Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 4
SKÁK „Þetta leggst ágætlega í mig og er spennandi starf. Ég var reyndar nokkuð viss um að tillög- unni yrði hafnað. Þarna er djúp- stæður klofningur en ég vildi fá skýrar línur um hvort menn teldu málið nógu þroskað til afgreiðslu,“ segir nýkjörinn forseti Skáksam- bands Íslands, Stefán Baldursson. Aðalfundur SÍ var haldinn um helgina og ljóst að um átakafund yrði að ræða þó hann færi rólega af stað. Spenna var þó í lofti en flestir horfðu til tillögu sem fyrir fundinum lá þess efnis að koma bæri á kvóta á erlenda skákmenn, að þeir væru aldrei fleiri en ís- lenskir skákmenn í hverju liði á Ís- landsmóti. Tillagan var augljós- lega sett fram til höfuðs Hróknum, núverandi Íslandsmeistara skák- félaga, sem hefur teflt fram öfl- ugri útlendingahersveit á Íslandsmótum undanfarin ár með mjög góðum árangri. Stefán, hinn nýi forseti, lagði fram tillögu þess efnis að fresta ákvarðanatöku um kvótasetningu, skipa nefnd til að ræða hugmynd- ina betur og boða svo til fram- haldsaðalfundar og afgreiða málið þar. Helgi Ólafsson stórmeistari, sem stóð að tillögunni ásamt sjö öðrum, studdi hinn nýja formann og sagði að rétt væri að Stefán fengi hveitibrauðsdaga í starfi og vert væri að hann fengi svigrúm til að vinna að málinu. Ekki væri snjall leikur að opinbera strax hví- líka ormagryfju hann væri kominn í. Hrannar B. Arnarsson, fráfar- andi forseti, benti á hina miklu skákvakningu sem verið hafi und- anfarin ár, og þar væri Íslandsmót- ið djásnið í krúnu skáklífsins. Hann stæði því gegn breytingum. Hrafn Jökulsson, formaður Hróks- ins, sagði með ólíkindum ef fund- armenn ætluðu að bjóða nýjan for- seta velkominn með því að forsmá hans fyrstu tillögu. Hrafn tók skýrt fram að með þessu væri ekki verið að taka afstöðu til kvótasetn- ingarinnar sem slíkrar, en allt kom fyrir ekki. Svo mikið var mönnum í mun að koma því máli í höfn að tillaga Stefáns var felld með 21 at- kvæði gegn 19. Kvaddi Hrafn sér þá hljóðs á nýjan leik og sagði það ljóst að menn væru ekki saman komnir til að ræða málin á vitræn- um grunni. Gengu Hróksmenn við svo búið af fundi. Tillaga um kvótasetningu erlendra skák- manna var síðar samþykkt með meirihluta eða 27 gegn 7 atkvæð- um. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er nú til umræðu innan Hróksins að ganga beri úr Skák- sambandi Íslands. jakob@frettabladid.is 4 28. apríl 2003 MÁNUDAGUR ■ Evrópa Óttastu bráðalungnabólgu? Spurning dagsins í dag: Ferðu reglulega í sund? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 43% 57% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Nýr menntaskóli í Hafnarfirði: Útskrifar stúdenta á tveimur árum MENNTUN Áætlað er að nýr einkarek- inn menntaskóli taki til starfa í Hafnarfirði í haust. Stefnt er að því að skólinn útskrifi stúdenta á tveim- ur árum og verður hann til húsa í endurbyggðu húsnæði gamla Iðn- skólans við Reykjavíkurveg. Byggð verður ný hæð ofan á gamla húsið og er áætlað að því verki verði lok- ið fyrir haustið. Ólafur Haukur Johnson er skóla- stjóri nýja skólans, sem hlotið hefur nafnið Menntaskólinn Hraðbraut. Hann segist hafa langa reynslu af rekstri Sumarskólans og Hraðlestr- arskólann, sem reynst hafi afskap- lega vel. „Við stefnum að því að taka inn fyrstu nemendurna í haust og verður skólagjaldið 190.000 krónur fyrir árið. Menntamálaráðuneytið mun greiða með hverjum nemanda upphæð sem nemur lægsta kostnaði við hvern nemanda í framhaldsskól- um landsins,“ segir Ólafur Haukur. Áætlað er að skólinn þjóni góð- um námsmönnum sem treysta sér til að ljúka námi á tveimur árum. Ólafur segir að oft sé hugsað um þá sem illa gangi að læra en þeir vilji stundum gleymast sem vel standi sig. Skólanum sé ætlað að þjóna þeim nemendum. Eigandi skólans er einkahlutafé- lagið Hraðbraut ehf. sem er í eigu Nýsis hf., Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Gagns ehf. Skólaárið í Menntaskólanum Hraðbraut verður frá ágúst fram í endaðan júní. Kennt er þrjá daga í viku og tvo daga er ætlast til að nemendur mæti í skólann og vinni verkefni með aðstoð kennara. Ólaf- ur segir að reiknað sé með að 180- 200 nemendur verði alla jafna í skólanum og um það bil 100 nýnem- ar hefji nám á hverju hausti. ■ Skipverjar fremja voðaverk: Farþegar barðir til ólífis SÓMALÍA, AP Að minnsta kosti 27 manns létust af völdum barsmíða áhafnarmeðlima á tveimur segl- skipum á leið yfir Aden-flóa við austurströnd Afríku. Bátarnir, sem voru með 216 sómalska og eþíópíska farþega um borð, lentu í ofsaveðri á leið frá Sómalíu til Jemen. Þegar vatn streymdi inn fylltust farþegar skelfingu og neituðu að halda kyrru fyrir í farrýminu. Áhafnarmeðlimir reyndu að hafa hemil á fólkinu með því að berja það með prikum og járnstöngum. Auk þeirra 27 sem lét- ust hlutu 20 alvarlega áverka. DONALD RUMSFELD Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að Írakar muni fá að skipa ríkisstjórn á eig- in forsendum en útilokar það þó algerlega að komið verði á fót klerkastjórn að hætti Írana. Rumsfeld vill koma á lýðræði í Írak: Klerkastjórn kemur ekki til greina WASHINGTON, AP Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, segir það ekki koma til greina að klerkastjórn að hætti Írana verði komið á fót í Írak. Hann hafnar jafnframt alfarið af- skiptum Sýrlendinga og annarra nágrannaþjóða af málefnum landsins. Að sögn Rumsfeld verður tekið tillit til viðhorfs heimamanna í garð Bandaríkjanna í niðurröðun hersveita á svæðinu. Hann ítrekar að bandarískir hermenn verði ekki staðsettir á svæðum þar sem yfirvöld og almenningur séu þeim andsnúin. „Við viljum ekki vera á stöðum þar sem nærveru okkar er ekki óskað.“ Rumsfeld segir það grundvall- aratriði að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn komist til valda í land- inu. Þó að hann útiloki klerkaveldi segir hann ekkert því til fyrir- stöðu að bókstafstrúarmenn taki þátt í yfirstjórn landsins. ■ Landssíminn: Skylt að lækka um 15% FJARSKIPTI Landssíma Íslands hefur verið gert að lækka heildsöluverð inn á farsímanet sitt um 15% að meðaltali frá og með 1. júní. Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið þessa ákvörðun. Samkvæmt henni er Landssímanum gert að lækka heildsöluverðið úr 11 krón- um á dagtaxta og 10 krónum á næt- urtaxta í eitt verð, 8,92 krónur. Heildsöluverð inn á farsímanet er það verð sem fjarskiptafyrirtæki greiða til að viðskiptavinir þeirra geti hringt í notendur annarra far- símakerfa. Ákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunarinnar um lækkun á að gefa fjarskiptafyrirtækjum svig- rúm til þess að lækka verð til neyt- enda á símaþjónustu sem tengist farsímakerfi Landssímans. Sambærilegt heildsöluverð hjá Og Vodafone, áður Íslandssíma og Tali, er 13,50 krónur, sem er nokkuð hærra en hjá Landssímanum. Póst- og fjarskiptastofnun hyggst nú kanna markaðsstöðu Og Vodafone. Ef fyrirtækið reynist hafa umtals- verða markaðshlutdeild í skilningi fjarskiptalaganna verður því lík- lega gert að lækka heildsöluverð sitt líkt og Landssímanum hefur nú verið gert að gera. ■ GANGBRAUTARSKILTI Á Íslandi hefur gangbrautarskiltinu þegar verið breytt í þágu jafnréttis. Nýtt gangbrautarskilti: Bogart fari á eftirlaun NOREGUR, AP Jafnréttisfulltrúi í Noregi telur að gangbrautarskilti landsins brjóti í bága við jafnrétt- ishugmyndir og því sé nauðsyn- legt að gera á því viðeigandi breytingar. Á skiltinu er mynd af manni með hatt og vill Kristin Mile að honum verði skipt út fyr- ir mynd sem er ekki jafn kyn- bundin. Mile segir að þetta mál hafi táknræna þýðingu. Bendir hún á að í ýmsum Evrópulöndum hafi nú þegar verið gerðar tilhlýðileg- ar breytingar á skiltinu. „Það er kominn tími til að hinn norski Humprey Bogart fari á eftir- laun,“ er haft eftir Mile í dagblað- inu Verdens Gang. Þegar hefur verið hrint af stað óformlegri samkeppni um hönn- un nýs skiltis en endanleg ákvörð- un um breytingar er í höndum samgöngumálaráðherra. ■ FRIÐARGÆSLULIÐI FINNST LÁT- INN Bandarískur friðargæsluliði í Kosovo fannst látinn skammt frá bænum Dobercane. Dánaror- sök hefur ekki verið gerð opin- ber. Um 3.000 bandarískir her- menn sinna friðargæslu í Kosovo. SPRENGJA ÚR SÍÐARI HEIMS- STYRJÖLD Um 9.000 manns voru látnir yfirgefa heimili sín í borg- inni Lens í Frakklandi á meðan sérfræðingar unnu að því að gera breska sprengju úr síðari heims- styrjöldinni óvirka. Sprengjan fannst þegar hefja átti bygging- arframkvæmdir skammt frá fót- boltaleikvangi í borginni. ÁTÖK Í TSJETSJENÍU Sex rússnesk- ir her- og lögreglumenn létu lífið og sex aðrir særðust í árásum við uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu um helgina. Tveir hermenn fórust þegar bifreið þeirra ók yfir jarð- sprengju og einn lést í ítrekuðum árásum uppreisnarmanna á eftir- litsstöðvar rússneska hersins. Þrír sérsveitarmenn lögreglunn- ar og einn uppreisnarmaður létu lífið í átökum. Íslandsmeistararnir gengu af fundi Aðalfundur Skáksambands Íslands reyndist sögulegur. Þegar tillaga nýs forseta sambandsins, þess efnis að fresta bæri afgreiðslu mesta hita- málsins, var felld naumlega gengu Hróksmenn fylktu liði út. Stóra málverkafölsunarmálið: Sakborningur greiði sinn flugmiða sjálfur DÓMSMÁL „Þetta er um hálf milljón, reikningar fyrir flugmiðum og dagpeningum, sem ég hef lagt fram til embættis saksóknara. Þeir svara mér engu,“ segir Jónas Freydal Þorsteinsson. Réttarhöld í Stóra málverka- fölsunarmálinu hefjast á nýjan leik í dag eftir páskafrí með ferð á Kjarvalsstaði. Jónas Freydal, ann- ar sakborninga, verður fjarri góðu gamni því Jón H. Snorrason sak- sóknari hefur enn ekki svarað er- indi hans þess efnis að greiddir verði flugmiðar Jónasar, sem bú- settur er í Kanada. Jón H. lét þess svo getið að embættið greiddi Jónasi ekki dagpeninga en Jónas telur að lögum samkvæmt eigi hann rétt á þeim. „Þeir eiga að svara mér. Ég kaupi bara minn flugmiða sjálfur, lendi á þriðju- dagsmorgun og fer þá beint í rétt- inn.“ Jónas var kokhraustur í samtali við Fréttablaðið og sagðist vera með greinargerð sem myndi leiða til þess að málið tæki nýja stefnu. „Ég er með yfirlýsingu frá fram- leiðanda í Danmörku þar sem fram kemur að alkyd hafi verið í máln- ingu sem gerð var til skreyti- og skiltamálningar og var markaðsett árið 1930. Vitni saksóknara, Viktor Smári Sæmundsson og Sigurður Jakobsson, byggja allt sitt á því að alkyd hafi ekki verið komið fram fyrr en miklu síðar og því gætu listamennirnir ekki hafa notað málningu sem inniheldur alkyd.“ ■ JÓNAS FREYDAL Missir af degi í réttarhöldunum sökum ágreinings um hverjum beri að greiða flug- miða fyrir hann til Íslands. STEFÁN BALDURSSON Bjóst allt eins við að umbjóðendurnir höfnuðu hans fyrstu tillögu sem nýkjörins forseta Skáksambandsins. NÝR SKÓLI ÞJÓNAR GÓÐUM NEMENDUM „Þeir vilja stundum gleymast,“ segir vænt- anlegur skólastjóri, Ólafur Haukur Johnson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.