Fréttablaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 22
6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR22 CONFESSIONS. bi 14 kl. 8 og 10.30 JUST MARRIED kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 ABRAFAX m/ísl.tali kl. 4 og 6 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 JOHNNY ENGLISH kl. 4, 6, 8 og 10.10 THE QUIET AMERICAN kl. 5.50, 8, 10.10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd í lúxus kl. 6 og 9 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 kl. 6 og 8NÓI ALBINÓI kl. 5.558 FEMMES Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Sýnd í lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THUNDERPANTS kl. 4 DREAMCATCHER kl. 6, 8 og 10.10 kl. 4 og 6DIDDA OG DAUÐI KÖTT...NATIONAL SECURITY bi 12 kl. 4 og 6 RECRUIT bi 16 kl. 8 og 10.30 kl. 6 og 9THE PIANIST Sýnd kl. 6, 8 og 10 KVIKMYNDIR Þegar það varð orðið ljóst, fyrir nokkrum árum, að flóð ofurhetjumynda væri að skella á runnu á mann tvær grímur. Það hafði nefnilega verið óskrifuð regla fram að þessu að myndirnar gerðu lítið úr myndasögunum frek- ar en annað. En blessunarlega hef- ur þessi nýja ofurhetjubylgja heppnast vel í flestum tilvikum. Í tilfelli Daredevil var þó illa farið með góðan dreng. Nýja X-Men myndin stendur fyllilega undir væntingum. Hand- ritshöfundar eiga hrós skilið fyrir hversu vel þeir fara með persón- urnar og hversu nýstárlega þeir tvinna klassískar söguflækjur úr myndasögublöðunum inn í mynd- ina. Leikararhópurinn stendur sig einnig með prýði. Eins og í fyrri myndinni stelur Ian McKellen öll- um senum sem hann birtist í sem Magneto. Hugh Jackman er af- bragð sem Jafri, Famke Janssen stendur sig prýðisvel í hlutverki Jean Grey og Brian Cox, sem leikur William Stryker, er frábær viðbót við hópinn. Það kemur þó á óvart hversu slöpp Óskarsverðlaunaleik- konan Halle Berry er sem Storm. Það eru að verða þáttaskil í gerð framhaldsmynda í Hollywood. Þær eru ekki lengur útþynnt klón af fyrstu myndum. Þær eiga það til, eins þessi, að stíga skrefinu lengra í gæðum. Birgir Örn Steinarsson X2 Leikstjóri Bryan Singer Aðalhlutverk: Halle Berry, Hugh Jackman, Ian McKellen, Patrick Stewart og Famke Janssen Umfjöllunkvikmyndir Tvöfalt húrra TÓNLIST Hljómsveitin American Nightmare var stofnuð haustið árið 1999. Hún gaf út eina breið- skífu, „Background Music“, árið 2001 áður en hún neyddist til þess að skipta um nafn. Í dag ber hún því nafnið Give Up the Ghost. „Við vorum kærðir í fyrra af annarri hljómsveit í Bandaríkjun- um sem hét þessu sama nafni og átti einkaréttinn,“ útskýrir gítar- leikarinn Tim Cossar þreytulega í gegnum símann. Eftir að síminn hringdi var hann vakinn til lífsins í hljómsveitarútunni á leiðinni á síð- ustu tónleika sveitarinnar í Bret- landi. „Við þurftum því að breyta okkar. Þetta byrjaði í apríl í fyrra en við skiptum ekki um nafn fyrr en fyrir tveimur mánuðum.“ Plötufyrirtæki þeirra, Equal Vision, mun endurútgefa plötuna frá 2001 undir nýja nafninu. Önnur breiðskífan, sem er tilbúin, kemur svo út fyrir sumarlok. Fyrsta smá- skífa hennar, „Love American“, er komin út. Þó svo sveitin sé frá Boston er vegurinn þeirra heimili og segir Tim að þeim líði hvergi betur en í hljómsveitarrútunni. Þeir koma hingað til lands eftir að þeir klára sína þriðju Evrópureisu. „Þetta er síðasta tónleikaferðin á gömlu plötunni. Næst förum við í tveggja mánaða tónleikaferð um Bandaríkin áður en nýja platan kemur út. Í Evrópu koma flestir á tónleika í Hollandi, Skandinavíu og Bretlandi. Við eigum orðið mik- ið af vinum eftir þessi ferðalög og höldum sambandi við þá. Við höf- um verið á tónleikaferðum síðan 2001. Lengsta ferðin var í tíu mán- uði. Svo þegar nafnaruglið kom upp á tókum við smá pásu. Við nýttum hana þó til þess að taka upp plötu, en það er svo sem hægt að segja að við höfum látið lítið fyrir okkur fara síðasta árið. Við elskum að vera á tónleikaferðum. Það er nákvæmlega það sem við viljum gera.“ Við eigum guðföður harð- kjarnarokksins á Íslandi, Birki Viðarssyni, söngvara I Adapt, að þakka Íslandsheimsókn Give Up the Ghost. „Hann sendi mér tölvu- póst fyrir ári síðan og bað okkur um að koma. Ég svaraði bara auð- vitað „já“ og sagði honum að við myndum koma næst þegar við færum til Evrópu. Svo heppnaðist það ekki en við náðum því í þetta skiptið. Okkur er sagt að hluti tón- leikanna sé til þess að hvetja unga harðkjarnarokkara til þess að fara og kjósa. Það er gott mál.“ Um upphitun á tónleikunum sjá Maus, I Adapt og Dys. biggi@frettabladid.is Harðir amerískir draugar Bandaríska harðkjarnasveitin Give Up the Ghost, sem áður hét American Night- mare, heldur á morgun tónleika í Iðnó. Sveitin er talin ein af áhrifamestu harð- kjarnapönksveitum síðari ára. GIVE UP THE GHOST Harðkjarnasveitin Give Up the Ghost hefur verið á nær stöðugu tónleikaferðalagi síðan 2001. Hún ætti því að vera vel smurð og þétt. STEVIE KL. 8 BIGGIE & TUPAC KL. 10 RUTHIE & CONNIE KL. 10.30 HEIMILDA- OG STUTTMYNDAHÁTÍÐ Óttinn við skotglaða rappara íBretlandi er enn við lýði. Þessu komust umsjónamenn MTV-sjónvarpsþáttarins The Lick að þegar átti að halda af- mælispartí á skemmtistaðnum Equinox, sem er við Leicester Square. Lögreglan hafði samband og bað umsjónarmenn þáttarins að fresta partíinu af ótta við skot- glöð bófagengi. Noel Gallagher kom Oasis-aðdá-endum skemmtilega á óvart þegar hann kom óvænt fram sem upphitunarat- riði á tónleik- um bresku rokksveitar- innar The Stand. Gallagher naut stuðn- ings gítar- leikarans Gem Archer og saman tóku þeir órafmagnaðar útgáfur af sex Oasis-lögum. Síðar um kvöldið lék hann svo á gítar í einu laga The Stand. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.