Fréttablaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 16
16 6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Í aðdraganda alþingiskosning-anna hinn 10. maí nk. hafa flokkarnir sem bjóða fram nú flestir birt stefnumál sín. Í áhersl- um Sjálfstæðisflokks, Framsókn- ar og Samfylkingar hefur áhersla verið lögð á skattalækkanir. Þannig hafa loforðapakkar þess- ara flokka í skattalækkunum legið á bilinu 15-25 milljarðar, allt eftir því hver hefur reiknað hjá hverj- um, eða hver hefur sagt frá. En hversu trúverðugur er þessi mál- flutningur ? Trúir fólk loforðum Sjálfstæð- isflokksins um flata 4% lækkun á tekjuskatti? Hvort skyldi það nú koma sér betur fyrir láglaunafjöl- skyldu (en þær eru margar í land- inu, öfugt við það sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur haldið fram) með um 300 þúsund í heim- ilistekjur á mánuði að fá flata 4% skattalækkun eða niðurfellingu á leikskólagjöldum og styttri vinnu- viku? Það er líka ljóst að með stefnu sinni í skattamálum hóta stjórnarflokkarnir því að vextir muni hækka á kjörtímabilinu og verðbólga mun þá vafalítið verða skammt undan þegar menn missa tökin á þenslunni. Heimilin í land- inu eru mörg hver stórskuldug, og án verulegs aðhalds í fjármálum ríkisins og markvissra aðgerða til að halda niðri vöxtum verður mörgum þeirra stefnt í þrot. Ef einhver hagnast verulega á þessum skattalækkunartillögum, þá eru það hátekjuhópar. Þeim hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lofað að halda áfram verndarhendi yfir. Flatur niðurskurður í tekjuskatti mun einungis halda áfram að auka bilið milli þeirra sem minnst mega sín og þeirra sem búa best. Stefna Vinstri grænna í hag- stjórnarmálum er skýr. Við viljum að skattbyrði verði létt af lífeyris- þegum og láglaunafólki. Við vilj- um að skólagjöld verði felld niður í leikskólum með samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga. Við viljum að fjármagnseigendur borgi eðli- legan hluta af tekjum sínum í skat- ta rétt eins og aðrir. Við viljum að sá hagvöxtur sem gæti orðið á kjörtímabilinu verði notaður til að byggja aftur upp öflugt velferðar- kerfi. Við viljum að á Íslandi verði aftur til velferðarsamfélag sem stendur undir nafni. ■ Kosningar maí 2003 ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON ■ öldrunarlæknir og í 3. sæti VG í Suðvest- urkjördæmi skrifar um kosningaloforð stjórn- málaflokkanna. Að gera hina ríku ríkari Mikill meirihluti þjóðarinnarvill að hér starfi gott Ríkisút- varp sem sinnir menningar- og lýræðisskyldum sínum með vand- aðri og skemmtilegri dagskrá. Við í Samfylkingunni höfum mótað þá stefnu að þjóðarútvarpið eigi að hafa forystu á l j ó s v a k a v e t t - vangi og vera öðrum stöðvum f y r i r m y n d . Markaðsstöðv- arnar gegna ein- nig mikilvægu hlutverki og það er eitt af hlut- verkum al- mannavaldsins að tryggja að skilyrði þeirra séu sem allra best. Ísland er ekki lengur fjarst í eilífðar útsæ, og í raun starfa fjölmiðlarnir nú í harðri samkeppni við erlend fyrirtæki, sérstaklega ljósvaka- og netmiðl- arnir. Starfsumhverfi fjölmiðla er hluti af íslenskri atvinnu-, mennta- og menningarstefnu. Sjálfseignarstofnun Það er stefna Samfylkingar- innar að Ríkisútvarpið verði sjálfseignarstofnun án flokkspólitískra ítaka. Við skul- um leggja útvarpsráð niður í nú- verandi mynd og fjarlægja flokkspólitík úr yfirstjórn RÚV – leiða fagmennsku til öndvegis hjá útvarpsstjóra, fréttastjórum og öðrum stjórnendum. Burt með bláu höndina í RÚV – en engar aðrar hendur í staðinn. Metnaður hugmyndaríkra og reyndra starfsmanna, traust rekstrar- stjórn og stefnumótun um dag- skrá til langs tíma eiga að vera grundvöllur þjóðarútvarpsins. Við teljum að dagar afnota- gjaldsins séu taldir, og að nú verði að leita annarra leiða til að sjá Ríkisútvarpinu fyrir tekjum. Helsti kosturinn er fjármögnun á fjárlögum með löngum þjónustu- samningum, en ýmsar aðrar leið- ir koma jafnframt til greina, svo sem auðlindagjald á útvarpsrásir í framtíðinni. Traustir tekjustofnar mundu losa Ríkisútvarpið undan því að standa í blóðugri samkeppni um auglýsingar og kostun við mark- aðsstöðvarnar. Sá opinberi stríðs- rekstur er ekki einungis ósann- gjarn gagnvart hinum stöðvunum heldur vondur fyrir RÚV, sem nú miðar dagskrána sífellt meira við að þóknast auglýsendum í leit að markhópum. Minni ásókn RÚV í auglýsingar yki dagskrárlegt sjálfstæði þar á bæ og styrkti fyrirtækið í þjónustu sinni við al- menning í landinu. Um leið ykjust möguleikar markaðs- stöðvanna. Samvinna um landið Það á að efla umsvif Ríkisút- varpsins um allt land. Við teljum að auk svæðisstöðvanna geti RÚV verið í margvíslegu samstarfi um útsendingar og dagskrárgerð við sveitarfélög, skóla, félagasamtök og sprotafyrirtæki í öllum héruð- um landsins. Við viljum efla nýjan sjóð til stuðnings leiknu sjónvarpsefni og bæta hlut sjálfstæðra framleið- enda. RÚV á að líta á það sem skyldu sína að starfa sem best með sjálfstæðum framleiðendum – og á í þeim efnum meðal annars að líta á sig sem hjálparhellu og uppalanda. Samfylkingin er reiðu- búin til samvinnu um útfærslu þessarar stefnu við aðra stjórn- málaflokka, við stjórnendur og starfsmenn alla í ljósvakagrein- inni, og við áhugamenn hvar- vetna. Í úlfakreppu Flokksins Sjálfstæðisflokksmenn hafa nú stjórnað menntamálaráðu- neytinu í tólf ár samfleytt, og þar með málefnum Ríkisútvarpsins. Þeir hafa haft þar það eitt mark- mið að koma sér og sínum að hvenær sem færi gefst. Bláa höndin er sífellt reidd yfir Efsta- leitinu og allt starf þar fer fram í þeim skugga, sama hvort um er að ræða ráðningar, kaup dag- skrárefnis eða fréttaflutning. Þessi flokksstjórn hefur líka haldið fyrirtækinu í fjárhags- legri spennitreyju. Helsti tekju- stofn RÚV hefur dregist langt aftur úr allri verðþróun. Niður- skurður, samdráttur og hörð samkeppni RÚV á auglýsinga- markaði duga ekki til og afleið- ingin er stöðugur hallarekstur. Eiginfjárhlutfall Ríkisútvarpsins var 36,4% árið 1997. Árið 2002 var hlutfallið 9,4%. Ef RÚV væri venjulegt fyrirtæki rambaði það nú á barmi gjaldþrots. Hér skipta líka máli þungar og óréttlátar líf- eyrisskuldbindingar sem ráð- herrarnir hafa notað til að halda RÚV áfram í úlfakreppu. Við þessa rekstrarstöðu bætist svo skipulagsleg óreiða og stefnu- leysi við yfirstjórn Ríkisútvarps- ins. Fyrirtækið er í pólitískri pattstöðu. Metnaður og starfs- andi sljákka með hverju ári. Ekki orð á landsfundinum Þetta stafar meðal annars af því að innan Sjálfstæðisflokksins er sundrung í málefnum RÚV og ljósvakagreinarinnar. Þar eru annars vegar tiltölulega hófsamir íhaldsmenn eins og Tómas Ingi Olrich, sem hika við að tefla í tví- sýnu þessari merkilegu íslensku menningarstofnun, og hins vegar öfgamenn sem vilja leggja niður Ríkisútvarpið eða draga úr því all- an lífsþrótt, menn á borð við Pét- ur Blöndal, Guðlaug Þór Þórðar- son, Sigurð Kára Kristjánsson og Birgi Ármannsson. Hvorug fylk- ingin nær sínu fram. Á landsfundi flokksins í vor var ekki eitt ein- asta orð um RÚV og ljósvakann í miklu pappírsflóði samþykkta. Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd stefnulaus í málefnum RÚV og annarra ljósvakamiðla, – að öðru leyti en því að auka þar ítökin! Af- leiðingin af yfirráðum hans í ráðuneytinu og á fimmtu hæðinni í Efstaleiti er að fyrirtækið drabb- ast niður. Nýir tímar Styrkur og staða ljósvakamiðl- anna skipta ótrúlegu máli fyrir framtíðina, fyrir lýðræðið, menntirnar, menninguna, at- vinnulífið, fyrir daglega tilveru okkar allra. Í kosningunum gefst tækifæri til að losa Ríkisútvarpið úr spennitreyjunni og gefa öðrum miðlum um leið sjálfsagt svig- rúm. Þetta er eitt af fyrirheitum Samfylkingarinnar. ■ Kosningar maí 2003 MÖRÐUR ÁRNASON ■ þriðji maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður og meðlimur í útvarps- ráði skrifar um RÚV.„Það er stefna Sam- fylkingarinnar að Ríkisút- varpið verði sjálfseignar- stofnun án flokkspóli- tískra ítaka. RÍKISÚTVARPIÐ Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið Ríkisútvarpinu í fjárhagslegri spennitrreyju segir Mörður. www.samfylking.is www.samfylking.is Gott útvarp – burt með bláu höndina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.