Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 23
Útskriftarsýning myndlistar- og
hönnunarnemenda Listaháskóla Íslands
stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsinu.
Ríkharður Valtingojer og Helgi
Snær Sigurðsson halda sýningu, sem
þeir nefna Tvíraddað, í sýningarsal fé-
lagsins Íslenskrar grafíkur í Hafnarhús-
inu. Sýningin stendur til 25. maí.
Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir
yfirlitssýning á verkum Gerðar Helga-
dóttur.
Sýning Þorbjargar Höskuldsdóttur í
Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5
stendur til 14. maí.
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og
Pétur Magnússon sýna í Gallerí Skugga
þar sem gefur að líta 100% nælon og
lakk. Einnig vínylveggfóður með blóma-
mótífum og ljósmyndum af þeim ásamt
öðrum ljósmyndum og stáli.
Í Hallgrímskirkju stendur yfir sýning
á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardótt-
ur. Verkin eru unnin í ull, hör, sísal og
hrosshár. Hugmyndir að verkum sínum
sækir Þorbjörg til íslenskrar náttúru og
vinnur úr þeim á óhlutbundinn hátt.
Sýningin er opin daglega kl 9-17 og lýk-
ur 26. maí.
Ella Magg sýnir ný og „öðruvísi“ ol-
íumálverk í Listasal Man, Skólavörðu-
stíg 14. Sýning hennar stendur til 18
maí og er opin virka daga frá kl. 10-18,
laugardaga frá kl. 11-18 og sunnudaga
frá kl. 15-18.
Nú stendur yfir einkasýning Markús-
ar Þórs Andréssonar í Englaborg,
Flókagötu 17. Húsið byggði listmálarinn
Jón Engilberts sem vinnustofu og íbúð
handa sér og fjölskyldu sinni skömmu
eftir stríð. Í húsinu er stór salur sem nú
er í fyrsta sinn lagður í hendur utanað-
komandi listamanns.
Fimmta alþingiskosningasýning
Kristjáns Guðmundssonar hófst í
Slunkaríki á Ísafirði á laugardaginn. Að
þessu sinni er Kristján með grafíkmyndir
í farteski sínu.
Birgir Rafn Friðriksson er með
einkasýningu á Næsta bar við Ingólfs-
stræti í Reykjavík. Sýningin heitir Portret
x og stendur til 7. júní.
Jóna Þorvaldsdóttir sýnir átta svart-
hvítar ljósmyndir á Mokka við Skóla-
vörðustíg. Myndirnar eru teknar í Sló-
veníu, Bandaríkjunum, Portúgal og á
Kúbu á árunum 2000 til 2002. Jóna
vinnur myndirnar allar í höndum, bæði
framköllun og stækkun.
Inger Helene Bóasson sýnir svart-
hvítar ljósmyndir í Vínbarnum. Myndirn-
ar kallar hún landslag líkamans.
Sýningin Handritin stendur yfir í
Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á
vegum Stofnunar Árna Magnússonar.
Einnig er þar sýning sem nefnist Ís-
landsmynd í mótun - áfangar í korta-
gerð.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
FÖSTUDAGUR 16. maí 2003
■ TÓNLIST
25
Ég hef það fyrirvana að fara á
þessar sýningar
og verð aldrei
fyrir vonbrigðum
enda alltaf eitt-
hvað sniðugt sem
krakkarnir eru að gera“, segir
tónlistar- og útvarpsmaðurinn dr.
Gunni um útskriftarsýningu
myndlistar- og hönnunarnemenda
Listaháskóla Íslands. „Mér sýnist
þetta vera ágætis árgangur í ár en
það er samt ljóst að fólk leggur
mismikið á sig við sín verkefni
enda mun framtíðin væntanlega
verða þessu fólki misuppskerurík
í beinu sambandi við það.“
Mittmat
Fyrir þremur árum stofnaðiElín Ósk Óskarsdóttir söng-
kona kór sem hlaut nafnið Söng-
sveit Hafnarfjarðar. Stefnan var
strax tekin á að kórinn sérhæfði
sig í flutningi óperutónlistar. Fyr-
ir fáeinum vikum var svo ákveðið
að breyta um nafn. Hér eftir
skyldi þessi kór heita Óperukór
Hafnarfjarðar.
„Á sínum tíma ákvað ég líka að
alltaf þegar við kæmum fram
myndum við vera klædd eins og á
galakvöldi. Við notum ekki hefð-
bundna kórbúninga heldur eru
konurnar í flottum kjólum, hver
eftir sínu höfði, og karlmennirnir
í smóking,“ segir Elín Ósk.
Þetta árið heldur kórinn tvenna
vortónleika. Þeir fyrri voru á mið-
vikudagskvöldið en þeir síðari í
kvöld. Eins og fyrri árin eru tón-
leikarnir haldnir í Hafnarborg,
menningar- og listamiðstöð Hafn-
arfjarðar.
„Eins og á fyrri tónleikum okk-
ar flytjum við atriði bæði úr óper-
um og óperettum. Við erum með
atriði úr óperunni Cavallera Rust-
icana, kóra úr Nabucco og I lom-
bardi, og svo eftir hlé er röðin
komin að óperettunum Leðurblök-
unni og Sígaunabaróninum.“
Einsöngvarar með kórnum að
þessu sinni verða þau Guðrún
Ingimarsdóttir sópran og Þorgeir
J. Andrésson tenór. Auk þess hef-
ur kórinn á að skipa fjölda lærðra
söngvara sem einnig taka þátt í
leiðandi hlutverkum.
„Svo er ég með alveg frábæran
píanóleikara sem er hljómsveitin
mín. Það er hann Peter Maté, sem
er afskaplega flinkur listamaður.“
En skyldi þetta ekki vera
óstjórnleg bjartsýni af Elínu Ósk,
að stofna annan óperukór hér uppi
á Íslandi án þess að hafa neina
starfandi óperu til að byggja
starfsemi sína á?
„Einhver verður að vera bjart-
sýnn. Þetta var draumur hjá mér í
mörg ár að stofna kór sem væri í
minni deild, óperudeildinni. Ég
hef alltaf heillast af þessum sam-
hljóm í kórsöng. Svo ákvað ég
bara að þetta skyldi ganga. Það
hafa líka allir hjálpast að, maður
hefur fengið svo gott fólk í lið
með sér. Þetta er auðvitað mikil
vinna að koma saman svona stóru
prógrammi, en þetta er afskap-
lega ánægjuleg vinna.“
gudsteinn@frettabladid.is
Draumur
sem rættist
ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR STJÓRNANDI, PETER MÁTÉ
PÍANÓLEIKARI, GUÐRÚN INGIMARSDÓTTIR SÓPRAN
OG ÞORGEIR J. ANDRÉSSON TENÓR.
Óperukór Hafnarfjarðar heldur tónleika klukkan átta í kvöld í
Hafnarborg, Hafnarfirði. Kórinn er sköpunarverk Elínar Óskar
Óskarsdóttur óperusöngkonu.
✓