir áttu upptök sín um 40 kílómetra suðvestur af Reykja- nesi, tvo til þrjá kílómetra vestur af Geirfugladrangi. Jarðskjálftahrinur eru þekktar á þessum slóðum og segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur ekkert benda til þess að um eldgos sé að ræða. Líklegast sé að skjálft- arnir tengist kvikuinnskoti á 5 til 10 km dýpi á Reykjaneshryggnum. Ragnar bendir jafnframt á að fyrir 20 árum hafi áþekk hrina mælst á sömu slóðum. ■ VEGGMYND Í BAGDAD Dagblöðin Toronto Star og Sunday Tele- graph segjast hafa undir höndum skjöl sem gefi til kynna að stjórn Saddams Hussein hafi reynt að koma á fót sam- bandi við al Kaída. Írakar og al Kaída: Sameinaðir í hatri ÍRAK Tvö dagblöð báru af því fregnir að þau hefðu fundið skjöl í rústum höfuðstöðva írösku leyni- þjónustunnar sem sýndu fram á að stjórn Saddams Hussein hefði átt fund við liðsmenn hryðju- verkasamtakanna al Kaída árið 1998. Skjölin sem blaðamenn Toronto Star og breska blaðsins Sunday Telegraph fundu virðast gefa til kynna að markmiðið með fundinum hafi verið að koma á sambandi á milli íraskra yfirvalda og al Kaída á grundvelli haturs beggja aðila í garð Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu. Meðal annars var gerð áætlun um heimsókn Osama bin Laden til Bagdad en ekki kem- ur fram hvort af henni varð. ■ ELDUR Í HÚSI BJÖRGUNARFÉLAGS ÁRBORGAR Eldur kom upp í húsi Björgunarfélags Árborgar um klukkan hálf sex á sunnudags- morgun. Talið er að kveikt hafi verið í netadræsu sem lá upp við húsið en eldurinn barst inn í hús- ið og í einnota umbúðir sem þar voru fyrir. Slökkvistarf gekk vel og fyrir utan reykskemmdir varð tjón af völdum brunans lítið. Lögregludagurinn: Gestagangur hjá löggunni FARALDUR „Við erum vakandi og fylgjumst mjög vel með gangi lungnabólgunnar í heiminum,“ segir Haraldur Briem, smitsjúk- dómafræðingur hjá Landlæknis- embættinu. Hann segir áætlun tilbúna um hvað skuli til bragðs taka ef ein- hver greinist hér. „Við höfum sent áætlun um viðbrögð til allra heilsugæslustöðva á landinu og á Keflavíkurflugvelli erum við til- búin með áætlun um viðbrögð ef ein- hver kemur veikur til landsins,“ segir Haraldur. Fréttir frá Hong Kong herma að frá því fyrstu tölur birtust um smit hafi færri greinst síðustu tvo sóla- hringa. Það vekur vonir um að útbreiðslu veikinnar sé eitthvað í rénun þar. Haraldur Briem segir áætlan- ir ekki fela í sér að flugvélar verði kyrrsettar ef upp komi staðfestur grunur um smit í flug- vél á leið til landsins. „Við fáum nafnalista yfir þá sem eru í vélunum. Við fylgjumst vel með og höfum samband við fólk ef grunsemdir eru um smit,“ segir Haraldur Briem. Eiður Guðnason, sendiherra í Peking, segir að borgin sé ekki söm. Mjög margir gangi með grisjur fyrir vitum og mun færri séu á ferli. „Skólum og leikskólum hefur verið lokað og fólk forðast að fara á staði þar sem er marg- menni. Það er sjálfgert því öllum kvikmyndahúsum og leikhúsum hefur verið lokað,“ segir Eiður. Hann kveðst ekki verða var við ótta meðal manna. Fólk reyni að fara eftir leiðbeiningum og foreldrar séu í mörgum tilvikum heima hjá börnum sínum. Eiður segir lungnabólguna hafa geysileg áhrif á ferða- mannastraum til landsins og Kín- verja ekki sjá fyrir endann á þeim áhrifum enn. „Þegar ég kom til Peking úr páskafríi voru örfáir farþegar í vélinni til landsins en í venjulegu árferði hefði verið biðlisti. Það er alveg ljóst að fleiri fara úr landi en koma inn í landið. Öllum ráð- stefnum og fundum hefur verið aflýst.” Eiður segist ekki hafa heyrt að íslenskir námsmenn hafi snú- ið heim enda séu þeir ekki mjög margir í Kína. bergljot@frettabladid.is Andúð á Bandaríkjunum heftir uppbyggingarstarf: Eldfimt ástand í Bagdad ÍRAK, AP Fulltrúar bandarískra yf- irvalda funda að nýju með írösk- um stjórnmálaleiðtogum í dag. Bandaríkjamönnum hefur hingað til gengið erfiðlega að fá íraska stjórnmálamenn til samstarfs og er óvíst hversu margir muni mæta til fundarins. Stjórnarand- stöðuleiðtoginn Ahmad Chalabi hefur verið boðaður á fundinn en hann er sagður njóta stuðnings bandarískra yfirvalda í embætti forsætisráðherra í fyrirhugaðri bráðabirgðarstjórn Íraks. Umsjónarmenn uppbyggingar- starfsins leggja nú ofuráherslu á það að vatns- og rafmagnsveitum í Bagdad verði komið í gagnið og sorphreinsun hefjist að nýju. Öll almenn þjónusta hefur legið niðri svo vikum skiptir og hefur það lagst afar illa í borgarbúa. Reiði og andúð á Bandaríkjun- um blossaði upp eftir að vopna- geymsla í umsjá bandaríska hers- ins í íbúðarhverfi í Bagdad sprakk í loft upp. Að minnsta kosti sex létu lífið í sprengingunum og mik- ill fjöldi heimila varð fyrir skemmdum. Bandaríkjamenn segja að hópur Íraka hafi ráðist á hermenn sem gættu vopnanna og skotið blysum inni í geymsluna. Margir íbúar Bagdad voru engu að síður sannfærðir um að Banda- ríkjamenn bæru ábyrgð á atvik- inu og var skotið að bandarískum hermönnum þegar þeir reyndu að aðstoða særða. ■ LÖGREGLUDAGURINN Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hóf daginn með ávarpi við húsakynni ríkislög- reglustjóra klukkan 11 og í framhaldinu voru sérsveit ríkislögreglustjóra og Land- helgisgæsla Íslands með sýningu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Á BORGARSPÍTALANUM ERU MENN MEÐ ALLT TILBÚIÐ Svona lítur hjúkrunarfólk á deild A-7 á Borgarspítalanum út sem kemur til með að hjúkra sjúklingum með HABL ef það greinist hérlendis. ■ “Þegar ég kom til Peking úr páskafríi voru örfáir farþegar í vélinni til landsins en í venjulegu ár- ferði hefði verið biðlisti.” EINN EFTIR Munthir Safir gengur örvilnaður um í rúst- um heimilis síns í Bagdad. Safir missti fjöl- skyldu sína þegar bandarísk vopnageymsla skammt frá heimili hans sprakk í loft upp á laugardaginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Landlæknir í viðbragðsstöðu Haraldur Briem segir menn vera vakandi og áætlanir um aðgerðir til- búnar um allt land. Mannlífið í Kína er dauft og þar ganga velflestir með grisju, að sögn Eiðs Guðnasonar sendiherra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.