Fréttablaðið - 16.05.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 24
Leikhús 24
Myndlist 24
Bíó 28
Íþróttir 16
Sjónvarp 30
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
MYNDLIST
Englaborgin
tjóðruð
FÓLK
Sætir
sigrar
FÖSTUDAGUR
16. maí 2003 – 111. tölublað – 3. árgangur
bls. 38bls. 24
TÓNLIST
Draumur
sem rættist
bls. 25
EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn mun
gefa út ársfjórðungsrit sitt, Pen-
ingamál, í dag. Í ritinu verður ný
verðbólguspá bankans birt. Hefð
hefur skapast fyrir því að útgáfu-
dagur ársfjórðungsrits bankans
þjóni svipuðu hlutverki og dag-
setning vaxtaákvörðunarfunda hjá
erlendum seðlabönkum. Spurning-
in er því hvort vextir verði lækk-
aðir í dag.
Verðbólguspá
Seðlabankans
TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands ætlar að flytja ABBA-lögin
sívinsælu í glæsilegum búningi á
tónleikum í Háskólabíói. Breskir
söngvarar frá West End sjá um
sönginn, stjórnandi er Martin Yates
og íslensk hrynsveit kyndir undir.
ABBA
í Háskólabíói
MÁLÞING Samráðshópur um að
styrkja heilbrigðan lífsstíl barna og
unglinga stendur fyrir málþingi um
kynferðislegar tengingar í auglýs-
ingum og ábyrgð fjölmiða. Mál-
þingið verður haldið í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi og hefst
klukkan 13.
Kynferði og
auglýsingar
SAMRUNI Fyrirhugaður samruni
Kaupþings og Búnaðarbankans
hefur ekki skaðleg áhrif á sam-
keppni á bankamarkaði. Þetta er
niðurstaða Samkeppnisstofnunar
eftir athugun hennar á áhrifum
samrunans á ýmsa þætti banka-
starfsemi. Samkeppnisráð kemst
að þeirri niðurstöðu að þar sem
takmörkuð skörun sé á starfsemi
fyrirtækjanna og sterkir keppi-
nautar á mörkuðum mæli ekkert
gegn samruna þeirra.
Í úrskurði Samkeppnisstofn-
unar segir að þar sem Kaupþing
hafi fyrst og fremst starfað sem
fjárfestingabanki, með sérstaka
áherslu á eignastýringu, en Bún-
aðarbankinn starfi aðallega sem
viðskiptabanki með alhliða fjár-
málaþjónustu fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og stofnanir, verði
áhrif samrunans á einstökum
mörkuðum ekki svo mikil að
ástæða sé til að aðhafast.
Samruninn leiðir til samþjöpp-
unar á nokkrum mörkuðum,
verðbréfamiðlunum, verðbréfa-
útboði, fjárvörslu og rekstri
verðbréfasjóða. Samkeppni er þó
tryggð þar sem sameinaður banki
eigi áfram í samkeppni við tvo
öfluga keppinauta þar sem
Landsbankinn og Íslandsbanki
eru. ■
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
REYKJAVÍK Suðaustan 5-10
m/s og skýjað með köfl-
um. Hiti 7 til 13 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 3-8 Léttskýjað 11
Akureyri 3-8 Léttskýjað 11
Egilsstaðir 5-10 Léttskýjað 13
Vestmannaeyjar 8-13 Skýjað 11
➜
➜
➜
➜
+
+
Samkeppnisstofnun samþykkir áform Kaupþings og Búnaðarbanka:
Samruninn flaug í gegn
Davíð Oddsson
hættir eftir tvö ár
Í HJÓLREIÐATÚR MEÐ HUNDINN Fjöldi fólks nýtti góða veðrið í gær og fór í göngutúr eftir Ægisíðunni. Sumir notuðu tækifærið
til að viðra hundinn sinn. Veðurstofan spáir suðaustan átt á höfuðborgarsvæðinu á morgun og allt að 13 stiga hita.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
STJÓRNARMYNDUN Formenn stjórn-
arflokkanna munu ásáttir um að
Davíð Oddsson haldi áfram sem
forsætisráðherra í tvö ár og að
þeim tíma liðnum taki Halldór Ás-
grímsson við. Ekki er búist við
andstöðu við þessa tilhögun innan
flokkanna.
Davíð Oddsson og Halldór Ás-
grímsson funduðu í gær. Ekki er
gert ráð fyrir að stjórnarsáttmáli
og skipting ráðuneyta liggi fyrir
fyrr en í næstu viku.
Sjálfstæðismenn gera ráð fyrir
að Davíð hætti í ríkisstjórn þegar
Halldór tekur við. Það þarf ekki að
þýða að hann hætti á Alþingi. Rætt
hefur verið um endurskipulag
ráðuneyta, jafnvel fækkun þeirra.
Ólíklegt er að það verði gert sam-
hliða stjórnarmynduninni. Við-
mælendur nefna að það verði frek-
ar gert á næsta ári, á 100 ára af-
mæli heimastjórnarinnar.
Skipting ráðuneyta milli flokka
verður væntanlega svipuð og hún
er nú. Helst er rætt um að Fram-
sóknarflokkur fái menntamála-
ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkur
heilbrigðisráðuneyti. Innan Fram-
sóknarflokksins er andstaða við
þau skipti. Minnt er á að stefna
flokkanna í heilbrigðismálum er
ólík þar sem framsóknarmenn
vilja fara hægar í einkavæðingu
en sjálfstæðismenn.
Tómas Ingi Olrich er sá ráð-
herra Sjálfstæðisflokks sem
stendur tæpast. Heimildir segja
hann ekki hafa staðið undir þeim
væntingum sem til hans voru
gerðar eftir að hann tók við af
Birni Bjarnasyni.
Halldór Ásgrímsson var á
miklum þeytingi í gær. Þegar
Fréttablaðið ræddi við hann
seinnipartinn sagði hann ekki búið
að ganga frá neinum málaflokk-
um. „Þetta gengur allt sinn eðli-
lega gang,“ sagði Halldór og ítrek-
aði fyrri ummæli sín um að hann
ætti ekki von á því að stjórnar-
myndun kláraðist fyrr en í næstu
viku. Halldór sagði engar ákvarð-
anir teknar um skiptingu ráðu-
neyta. „Það er ekkert farið að
ræða þau mál.“ ■
Heimildir herma að samkomulag sé um að Halldór Ásgrímsson taki við sem forsætisráðherra
2005, á miðju kjörtímabili. Ólíklegt að ráðist verði í uppstokkun ráðuneyta áður en stjórnarsam-
starfið verður endurnýjað. Ekki búist við miklum breytingum.
DAVÍÐ ODDSSON
Sjálfstæðismenn gera ráð fyrir að Davíð
hætti í ríkisstjórn þegar Halldór tekur við.
Forsetabrúðkaup:
Giftu sig
á afmælinu
BESSASTAÐIR Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, og Dorrit
Moussaieff gengu í hjónaband á
Bessastöðum í fyrradag. Guð-
mundur Sophusson, sýslumaður í
Hafnarfirði, gaf þau saman að
lokinni afmælishátíð sem haldin
var til heiðurs forsetanum sextug-
um þennan sama dag.
Dætur forsetans og nánustu
skyldmenni voru viðstödd lát-
lausa athöfnina sem fór fram í
Bessastaðastofu en að henni lok-
inni snæddu brúðhjónin og gestir
þeirra kvöldverð. ■
FORSVARSMENN NÝS BANKA
Allt útlit er fyrir að Kaupþing og Búnaðar-
bankinn sameinist 27. maí næst komandi. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
OG DORRIT MOUSSAIEFF
Þau opinberuðu trúlofun sína árið 2000
og voru gefin saman af sýslumanni á
Bessastöðum að kvöldi 14. maí 2003.
M
YN
D
/G
U
N
N
AR
G
. V
IG
FÚ
SS
O
N