Fréttablaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.05.2003, Blaðsíða 2
2 6. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Því fer svo víðs fjarri. Það standa á okkur öll spjót því stjórnarflokk- arnir eru eldri en tvævetur og sjá hvar meginhættan liggur. Við eig- um eftir að koma út úr þessu eins og þrumufleygur. Össur Skarphéðinsson er formaður Samfylkingar- innar, sem hefur misst fylgi í skoðanakönnunum jafnt og þétt síðustu daga. Spurningdagsins Össur, er þetta ekki að verða alveg vonlaust? ■ Innlent HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur fallist á að forstjórar Tryggingastofnunar ríkisins og Landspítala – háskóla- sjúkrahúss geri samning um að hefja nýrnaígræðslur og stofn- frumumeðferð við Landspítalann. Um er að ræða tilraunsamning til nokkurra ára sem felur í sér nýrnaígræðslu frá lifandi gjöfum annars vegar og stofnfrumumeð- ferð við tilteknum krabbameinum. Forsvarsmenn spítalans og Tryggingastofnunar hafa á undan- förnum mánuðum athugað gaum- gæfilega möguleika á að flytja að- gerðir af þessu tagi heim frá út- löndum. Niðurstaða athugananna er að faglegar og fjárhagslegar forsendur séu fyrir því að taka upp þessar nýjungar við spítalann og gætu fyrstu aðgerðir orðið síðla árs. Tryggingastofnun ríkisins hef- ur árlega greitt fyrir þrjá til fimm einstaklinga sem hafa fengið nýru úr lifandi gjöfum og hefur verið í gildi samningur við Dani um að- gerðirnar. Hvað stofnfrumumeð- ferð áhrærir hefur fram til þessa aðallega verið leitað til Svía og er líklegt að fimm til sjö einstakling- ar njóti þjónustunnar hér á ári hverju. Ekki er búist við að kostnaður ríkisins aukist með samningnum. ■ Stríðsföngum sleppt: Heim eftir fimmtán ár ÍRAK, AP Um 60 Írakar sneru heim eftir að hafa verið í haldi í Íran síðan stríðinu á milli ríkjanna tveggja lauk fyrir 15 árum síðan. Hópurinn flaug með vél Alþjóða Rauða krossins frá Teheran til Bagdad ásamt lækni og hjúkrun- arfræðingi. Föngunum var sleppt í kjölfar samingaviðræðna milli íranskra yfirvalda og Alþjóða Rauða kross- ins. Rætt var einslega við hvern fyrir sig til þess að ganga úr skugga um að fólkið kysi sjálft að snúa heim. Starfsmenn Rauða krossins vinna nú í því að koma fólkinu í samband við fjölskyldur sínar að nýju. ■ WASHINGTON Flest bendir til þess að framleiðendum og sölumönn- um skotvopna hafi tekist að sann- færa George W. Bush forseta og bandaríska þingið um að veita þeim lagalega vernd gegn lög- sóknum. Ýmis samtök sem berj- ast fyrir málstað vopnaeigenda hafa beitt ráðamenn miklum þrýstingi í málinu, að sögn dag- blaðsins The Washington Post. Nýtt lagafrumvarp þess efnis að fyrirtækjum sem framleiða eða selja byssur verði veitt und- anþága frá málsóknum var sam- þykkt með miklum meirihluta at- kvæða í bandaríska þinginu. Ef frumvarpið verður að lögum munu fórnarlömb byssumanna ekki geta höfðað einkamál á hend- ur þeim fyrirtækjum sem eiga hlut að máli. Bush Bandaríkjafor- seti hefur lýst því yfir að hann muni samþykkja frumvarpið ef það hlýtur stuðning öldungadeild- arinnar. Andstæðingar vinna því að því hörðum höndum að fá öld- ungadeildarþingmenn á sitt band. Forsvarsmenn NRA, Lands- samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, fagna lagafrum- varpinu. Telja þeir að það muni koma í veg fyrir að fyrirtæki verði gjaldþrota af þeirri ástæðu einni að vopn frá þeim hafi verið notuð í óheiðarlegum tilgangi. Andstæð- ingar frumvarpsins benda aftur á móti á að það muni leiða til þess að vopnafyrirtæki sem fari gáleysis- lega með varning sinn sleppi við tilhlýðilega refsingu. Vopnaframleiðendur og dreif- ingaraðilar eiga nú yfir höfði sér fjölda lögsókna frá fórnarlömbum byssumanna, sem gætu haft í för með sér hundraða milljóna dollara tap vegna bótagreiðslna og lögfræðikostnaðar. Þar sem frumvarpið er afturvirkt er útlit fyrir að öll þessi mál verði látin niður falla. Það þýðir meðal ann- ars að fórnarlömb leyniskyttanna frá Washington geta ekki leitað réttar síns. Bandarískir þingmenn halda því fram að þann óvænta stuðning sem frumvarpið hefur hlotið megi rekja til aukins pólitísks áhrifa- valds samtaka á borð við NRA. Margir þeirra sem studdu frum- varpið segjast hafa greitt því at- kvæði af ótta við að skapa sér óvild vopnasamtaka og tapa þar með endurkjöri. Þingmenn demókrata hafa ítrekað komist að raun um að mun erfiðara er að ná kjöri, einkum í dreifbýli, ef þeir styðja ekki málstað vopnaeig- enda. ■ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Fylgi Samfylkingar mælist undir kjörfylgi í fyrsta skipti frá því síðasta haust. Könnun Gallup: Samfylking undir kjörfylgi STJÓRNMÁL Samfylkingin heldur áfram að tapa fylgi samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem birt var í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Samkvæmt henni mælist fylgi flokksins nú lægra en það var í kosningunum fyrir fjórum árum. Stjórnarflokkarnir halda meirihluta sínum á þingi ef niður- stöður könnunarinnar ganga eftir í kosningunum á laugardag. Framsókn nýtur stuðnings 16,4% kjósenda og Sjálfstæðisflokkur 37,1%. Samfylking fengi 26,1% samkvæmt könnuninni, Vinstri grænir 9,8% og Frjálslyndi flokk- urinn 9,3%. Nýtt afl fengi 1,1% og T-listi óháðra í Suðurkjördæmi 0,3% á landsvísu. ■ Óvenjumörg fíkniefnmál: Fíkniefni fundust við húsleit LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru handteknir í Reykjavík eftir að fíkniefni fundust á þeim. Hafði lögreglan stöðvað þá þar sem þeir óku um á laugardags- morgun. Þá fannst enn meira í bílnum eftir að hundur var feng- inn til aðstoðar. Í framhaldi af þessu var farið í húsleit hjá mönnunum og þar fannst tölu- vert af fíkniefnum. Óvenjumörg fíkniefnamál komu upp um síðustu helgi, sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Reykjavík. Flest voru þau tengd vörslu og neyslu. Um mið- nætti á laugardag veittu lög- reglumenn athygli ungum öku- manni sem þeir grunuðu um að vera með fíkniefni. Við leit á manninum fundust fíkniefni. Þá var fengin heimild til að leita heima hjá honum og fannst þar töluvert af fíkniefnum og einnig umtalsvert af peningum. Málið er í rannsókn. ■ Undanþága frá lögsókn: Stæðist ekki íslensk lög LAGAFRUMVARP Sigurður Líndal lagaprófessor er undrandi yfir bandaríska lagafrumvarpinu sem kveður á um friðhelgi vopnafyrir- tækja. Hann getur ekki ímyndað sér að frumvarp af þessu tagi yrði lagt fram hér á landi. „Að undan- þiggja menn bótaskyldu frá sak- næmum eða ólögmætum verknaði væri þvert á grundvallarreglu okkar laga. Ég sé það ekki fyrir mér að þetta fengi staðist lög hér á Íslandi. Þetta væri auk þess alveg út úr kortinu samkvæmt allri heil- brigðri skynsemi. Þeir sem aðhyll- ast pósítívisma í lögfræði myndu kannski segja að ekkert væri þessu til fyrirstöðu en ég held að sú hugmynd sé sem betur fer held- ur á undanhaldi.“ Sigurður viðurkennir þó að bandarískt réttarkerfi sé talsvert ólíkt hinu íslenska. „Það er margt í löggerð Bandaríkjanna sem ég skil ekki en ég á mjög erfitt með að sjá þetta gerast í Evrópuríki.“ ■ MENNTAMÁL Íslensku menntasam- tökin íhuga að fara í mál við Hafn- arfjarðarbæ vegna riftunar á samningi um rekstur leikskólans Tjarnaráss, að sögn Oddnýjar Mjallar Arnardóttur, lögmanns samtakanna. Oddný segir Íslensku mennta- samtökin gera alvarlega athuga- semd við stjórnsýsluhætti Hafn- arfjarðabæjar. „Við lítum svo á að riftun samningsins sé ólögmæt og teljum þennan gjörning ekki standast stjórnsýslulög. Þeir bera það fyrir sig að velferð barna hafi ekki verið tryggð vegna tíðra breytinga á starfsliði. Það er þekkt vandamál að erfitt er að manna leikskóla víða. Starfs- mannavelta á Tjarnarási var inn- an eðlilega marka,“ segir Oddný. Hún bendir á að ekki hafi nein efnisleg rök fyrir uppsögnunum komið fram af hálfu starfsfólks. Einnig vekur hún athygli á að starfsfólk hafi nú ráðið sig að nýju hjá Hafnarfjarðarbæ. „Það er ljóst að ástæðan að baki upp- sögnum starfsmanna var ekki önnur en að beita þrýstingi og fá þessu framgengt. Starfsfólkið lýst því yfir að ekki hafi neitt ver- ið við stefnuna að athuga en kvartar yfir samskiptum við Sunitu Gandhi. Hún hefur ekki verið á landinu í allan vetur og því óskiljanlegt með öllu hvað fólk er að tala um,“ segir Oddný Mjöll Arnardóttir. ■ STANGAVEIÐIFÉLAG Á AKUREYRI Stangveiðimenn í Eyjafirði hafa stofnað Stangaveiðifélag Akureyr- ar. Meðal markmiða félagsins er að standa vörð um hagsmuni og rétt stangveiðimanna á svæðinu. ÚTILISTAVERK VIÐ GEYSISHÚSIÐ Menningarmálanefnd Reykjavík- ur hefur samþykkt að útilista- verkinu Horfum eftir Steinunni Þórarinsdóttur verði komið fyrir á nýrri stétt framan við endur- byggðu Geysishúsin á Geysisgötu. EKKI HEITT VATN Á MÝRUM Orkuveita Reykjavíkur hefur kynnt bæjarráði Borgarbyggðar það mat sitt að ekki séu miklar líkur á að heitt vatn finnist á Mýr- um. LANDSPÍTALINN Fram að þessu hafa þeir sem þurft hafa nýtt nýra farið til útlanda og beðið þar. Oft hefur sú bið verið löng. Aukin þjónusta við Landspítala: Nýrnaígræðslur að hefjast ÍHUGA MÁLSÓKN Íslensku menntasamtökin gera alvarlegar athugasemdir við stjórnsýsluhætti Hafnar- fjarðarbæjar. Íslensku menntasamtökin: Íhuga að fara í mál Vopnaframleiðendur og sölumenn njóti friðhelgi Bandaríska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þess efnis að vopna- fyrirtækjum verði veitt undanþága frá lögsóknum. Talið er að þann óvænta stuðning sem frumvarpið hefur hlotið megi rekja til pólitísks áhrifamáttar vopnaeigenda í Bandaríkjunum. RÉTTAÐ YFIR LEYNISKYTTU Ef frumvarpið verður að lögum mun mál fórnarlamba leyniskyttanna frá Washington á hendur umdeildum vopnasala verða látið niður falla. ■ Lögreglufrétt LÁ MEÐ ÞÝFIÐ Í KRING Brotist var inn í Veganesti á Akureyri um helgina. Vegfarandi hafði orð- ið var við grunsamlegar manna- ferðir og gat gefið lögreglu greinargóða lýsingu á innbrots- þjófinum. Eftir nokkra leit fannst maðurinn þar sem hann lá í garði leikskóla í næsta nágrenni og í kring um hann var þýfið úr versl- uninni og áhöld til innbrots. Mál- ið telst upplýst. SIGURÐUR LÍNDAL „Fljótt á litið get ég ekki séð annað en að lagafrumvarp af þessu tagi væri algert brot á reglum um bótarétt á Ís- landi,“ segir lagaprófessor- inn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.