Fréttablaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 12
Fyrir einum og tveimur mánuð-um mældist fylgi Samfylking- arinnar eitthvað um 38 prósent í skoðanakönnunum. Fyrir helgi var það komið niður í rúm 28 pró- sent. Hvernig stendur á þessu? Og hvert fór fylgið? Svarið við seinni spurningunni er að fylgið fór til Frjálslynda flokksins annars vegar og Fram- sóknar hins vegar. Samfylkingar- fólk, sem hefur viljað skilgreina Sjálfstæðisflokkinn sem sinn höf- uðandstæðing, get- ur huggað sig við að sjálfstæðis- mönnum tókst ekki að krækja í fylgið. Það getur sagt sem svo: Okkur tókst alla vega að minnka Sjálfstæð- isflokkinn. Og að sumu leyti er nokk- uð til í því. Og einnig öfugt. Nokk- uð hatrömm átök Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins – og ef til vill einkum þeirra Ingibjargar og Davíðs – hafa í raun skaðað þessa flokka. Flokkarnir verja mestu af sínum kröftum í að grafa undan forystumönnum hins flokksins. Og þeir eru báðir sárir eftir. Svo sárir að á stundum yfirgengilegt hól og skjall flokksmanna um sinn forystumann ná ekki að plástra sárin. Svona ástand er náttúrlega kjörið ástand fyrir þriðja mann- inn. Og í dag passar Halldór Ás- grímsson best í það hlutverk. Hann er einhvern veginn allt ann- ar en Davíð og Ingibjörg. Hann er dyggur liðsmaður fremur en af- gerandi foringi. Hann er ekki orð- hákur, það gustar ekki af honum, það óttast hann enginn. Hann er maður sem gott er að eiga sem ná- granna. Sem er eiginleiki sem hvorki Davíð né Ingibjörg hafa. Davíð Oddsson er þekkt stærð í landsmálunum. Hann hefur verið aðalmaðurinn í 12 ár. Fyrir einum og tveimur mánuðum var Ingi- björg óþekkt stærð og naut þess. Hún var ekkert nema vænting- arnar. En henni hefur illa tekist að halda í þessar væntingar. Slagur- inn við Davíð hefur skaðað hana meira en styrkt. Og svo hefur henni ekki teksit vel upp með að spila á þessar væntingar. Kenning Ingibjargar er að nú sé kominn tími til að breyta. Hún hefur lagt fram ýmis rök fyrir ágöllum liðinna ára en það hefur minna farið fyrir því í máli henn- ar hvernig hin nýja tíð eigi að verða – en það ætti að vera grunn- urinn í málflutningi þeirra sem vilja spila á löngun kjósenda til að breyta til. Í þessu liggur líklega gallinn við kosningabaráttu Ingi- bjargar og Samfylkingarinnar. Kjósandinn situr eftir og segir: Jújú, ég skil að Davíð er ómögu- legur – en hvað ætlið þið að gera? Fyrningarleið í sjávarútvegi og jafnréttismálin í forsætisráðu- neytið er það eina sem hefur kom- ist almennilega í gegn. Og einhvers staðar í bakgrunni er nýtt hugtak: Umræðustjórn- mál. Hverjum datt í hug að það hugtak yrði söluvara á markaðs- torgi stjórnmálanna? Mér finnst einhvern veginn að ég þurfi að fara á ráðstefnu í Munaðarnes áður en ég get tekið mér þetta orð í munn. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um dalandi fylgi Samfylkingarinnar. 12 6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Alveg er með endemum hvað nú-verandi stjórnarflokkar draga endalaust taum kvótaeigenda í sjávarútvegsmálum Íslendinga og blása á þá óánægju sem lengi hefur kraumað með þjóðinni. Vistvæn veiði smábáta er vanvirt og nýjar leiðir, eins og sóknarstýring og fyrning, afgreiddar sem þjóðnýting og eignaupptaka í anda Stalíns. Hvað er þjóð- nýting og hvað ekki? Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að hafa í huga hvernig sameign þ j ó ð a r i n n a r, fiskimiðin, var á sínum tíma af- hent útvöldum til ráðstöfunar að vild. Og það er vangá að halda því fram að byggðirnar sjálfar hafi látið kvótann renna sér úr greip- um, þar voru skammtímasjónar- mið heildarhag yfirsterkari og ef einhverjir hafa orðið fyrir eigna- upptöku og þjóðnýtingu er það fólkið sem sá á eftir atvinnutæki- færunum streyma úr byggðarlög- unum í krafti sérhagsmuna. Tölvan og snakkið Og hver er svo ávinningurinn, hagkvæmnin ? Er það stöðugleik- inn, Kringlan, Smáralindin, Stoke, Kaupþing eða það að kaupa tölv- una og haltukjaftibrjóstsykurinn hjá sama aðila? Eða er hag- kvæmnin fólgin í okursölu og leigu á kvóta? Hana er alltént ekki að finna í launaumslögum fisk- vinnslufólks, svo mikið er víst. Með ofangreint í huga hlýtur að vera þjóðþrifamál að ónýttum aflaheimildum sé skilað öðrum til nýtingar í stað þess að vera hand- höfum þeirra tekjulind og ann- arra ok. Látum þá sem vinna í greininni njóta arðsins, þannig og ekki öðruvísi er hægt að kalla fiskimiðin sameign þjóðarinnar. Kárahnjúkar undirdjúpanna Þegar kvótabangsar spóla á fjallablöðrum yfir hálendismýrar og mosa rennur mönnum til rifja en þó sömu aðilar truntist með troll sín yfir kóral- og hrygningar- svæði hafdjúpanna er öllum skít- sama enda úr augsýn og í allt of fárra viti að 10 metra háir kórall- ar eru 5000 ár að ná sömu hæð á ný. Hvernig geta stjórnmála- flokkar horft þessu frá og talið sig ábyrga um leið? Umhverfið nær lengra en bara til fjöruborðsins. Þorskastríðið stendur enn Kvótaeigendur segja allt fara á hausinn sé stjakað við núverandi kvótakerfi, gildi einu hvort fyrn- ing sé notuð eða sóknarstýring, hvort tveggja sé ávísun á kolldýf- ur og gjaldþrot. Einnig að kerfis- breyting sé óforsvaranleg vegna þegar fyrirliggjandi fjárskuld- bindinga. Veigamesta breytingin með nýju fyrirkomulagi, hvort sem fyrning sé eða sóknarstýring, er ekki sú að svipta neinn veiði- heimildum heldur braskinu og leiguokinu. Kvótabangsar tapa því engu nema forréttindunum og séu þau einu burðarásar fyrir- tækjanna er þeim vart vorkunn. Í dag eiga 10 aðilar 50% af heildar- kvóta landsmanna og ljóst að sú þróun haldi áfram að óbreyttu. Minnumst orða Kærnested skip- herra, að með sama áframhaldi hverfur ávinningur þorskastríð- anna og verður þjóðinni ekki til- tækur nema í hlutabréfum er- lendra auðhringja. Afskornir vaxtasprotar Kvótakerfið er ekki lengur stjórnunartæki á fiskveiðum heldur eignatrygging núverandi eigenda matador útvalinna á eig- um þjóðarinnar þar sem atvinnu- frelsi víkur fyrir fylgispekt, ný- liðun er útilokuð og vaxtarsprotar umsvifalaust afskornir. Augljós- asta dæmið er smábátaútgerðin, tillegg strandbyggðanna til lífs- bjargar. Hagkvæmni hennar og afkastageta hefur sannað sig rækilega, að ekki sé minnst á vist- fræðina. Gegndarlaust verja stjórnvöld eignarétt kvóta- bangsanna en vanvirða aldalang- an veiðirétt sjávarbyggðanna. Smábátaútgerð á Íslandi á að rækta en ekki reyta. Minnkandi afli, brask, fá- keppni, brottkast og umhverfis- spjöll, allt eru þetta augljós kenni- leiti í arfabreiðu kvótakerfisins. Viðhald akursins þjónar ekki lengur þjóðarhag heldur beinlínis stendur honum fyrir þrifum. Kvótakerfið á enga samleið með þjóðinni lengur og hún loks að vakna til vitundar um það. Segj- um lagó 10. maí. ■ Samfylkingin vörn gegn ranglæti Albert Jensen skrifar: Aldrei höfum við Íslendingarhaft meiri þörf fyrir að losna við vandræðaflokka úr ríkisstjórn en nú. Framsókn hefur í áraraðir ráðið heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneytunum, en þar er hnignun komin á varasamt stig. Ráðuneyt- in sjá um sérlega viðkvæma mannlega þætti, þar sem kvenna- störfin eru flest og mikilvægust. Svikin loforð Framsóknar um fólk í fyrirrúmi sjást best á framkomu þeirra við konurnar í heimahjúkr- un og skjólstæðinga þeirra. Aug- ljós pólitísk ráðning er í stjórn heimahjúkrunar, en stýrimaður og stærðfræðingur eru þar æðstráðandi með hjúkrunarfræð- ingi. Fólk er ekki í fyrirrúmi þar sem pólitík er metin umfram hæfni. Hverju mega aldraðir, sjúkir og öryrkjar eiga von á kom- ist slíkur flokkur áfram? Stjórn heimahjúkrunar var neydd til að semja við starfskonurnar og bíður nú færis. Hvað kostuðu afglöpin mikið? Hvað voru keyptir margir bílar og hvar eru þeir? Stjórnin er vernduð af Framsókn, ekki aðrir, og þar þarf Samfylkingin að koma til varnar. Í forystu þarf fólk sem veit að samúð, skilningur og stjórnun geta farið saman. Gætum okkar, hræðumst Framsóknarflokkinn. ■ Um daginnog veginn LÝÐUR ÁRNASON ■ fyrrverandi yfirlæknir í Önundarfjarðapresta- kalli skrifar um kvóta- mál. Matador á Íslandsmiðum ■ Bréf til blaðsins „Í fyrsta lagi er nauðsyn- legt að hafa í huga hvernig sameign þjóðarinnar, fiskimiðin, var á sínum tíma afhent útvöld- um til ráðstöf- unar að vild. Bætiflákar Mikilvægt að tryggja íslenskan landbúnað Landbúnaður er alls staðar styrktur, þótt mismikið sé. Við okkar ástæður er eðlilegt að styrkirnir séu í takt við það sem mest gerist annars staðar og þar sem náttúrulegar að- stæður eru líkastar því sem hér gerist. Það er mikilvægt þjóðinni að tryggja framtíð ís- lensks landbúnaðar. Sigurður Þorgeirsson, framkvæmdarstjóri Bændasamtakanna. –––––––––––––––––––––––––––––- Samtök atvinnulífsins gagnrýna í skýrsl- unni Bætum lífskjörin að stuðningur rík- isins við landbúnaðinn stefni ekki að há- marksnýtingu framleiðsluþátta eða arð- semi í greininni heldur haldi hann verð- laginu uppi. Birgir H. Björgvinsson frambjóðandi Frjálslynda flokksins Á að mæta afgangi Ég er frekar mótfallinn því að meira fé verði veitt til Borgarleikhússins. Það verður að geta stað- ið undir sér eins og aðrar atvinnugreinar. Nota á peningana í aðra hluti á meðan þess er þörf, þetta getur mætt afgangi. Á meðan fólk þarf að bíða í eitt til tvö ár til að skipta um mjaðmarlið eða annað slíkt, þá er ég mótfallinn því að fé sé ausið í tóm- stundagaman. Það er allt í lagi þegar nóg er til af peningum. Ég er alveg eins á móti tónlistarhúsi eins og staðan er í dag, það á ekki að hugsa um þetta á meðan er fátækt og heilsugæsla er í kaldakoli. Bíða verður með þessa hluti þangað til annað er komið í lag. Ég er ekki á móti menningu í sjálfu sér en röðin þarf að vera önnur. Hjálmar H. Ragnarsson rektor Listaháskóla Íslands Í mikilli framför Ég hef fylgst vel með starfsemi Borgarleikhússins undanfarin ár. Mér finnst því miður að einmitt skuli sigla í strand þegar leikhúsið hefur sýnt mikla burði til nýsköpunar og endurnýjunar í vetur. Dagskrá hússins í vetur hefur verið með afbrigðum góð og frammistaða leikhússfólksins í mikilli framför. Ég geri mér grein fyr- ir að ekki eru bara peningar sem þarf til en þarna er unnið af miklum krafti og eldmóði. Ég tel að borgin hafi sýnt mikinn samstarfsvilja og hafi sýnt það í verki að hún vill standa að leikhúsi en það er mjög dýrt að reka hús af þessari stærðargráðu, menn verða að horfast í augu við það. Þá tel ég einnig að hyggja ætti að frekari samleið í húsinu, þá sérstaklega með tilliti til Íslensku óperunnar. Á að auka fjármagn til Borgarleikhússins? Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Geðstirður forsætisráðherra „Mörgum hlýtur að vera óbæri- leg tilhugsun, að hinn geðstirði forsætisráðherra og fulltrúi sér- hagsmuna verði samtals við völd í sextán ár.“ JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEF SÍNUM JONAS.IS Rangfærslur? „Líklega hefur Morgunblaðið aldrei fundið að málflutningi stjórn- málamanns á sama hátt og gert er við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur í forystugrein blaðsins hinn 4. maí 2003...“ BJÖRN BJARNASON Á VEF SÍNUM BJORN.ISRekstrarhalli hefur verið hjá Borgarleikhúsinu síðustu þrettán ár. 38 manns var sagt upp störfum í síðustu viku. Fram að alþingiskosningum verð- ur tekið við aðsendum greinum sem tengjast kosningunum. Greinarnar eiga að vera á bilinu 200 til 400 orð í Word. Senda skal greinarnar á netfangið kolbrun@frettabladid.is. Fréttablaðið áskilur sér rétt til þess að velja og hafna og stytta greinar. ■ Aðsendar greinar Opinn fundur um lýðræði á Hótel Borg með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna í dag 6. maí kl. 16:30 Þegnar eða borgarar? Áhugahópur um lýðræði ■ Flokkarnir verja mestu af sínum kröftum í að grafa undan forystumönnum hins flokksins. Og þeir eru báðir sárir eftir. Hvað er að Ingibjörgu?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.