Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 2
2 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR „Vel.“ Skjár einn ætlar að setja áskriftarsjónvarp á lagg- irnar í haust undir nafninu Skjár tveir. Sigurður G. Guðjónsson er forstjóri Stöðvar 2 sem er líka áskriftarsjónvarp. Spurningdagsins Sigurður, hvernig líst þér á Skjá tvo? ■ Erlent HABL RÁÐSTEFNA Blái depillinn er veiran illskæða Finnland: Líklega ósýktur FINNLAND, AP Finnskir læknar greina frá því að Finninn ungi sem grunur lá um að væri smitað- ur af HABL fyrir skemmstu, væri nánast örugglega ekki sýktur. Þetta segja þeir eftir að frekari rannsóknir hafa ekki leitt neitt í ljós sem styrkir líkurnar á smiti. „Ég yrði ákaflega hissa ef þetta reynist vera HABL,“ sagði Pauli Leinikki, frá Heilbrigðisráðuneyti Finnlands. „Við getum samt sem áður ekki verið hundrað prósent vissir.“ Leinikki sagði að erfitt væri að finna niðurstöðu úr þeim fjöl- mörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið og tekið gæti tíma að staðfesta eina niðurstöðu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf út fréttatilkynningu þess efn- is að Finninn yrði áfram á lista stofnunarinnar yfir tilfelli þangað til annað kæmi í ljós. ■ HRÆÐSLA Í NEW YORK Það fór um marga íbúa New York þegar Boeing farþegavél flaug lágt yfir Manhattan snemma morguns. Hringingum frá skelkuðum íbú- um rigndi í neyðarnúmerið 911. Í ljós kom að um var að ræða sér- stakan heiðurshring flugvélar sem var full af hermönnum að snúa heim eftir stríðið í Írak. Eft- ir ákafar óskir hermannanna var vélinni gefið sérstakt leyfi til lág- flugs nálægt Manhattan. Hassmálið: Á leið til Þýskalands RANNSÓKN „Lögreglan hefur sent menn á sínum vegum til Þýska- lands til að hjálpa til við rannsókn í hassmálinu,“ segir Hörður Jó- hannesson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. Þýska lögreglan handtók á dög- unum fimm manns í þýskum fíkni- efnahring. Málið tengist handtöku tveggja manna í haust, Þjóðverja og Íslendings, og eru þeir í gæslu- varðhaldi. Þjóðverjinn var hand- tekinn er hann reyndi að smygla einu kílói af hassi og 900 gr. af am- fetamíni. Íslendingurinn var hand- tekinn í kjölfarið og hefur kæra verið lögð á hendur þeim. ■ DÓMSMÁL Sjúkraflutningamaður hefur verið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um kynferðislega áreitni gegn konu sem flutt var á spítala í sjúkrabíl. Sjúkrabíll hafði verið kallaður að heimili konunnar á árinu 2001. Hún hafði reynt sjálfsvíg með lyfjainntöku. Sjúkraflutninga- maðurinn var einn með konunni aftur í sjúkrabílnum. Konan segir að hann hafi þá leitað á sig, meðal annars sleikt brjóst sín. Þessu neitar maðurinn og segist aðeins hafa hlynnt að konunni á eðlilegan hátt. Konan setti ásakanir sínar gegn manninum fram við starfs- fólk spítalans þegar við komuna þangað. DNA rannsókn leiddi í ljós að munnvatn á brjóstum hennar var úr manninum. Hæsti- réttur taldi hins vegar ekki útilok- að að munnvatnið úr manninum hafi borist á brjóst hennar með eðlilegum hætti. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánaða fangelsi. Hann hafði verið sviptur atvinnu sinni sem hann hafði gegnt í þrett- án ár fyrir atvikið. ■ SJÚKRABÍLL Sjúkraflutningamaður var rekinn úr starfi eftir að Héraðsdómur dæmdi hann sekan um áreiti gagnvart konu sem hann flutti. Hæstiréttur hefur nú sýknað manninn. Hæstiréttur snýr dómi Héraðsdóms: Sýknaður af áreiti í sjúkrabíl ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR Hagnaður minnkar þótt tekjur aukist. Íslenskir aðalverktakar: Tekjurnar tvöfaldast UPPGJÖR Rekstur Íslenskra aðal- verktaka skilaði 2,3 milljarða króna tekjum á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs, nær tvöfaldri upp- hæð tekna á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður eftir skatta minnk- ar þó á milli ára. Hann er 73 millj- ónir í janúar til mars á þessu ári en var 111 milljónir fyrstu þrjá mánuði síðasta árs. Skuldir félagsins hafa minnk- að milli ára. Þær voru 5,5 millj- arðar í lok mars á síðasta ári en 4,7 milljarðar ári síðar. Bókfært eigið fé nam 3,4 milljörðum í lok fyrsta ársfjórðungs, rúmum hundrað milljónum meira en í upphafi árs. ■ LÍBANSKUR ÖRYGGISVÖRÐUR Gæsla hefur verið efld við erlend sendiráð í Líbanon. Líbanon: Árás á sendi- ráð afstýrt LÍBANON, AP Háttsettur líbanskur fulltrúi skýrði frá því að níu menn, grunaðir um að ætla að ráð- ast á bandaríska sendiráðið í land- inu og ræna háttsettum mönnum í stjórn Líbanon, hefðu verið hand- teknir. Um er að ræða sjö Líbana og tvo Palestínumenn. Þessar fréttir koma beint í kjölfar yfirlýsinga Bandaríkja- manna um að vitað væri að liðs- menn al Kaeda væru að skipu- leggja mun fleiri árásir á erlenda borgara í þessum heimshluta. Yfirvöld í Líbanon staðfestu þó ekki að um meðlimi í al Kaeda væri að ræða. ■ LONDON, GUARDIAN Bernard Gesch, lífeðlisfræðingur við Oxford há- skóla í Bretlandi, gerði merkilega uppgötvun þegar hann rannsakaði áhrif þess að auka næringu fanga í bresku fangelsi sem fram að því höfðu fengið minna af næringar- efnum í mat sínum en RDS (ráð- lagður dagskammtur) breskra stjórnvalda kveður á um. Ráð- lagðir dagskammtar eru það magn nauðsynlegra næringarefna sem talið er fullnægja þörfum alls þorra fólks. Uppgötvunin sem Gesch gerði varð þegar hann jók skammtinn þannig að hver fangi fékk sinn ráðlagða dagskammt af næringar- efnum. Á einu ári fækkaði aga- v a n d a m á l u m innan veggja fangelsisins um 35%. Gesch var ekki hissa. „Heilinn er 2% af líkamsmassa fólks en notar 20% af orkuforð- anum. Þetta þýð- ir að við verðum að taka miklu al- varlegar mikil- vægi matar og næringar á mann- eskjuna.“ ■ Fangar friðsamari eftir tilraun: Næring hefur áhrif á hegðun KOSNINGAR Frjálslyndi flokkurinn hefur sent yfirkjörstjórnum allra kjördæma bréf þar sem farið er fram á endurtalningu atkvæða í nýliðnum alþingiskosningum. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndra, segir að svo virðist sem ýmsar brotalamir hafi verið á framkvæmd kosning- anna og ekki verið samræmi í vinnubrögðum milli kjördæma. Þetta geti hafa haft áhrif á úrslitin, þar sem mjög fá atkvæði hafi skil- ið að síðustu og næstu þingmenn. Frjálslyndir vilja að sérstök áhersla verði lögð á talningu og úr- skurði varðandi vafaatkvæði og ut- ankjörfundaratkvæði. Í bréfi Frjálslyndra til yfirkjörstjórna segir að sum utankjörfundarat- kvæði hafi verið dæmd ógild þar sem þau hafi ekki verið rétt fyllt út af sýslumanni. Þá hafi sum utan- kjörfundaratkvæði einnig verið dæmd ógild þar sem fólki hafi ver- ið sagt að koma þeim til yfirkjör- stjórnar í viðkomandi kjördæmi. Kosningalögin kveði hins vegar skýrt á um að nægjanlegt sé að koma bréfi með utankjörfundarat- kvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn sé á kjörskrá. Guðjón Arnar segir að haft hafi verið samband við hina stjórnar- andstöðuflokkana og að þeir séu hlynntir endurtalningu. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Fréttablaðsins hafa yfir- kjörstjórnir ekki umboð til þess að ákvarða um endurtalningu at- kvæða, þar sem þær láta af störf- um um leið og þær skila af sér kosningunni. Dómstólar úrskurða ekki heldur um endurtalningu, heldur er valdið í höndum nýkjör- inna alþingismanna. Alþingi hefur aðeins heimild til að ákvarða um endurtalningu. Lögmaður sem Fréttablaðið ræddi við segir þetta vera mikinn galla á kosningalöggjöfinni og ljóst sé að endurskoða þurfi hana með tilliti til þessa. Ótækt sé að alþingismenn séu dómarar í eigin sök. trausti@frettabladid.is GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Formaður Frjálslynda flokksins telur að ýmsar brotalamir hafi verið á framkvæmd kosning- anna og að ekki hafi verið samræmi í vinnubrögðum milli kjördæma. Frjálslyndir vilja endurtalningu Formaður Frjálslynda flokksins segir ýmsar brotalamir hafa verið á framkvæmd kosninganna. Alþingi sjálft ákvarðar um endurtalningu. Ótækt segir lögmaður sem Fréttablaðið ræddi við. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FANGELSI Ólátum fækkaðu um 35 prósent á milli ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.