Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 10
10 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR
UPPGJÖR Tap DeCode var minna á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs en
á sama tímabili síðasta árs. Tap
fyrirtækisins fyrstu þrjá mán-
uði ársins nam 950 milljónum
króna. Fyrir ári síðan nam tapið
1.160 milljónum króna.
Tekjur fyrirtækisins rúmlega
tvöfölduðust á milli ára. Þær
fóru úr tæpum 400 milljónum
króna 2002 í 860 milljónir á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Sú
aukning endurspeglar vöxt í
vöruþróun og þjónustustarfsemi
fyrirtækisins í kjölfar þess að
það yfirtók fyrirtæki á sviði
lyfjaþróunar.
Eigið fé DeCode nam 5,8
milljörðum króna við lok fyrsta
ársfjórðungs. Það dugar félag-
inu til eins og hálfs árs reksturs
miðað við óbreytta afkomu. „Eft-
ir því sem árinu líður fram ger-
um við ráð fyrir að minnka mun-
inn á tekjum og útgjöldum á nú-
verandi starfsemi okkar,“ segir
Kári Stefánsson, stjórnarfor-
maður fyrirtækisins, í yfirlýs-
ingu sem fylgdi þriggja mánaða
uppgjöri fyrirtækisins. ■
ÍSLENSK ERFÐAGREINING
Móðurfélag ÍE hefur rúmlega tvöfaldað tekjur sínar á einu ári.
Tekjur á fyrsta ársfjórðungi tvöfaldast milli ára:
Tap DeCode minnkar
Betur spilað úr
fylgistapinu
Mikið þarf að gerast til að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki áfram í ríkis-
stjórn og sterkari en eftir þau skipti sem flokkurinn hefur áður tapað fylgi.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
11
66
05
/2
00
3
Smáralind
mán.-fös. kl. 11-19
lau. kl. 11-18
sun. kl. 13-18
Glæsibæ
mán.-fös. kl. 10-18
lau. kl. 10-16
OPIÐ
www.utilif.is
Smáralind - Glæsibæ
Sími 545 1550 og 545 1500
Frábær vortilboð
20 - 30% afsláttur
stangir - hjól - vöðlujakkar
- öndunarvöðlur og fleira!
Gildir aðeins í Glæsibæ.
GISTINÓTTUM FJÖLGAR
Gistinætur voru nær tíu prósent fleiri í
mars síðastliðnum en á sama tíma á
síðasta ári, að því er fram kemur í
bráðabirgðatölum sem Hagstofan hefur
tekið saman. 69.000 gistinætur voru
skráðar í mars í ár, þær voru 63.000 á
síðasta ári. Miklu munar þó á því hvern-
ig fjöldi gistinátta breytist eftir land-
svæðum.
FJÖLGUN GISTINÓTTA
Höfuðborgarsvæðið +54%
Vesturland +5%
Vestfirðir +5%
Norðurland -14%
Austurland -48%
Suðurland +54%
Suðurnes +5%
Svonaerum við
STJÓRNMÁL Þrátt fyrir að útkoma
Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosn-
ingum sé um margt lík kosningun-
um 1978 virðist eftirleikurinn ætla
að verða allt annar. Flokkurinn
verður áfram í stjórn og hljóðið í
þingmönnum flokksins er ekki þan-
nig að þeir séu spenntir fyrir að
gefa forsætisráðuneytið eftir.
Útkoman nú er
að einu leyti verri
en 1978, þegar
flokkurinn tapaði
miklu fylgi og féll
úr stjórn. Flokkur-
inn tapar forystu í
tveimur kjördæm-
um þar sem hann hefur borið höfuð
og herðar yfir aðra. Forystumaður
annars flokks hefur aðeins einu
sinni áður verið fyrsti þingmaður
sunnanverðs landsins frá því ein-
menningskjördæmi voru aflögð.
Það var 1979 þegar sérframboð
Eggerts Haukdal setti strik í reikn-
ing sjálfstæðismanna, rétt eins og
sérframboð Kristján Pálssonar nú.
Það hefur ekki áður gerst í Reykja-
vík að þingmaður annars flokks sé
efsti þingmaður kjördæmisins en
nú gerist það í kjördæmi formanns-
ins sjálfs, nokkuð sem mörgum
Sjálfstæðismönnum gremst mjög.
Sú spurning vaknar hvort staða
Davíðs Oddssonar formanns hafi
veikst eitthvað í kosningunum. Ef
undan eru skildar borgarstjórnar-
kosningarnar 1978 má segja að
þetta sé í fyrsta skipti sem hann er
ekki í sigurliði, fyrsta skipti í nær
aldarfjórðung sem hann leiðir ekki
sigurlið. Þingmenn flokksins sem
rætt var við neita því þó að staða
Davíðs hafi nokkuð breyst. Hann sé
enn óumdeildur leiðtogi og verði
það áfram. Það eina sem sé því lík-
legt til að kalla á slíkar breytingar
sé vilji Davíðs sjálfs til breytinga.
Slök útkoma kvenna veldur
mörgum í flokknum áhyggjum.
Rúmlega helmings fækkun er ekki
góð afspurnar og það bætir ekki
stöðuna að allir nýir þingmenn
flokksins eru karlmenn. „Það þarf
að taka á þessu og það verður tekið
á þessu,“ sagði Einar Oddur Krist-
insson, þingmaður úr Norðvestur-
kjördæmi. Þar eru það reyndar ekki
aðeins sjálfstæðismenn sem komu
konum ekki á þing, aðeins einn af
tíu þingmönnum kjördæmisins er
kona. Þingmenn sem blaðið hefur
rætt við telja margir að fjölga verði
konum í ráðherraliði flokksins.
brynjolfur@frettabladid.is
■
„Það þarf að
taka á þessu og
það verður tek-
ið á þessu.“
FYLGI SJÁLFSTÆÐISFLOKKS
EFTIR KJÖRDÆMUM
2003 1999
Reykjavík norður 35,5% 45,7%
Reykjavík suður 38,0% 45,7%
Suðvesturkjördæmi 38,4% 44,7%
Norðvesturkjördæmi 29,6% 32,0%
Norðausturkjördæmi 23,5% 28,8%
Suðurkjördæmi 29,2% 39,7%
DAVÍÐ ODDSSON
Staða hans hefur ekkert breyst eftir kosningar, segja viðmælendur innan Sjálfstæðisflokks.