Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 34
36 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR ■ Jarðarfarir L J Ó S M Y N D A S T Ú D Í Ó P É T U R P É T U R S S O N Álfur sem byggir upp fólk Um helgina gefst landsmönn-um kostur á að styrkja SÁÁ með kaupum á álfinum. „Þetta er í þrettánda skipti sem álfur- inn er seldur. Hann er tileinkað- ur ungu fólki – uppbyggingu á meðferð fyrir unglinga og upp- byggingu þessa unga fólks,“ segir Gunnar Ó. Kvaran hjá SÁÁ. „Álfurinn byggir upp fólk.“ Landsmenn hafa stutt mikið við bakið á SÁÁ og tekið vel á móti álfinum. „Hann er orðinn fastur liður í þjóðfélaginu og okkur hefur alltaf verið tekið afskaplega vel. Við setjum markið hátt og vonum að lands- menn taki vel á móti okkur. Þetta er okkar aðal fjáröflun.“ Safnanir undanfarinna ára hafa orðið til þess að fjöldi ungs fólks hefur fengið tækifæri til þess að snúa við blaðinu og leggja út í lífið laust við drauga vímuefnanna. Byggð hefur ver- ið upp sérstök unglingadeild á Vogi. „Við fylgjum eftir með- ferðinni og höldum utan um þetta unga fólk lengi eftir með- ferð. Við kennum því að lifa líf- inu án eiturefna.“ ■ Sakamál á afmælisdaginn 57 ÁRA „Ég verð að vinna á Ísafirði við að flytja mál; sakamál,“ segir afmælisbarn dagsins, Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður. „Ég flýg vestur að morgni og heim að kveldi,“ segir hann. Róbert Árni er 57 ára í dag og finnur ekki mikið fyrir aldrinum. Nema hvað: „Það hefur dregið úr úthaldinu í ljúfa lífinu. Það er það helsta sem ég finn og er svo sem allt í lagi. Allt hefur sinn tíma og ljúfa lífið er eins og tímabil í lífi hvers manns sem allir verða að reyna en alls ekki að láta vara að eilífu,“ segir lögmaðurinn sem vonast til að konan bíði með kvöldverð þegar hann snýr heim frá Ísafirði í kvöld. „Það væri indælt að fá eitthvað gott að borða yfir kertaljósum heima. Það er alltaf yndislegt,“ segir Róbert Árni sem hélt myndarlega upp á fimmtugsafmælið sitt fyrir sjö árum. „Þá sló ég upp veislu á Hót- el Sögu og tók á móti 200 gestum. Þegar ég verð sextugur er konan búin að lofa að bjóða mér til Las Vegas. Ég vona að það standi því ég er þegar farinn að hlakka til,“ segir Róbert Árni. ■ RÓBERT ÁRNI 200 manns á Sögu á fimmtugsafmælinu – stefnir á Las Vegas sextugur. Afmæli RÓBERT ÁRNI HREIÐARSSON ■ lögmaður er 57 ára í dag. Hann verð- ur á ferð og flugi því hann þarf að flytja sakamál vestur á Ísafirði í dag. Hann von- ar þó að konan bíði heima með kertaljós og góða steik þegar hann snýr aftur með Fokkernum í kvöld. Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. 10.30 Elín Guðjónsdóttir, Laugarásvegi 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Halldóra Haraldsdóttir, Fífu- hvammi 39, Kópavogi, veður jarð- sungin frá Digraneskirkju. 13.30 Hansína Sigurbjörg Hjartardóttir verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju. 13.30 Hrefna Kristjánsdóttir, Arnar- tanga 46, Mosfellsbæ, veður jarð- sungin frá Fossvogskapellu. 13.30 Sigríður Sóley Sveinsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju. 13.30 Stefán Bryngeir Einarsson, Keilu- síðu 12c, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 15.00 Baldvin Árnason, Miklubraut 68, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Elsa Georgsdóttir, Hátúni 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju. FYRIR UNGA FÓLKIÐ Gunnar Ó. Kvaran hvetur landsmenn til að taka vel á móti sölufólki álfsins um helgina. Fjáröflun ■ Álfurinn verður til sölu um helgina. Sala hans er aðalfjáröflun SÁÁ. Lands- menn hafa ávallt tekið álfinum vel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.