Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 16
18 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR ...allt sem segja flarf stær›ir 35-46 ver› 7.990.- margir litir Fimleikasamband Íslands 35 ára: Afmælis- sýning í Höllinni FIMLEIKAR Fimleikasamband Ís- lands heldur upp á 35 ára afmæli sitt á morgun. Af því tilefni verður haldin af- mælissýning í Laugardalshöll á sunnudag og hefst hún klukkan 16.00. Þar mun fimleikafólk á öll- um aldri sýna listir sýnar. Þar á meðal verður að finna fremsta fimleikafólk landsins í áhaldafim- leikum, hópfimleikum og þolfimi. Í tilefni af afmælinu mun nefnd UEG, Fimleikasambands Evrópu í almennum fimleikum, halda fund í Reykjavík á morgun og á laugardag. Nefndarmenn verða síðan heiðursgestir á af- mælissýningunni á sunnudag. ■ HANDBOLTI Íslandsmeistaratitillinn sem Halldór fagnaði á dögunum er sá þriðji í röðinni á undanförn- um fjórum árum. Auk þess hefur hann hampað þremur bikarmeist- aratitlum og þremur deildar- meistaratitlum með Hafnarfjarð- arliðinu. Sigurganga Hauka hefur því verið mikil á undanförnum árum og er hún ekki síst fyrirliðanum Halldóri að þakka. „Það er búið að ganga vel í gegnum árin og ég er mjög stoltur af því,“ sagði Halldór í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að hlutirnir hafi farið að smella saman hjá Haukum á þess- ari leiktíð þegar nýtt ár gekk í garð. „Eftir brösugt gengi framan af vetri tókum við okkur saman í andlitinu eftir áramót og spiluð- um mjög vel eftir það.“ Halldór, sem er 35 ára, hefur undanfarið verið orðaður við Fylki úr Árbænum, sem ekki tefldi fram karlaliði á þessari leiktíð. Hann segir óljóst hvað taki við hjá sér á næstu leiktíð og ætlar að hugsa málin vandlega nú þegar Íslandsmótinu er lokið. Að- spurður segir hann ekki útilokað að vera áfram hjá Haukum. „Það kemur allt til greina, en ef ég fer frá Haukum þá fer ég í þjálfun,“ segir Halldór. Ef svo fer segist hann að öllum líkindum ætla að spila meðfram þjálfuninni. Halldór, sem er fæddur og upp- alinn á Seltjarnarnesi, gekk til liðs við Hauka árið 1990 og hefur spil- að með liðinu allar götur síðan, ef frá er talið árið 1994 þegar hann spilaði í Noregi. Honum hefur lík- að vistin hjá Hafnarfjarðarliðinu afar vel og segir Hauka vera mjög góðan klúbb til að leika með. Að sögn Halldórs var Íslands- mótið í ár jafnara en oft áður. „Það eru fleiri lið sem eru að koma og blanda sér í baráttuna, þannig að það getur allt gerst á komandi árum,“ sagði nýbakaður Íslandsmeistarinn að lokum. freyr@frettabladid.is MEÐ BIKAR Á LOFTI Halldór Ingólfsson hampar Íslandsmeistarabikarnum. Halldór skoraði fimm mörk í fjórða og síðasta leik Hauka og ÍR í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Sexfaldur meistari Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, hampaði sínum þriðja Íslandsmeistartitli. Halldór er nú orðaður við Fylki eftir 12 ár hjá Haukum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Tottenham er sagt vera á höttun-um eftir Ástralanum Mark Viduka, framherja Leeds United. Viduka, sem er 27 ára, á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við lið- ið. Hann gekk til liðs við Leeds frá Celtic fyrir þremur árum síðan. Kevin Phillips, framherji Sund-erland, gæti verið á leiðinni til Middlesbrough. Phillips, sem er 29 ára, hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa Sunderland en liðið féll úr úrvalsdeildinni á nýafstað- inni leiktíð. FÓTBOLTI Val er spáð sigri í Lands- bankadeild kvenna. Niðurstaðan kemur Helenu Ólafsdóttur, þjálfara Vals, ekki á óvart eftir gott gengi liðsins á vormótunum. „Markmiðið í sumar er að gera betur en í fyrra,“ segir Helena. „Við enduðum í 3. sæti og vorum ekki sáttar við það. Þetta verður erfið barátta í sumar því Breiðablik, KR og ÍBV hafa bætt við sig mannskap frá vormótunum. Við erum ekkert að spá í þessa spá og setjum okkar eigin markmið.“ Helena segir Valsliðið næstum fullmannað fyrir sumarið. Rakel Logadóttir er komin frá námi í Bandaríkjunum og Íris Andrésdótt- ir er byrjuð að leika að nýju eftir meiðsli. Hins vegar er óvíst hvenær fyrirliðinn Rósa Steinþórs- dóttir byrjar að leika og veldur það Helenu líka áhyggjum sem lands- liðsþjálfara. Valur hefur einnig fengið góðan liðsstyrk fyrir sumarið. Guðbjörg Gunnarsdóttir kom frá FH, Nína Ósk Kristinsdóttir frá Reyni Sand- gerði og Pála Marie Einarsdóttir frá Haukum. „Þær hafa komið með nýja vídd inn í liðið og aukinn bar- áttuanda. Þær eru vanar að þurfa að berjast fyrir sínu og hafa allar staðið sig mjög vel.“ ■ HELENA Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, segir það markmið liðsins að gera betur en í fyrra. Landsbankadeild kvenna: Markmiðið að gera betur en í fyrra Valur 176 KR 160 Breiðablik 151 ÍBV 129 Þór/KA/KS 86 Stjarnan 83 Þróttur/Haukar 42 FH 37 ■ Fótbolti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.