Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 29
29MÁNUDAGUR 28. apríl 2003 VORLEIKIR Þessir strákar á Akureyri brostu í blíðunni sem leikið hefur við landsmenn að undan- förnu. Húfurnar eru enn á sínum stað, en láta undan síga með hækkandi sól. Pondus eftir Frode Øverli Amánudögum fer ég oft áGrænan kost á Bergstaða- stræti til að hvíla mig eftir helgar- matinn,“ segir Elín Hirst, frétta- stjóri Ríkissjónvarpsins. „Ef ekki þá reyni ég að hafa fisk. Vanda- málið með fiskinn er hins vegar það að eilíft stapp er að koma hon- um ofan í börnin. Nema þá stöpp- uðum með tómatsósu.“ GERÐUR KRISTNÝ „Viðtökurnar við bókinni hafa komið mér mjög á óvart og ég er alveg bit yfir þessari viðurkenningu sem mér hlotnast í dag. Ég þakka börnunum sem veita mér hana kærlega fyrir.“ Marta smarta vinsæl BÆKUR Bókaverðlaun barnanna voru afhent í annað sinn á sumar- daginn fyrsta og að þessu sinni var það Marta smarta eftir Gerði Kristnýju sem hlaut verðlaunin. Borgarbókasafnið veitir verðlaun- in en úrslitin byggja á vali um 2700 krakka á aldrinum sex til tólf ára. Marta smarta er fyrsta barnabók Gerðar en hún hefur áður sent frá sér ljóð, smásögur, skáldsögu og leikrit. Gerður gat ekki tekið á móti verðlaununum þar sem hún er stödd í Suður-Frakklandi þar sem hún vinnur að nýrri skáld- sögu. Systir hennar tók við verð- laununum og hafði meðferðis orð- sendingu frá Gerði þar sem hún sagði meðal annars: „Ég þjáðist auðvitað ekkert yfir skrifunum um Mörtu smörtu og ætli ég geti ekki viðurkennt núna, þegar aðalsölu- vertíðinni er lokið, að ég skrifaði bókina bara fyrir sjálfa mig. Ég komst að því að það er enginn munur sem heitið getur á 11 ára gömlu fólki og 32 ára gömlu.“ ■ 13.30 Sigurásta Ásmundsdóttir verður jarðsungin frá Kópavogskirkju. ■ Mánudagsmatur ARRGH! GLER- AUGUN MÍN! Er allt í lagi? ÉG SÉ EKKERT! Hvað meinarðu óíþróttamannslegt? Ég varð bara að klobba hann! Það er eðlisávísun! Það eru bara villi- dýr sem fylgja eðl- isávísun í blindni! Bleeesuð... ■ Jarðarfarir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.