Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 28. apríl 2003 Tónlist 21 Leikhús 21 Myndlist 21 Bíó 22 Íþróttir 18 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD TÓNLIST Segir Madonnu huglausa ÍÞRÓTTIR Eftirminnilegustu tilþrifin MÁNUDAGUR 96. tölublað – 3. árgangur bls. 18 MENNING Ævisagna- höfundar bls. 23 SÝNING Nýr vetnisbíll frá Daimler Chrysler verður sýndur almenningi fyrir framan Tæknigarð í Háskóla Íslands frá klukkan 14 til 15. Klukkan 15 hefst síðan fyrirlestur sem Dr. Scott Staley, yfirmaður efnarafaladeildar Ford Motor Company í Bandaríkjunum, heldur í stofu 157 í VR II í Háskóla Ís- lands. Fyrirlesturinn og sýningin er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Nýr vetnisbíll FUNDUR Samtök ferðaþjónustunnar boða til fundar með frambjóðend- um stjórnmálaflokkanna á Hótel Sögu klukkan 16. Frambjóðendur reifa stuttlega stefnu flokka sinna í málefnum sem tengjast ferðaþjón- ustunni og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Einar Bolla- son. Stjórnmálamenn ræða ferðamál FUNDUR Málþing um börn og fátækt verður haldið klukkan 13 á Grand Hóteli í Reykjavík á vegum Ís- Forsa, samtaka áhugafólks um rannsóknir og þróunarstarf á sviði félagsráðgjafar. Jafnt fræðimenn sem einstaklingar sem þekkja fá- tækt af eigin raun fjalla um efnið. Börn og fátækt bls. 21 REYKJAVÍK Norðaustan 8-8 m/s og skýjað með köflum. Hiti 0 til 7 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 13-18Snjókoma 3 Akureyri 8-13 Slydda 3 Egilsstaðir 8-13 Slydda 3 Vestmannaeyjar 5-13 Skýjað 4 ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á mánudögum? Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið 20% D V 58% 75% Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003. FYRSTI STÓRLEIKUR SUMARSINS Íslandsmeistarar KR sigruðu færeysku meistarana HB 2-0 í Atlantic-bikarkeppninni á KR-vellinum í gær. KR hafði yfirburði í leiknum og skoraði Arnar Gunnlaugsson fyrsta mark sitt fyrir félagið úr víti í fyrri hálfelik. Sigurvin Ólafsson inn- siglaði sigurinn í seinni hálfleik. SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti lands- manna er andvígur því að Sjálf- stæðisflokkurinn og Samfylkingin myndi nýja ríkisstjórn eftir kosn- ingar, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flestar skoðanakannanir sem birtar hafa verið undanfarnar vik- ur og mánuði hafa sýnt að aðeins er möguleiki á einu tveggja flokka stjórnarmynstri, þ.e. stjórn Sjálf- stæðisflokksins og Samfylkingar- innar. Samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna hafa flokkarnir samanlagt 44 menn á þingi, Sjálfstæðisflokkurinn 23 og Samfylkingin 21. Þjóðin virðist hins vegar ekki mjög áfjáð í að flokkarnir starfi saman. Könnunin leiddi í ljós að 55% landsmanna eru andvíg ríkis- stjórnarsamstarfi flokkanna. Að- eins 22% eru fylgjandi því en næst- um 23% aðspurðra eru óákveðin. Fréttablaðið hefur áður spurt fólk hvort það vilji að Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn starfi áfram í ríkisstjórn eftir kosn- ingar. Tæplega 38% voru fylgjandi áframhaldandi ríkisstjórnarsam- starfi flokkanna, en 52% andvíg og 10% óákveðin. Örlítið fleiri voru fylgjandi því að Samfylkingin, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri grænir mynduðu stjórn eftir kosn- ingar, rúmlega 38%. Af þeim þrem- ur stjórnarmynstrum sem spurt hefur verið út í er minnsta andstað- an við þriggja flokka stjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka. Um 43% eru andvíg slíkri ríkis- stjórn samanborið við t.d. 55% and- stöðu við ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingarinnar. Skoðanakönnunin var gerð sl. fimmtudag og var úrtakið 1.200 manns. Í könnuninni var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndi ríkisstjórn eftir kosningar? trausti@frettabladid.is Mesta andstaðan við stjórn stóru flokkanna Um 55% landsmanna eru andvíg því að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin myndi stjórn eftir kosningar. Minnsta andstaðan er við þriggja flokka stjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka. Jónína Bjartmarz skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður Kjósum lægri endurgreiðslu námslána STJÓRNMÁL Sjálfstæðismenn hafa kvartað undan fréttaflutningi Ríkisútvarpsins af fundi Davíðs Oddssonar á Ísafirði, þar sem tveir dyggir sjálfstæðismenn vöruðu Davíð við að tjá sig um kvótakerfið. Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri flokks- ins, sendi tölvupóst á fréttastofu útvarpsins þar sem hann tjáði óánægjuna með fréttaflutning- inn. Sjálfstæðismenn á Ísafirði eru mjög ósáttir við fréttirnar af fundinum og telja þær ekki hafa gefið rétta mynd af því sem þar fór fram. „Fréttirnar gáfu ekki rétta mynd af mjög góðum fundi með forsætisráðherra,“ segir Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og sjöundi maður á lista flokksins í kjördæminu. „Á þessum fundi kom margt nýtt fram, meðal annars að línuíviln- un dagróðrabáta mun taka gildi í haust. Frá því var ekki greint í fréttinni.“ Einnig hafi komið fram að forsætisráðherra teldi að röðin væri komin að þessum landshluta í atvinnuuppbyggingu eftir uppbyggingu á Austfjörð- um. Kári Jónasson, fréttastjóri RÚV, segir alltaf eitthvað um slík erindi í aðdraganda kosninga. Það hafi hins vegar heldur farið minnkandi. Fréttastofan stendur við fréttina og ekki er talið að eft- irmálar verði af þessu erindi. Í sama streng tók Finnbogi Her- mannsson, deildarstjóri Ríkisút- varpsins á Ísafirði. ■ Kuldakast í vikunni: Gróður ekki í stórhættu VEÐRIÐ Veðurstofan spáir kulda- kasti á landinu næstu daga og úti- lokar ekki að það muni standa út vikuna. Það hef- ur þegar snjóað á Austurlandi og fyrir norðan en snjó hefur þó ekki náð að festa. Veðurstof- an gerir ráð fyr- ir einhverri of- ankomu í vik- unni en þó þykir ólíklegt að það muni snjóa suð- vestanlands. Veðrið hefur ekki haft áhrif á færð á vegum og samkvæmt upp- lýsingum Vegagerðarinnar voru allir vegir á landinu færir í gær. Einhverjir hálkublettir voru á Norður- og Norðvesturlandi en það var ekkert sem hamlaði færð. Gróður hefur dafnað vel í þeirri einmunatíð sem verið hef- ur í vetur og að sögn Láru Jóns- dóttur, garðyrkjufræðings hjá Blómavali, má vissulega hafa áhyggjur af gróðrinum þegar kuldakast kemur eftir langvar- andi hlýindi en hún óttast þó ekki varanlegan skaða. „Það sem hefur laufgast og er orðið grænt er í mestri hættu hvað skemmdir varðar en þær ættu þó ekki að vera alvarlegar. Skemmist eitthvað ætti það að ná sér aftur á strik á tveim til þrem- ur vikum. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að búa við hérna.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T LÁRA JÓNS- DÓTTIR Segir að gróðri stafi ekki nein sérstök hætta af kuld- anum. Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af fundi Davíðs Oddssonar á Ísafirði: Sjálfstæðismenn kvarta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.