Fréttablaðið - 16.05.2003, Síða 4

Fréttablaðið - 16.05.2003, Síða 4
4 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR Á Ólafur Ragnar Grímsson að gefa aftur kost á sér til embættis forseta Íslands eftir ár? Spurning dagsins í dag: Kom brúðkaup forseta Íslands þér á óvart? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 38% 29% Nei 33%Alveg sama Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is KONGÓ, AP Yfirvöld í Kongó hafa beðið um tafarlausa aðstoð al- þjóðasamfélagsins vegna blóð- ugra ættbálkaerja í borginni Bunia í austurhluta landsins. Að minnsta kosti tíu eru látnir og á annað hundrað hafa særst síðan harðir bardagar brutust út í borginni í gærmorgun. Yfir 10.000 óbreyttir borgarar urðu að leita skjóls á víggirtu svæði Sameinuðu þjóðanna. Skotið var úr sprengjuvörpum inn á svæðið með þeim afleiðing- um að fjöldi manna særðist, aðal- lega börn. Kongóska lögreglan og friðargæsla Sameinuðu þjóð- anna hafa ekki mannafla til þess að stöðva átökin enda eru blóð- þyrstir vígamenn Hema og Lendu ættbálkanna tugþúsundir talsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið yfirvöld í Frakklandi og víðar að senda herlið til Kongó til að afvopna bardaga- mennina. ■ UMHVERFISMÁL Ef Urriðafossvirkj- un verður reist í neðri hluta Þjórs- ár er verið að valta yfir og rústa tilraunum heimamanna til að byggja upp ferðaþjónustu að sögn Valdimars Össurarsonar, ferða- málafulltrúa Villingaholtshrepps. „Þetta er hryðjuverk gagnvart ferðaþjónustunni,“ segir Valdimar. „Urriðafoss hefur meira gildi fyrir okkur heldur en Gullfoss fyrir uppsveitarmenn. Þetta er fallegur foss og ein undirstaðanna sem við ætluðum að byggja á í okkar upp- byggingu. Nú á að taka þennan foss og þurrka hann algjörlega upp. Það hefði mátt spara sér Þjórsárbrú, það hefði mátt fylla þarna upp í og setja lítið ræsi vegna þess að það verður afskap- lega lítið vatn eftir.“ Talsmenn Landsvirkjunar segja að virkjun á þessu svæði hafi eng- in áhrif á ferðamennsku. Valdimar segir þá ljúga þessu blákalt. „Við vorum búnir að senda þeim athugasemd við matsáætlun- ina, þannig að þeir geta ekki sagt að þeir viti ekki betur. Það þarf ekki gáfaðan mann til að sjá að þegar tekinn er vatnsmesti foss landsins grefur það undan mögu- leikum til ferðaþjónustu.“ Valdimar segir að ferðaþjón- usta á svæðinu hafi ekki verið þró- uð. Fyrir fáeinum árum hafi verið tekin ákvörðun um að byggja hana upp, en með þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru núna sé það uppbyggingarstarf rifið niður. „Það er alveg út í hött að taka þetta sem næsta virkjunarkost þegar aðrir kostir eru á borðinu sem valda nánast engu tjóni. Þá er ég að tala um háhitavirkjanir.“ Valdimar segir að ef virkjunin verði reist muni Villingaholts- hreppur ekki fá krónu í fasteigna- gjöld, þar sem stíflumannvirki séu undanþegin fasteignaskatti sam- kvæmt lögum. Landsvirkjun þurfi að greiða fasteignagjöld vegna stöðvarhússins, en Ásahreppur muni innheimta þau, því stöðvar- húsið sé þeim megin árinnar. trausti@frettabladid.is Spilltur bæjarstjóri: Allt að tólf ára fangelsi DANMÖRK Peter Brixtofte, fyrrum bæjarstjóri í Farum, á yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði hann fundinn sekur af ákærum um umboðssvik og fjárdrátt í op- inberu starfi, að því er fram kem- ur í Politiken. Brixtofte varð í upphafi síðasta árs uppvís að fjárdrætti og margs konar spill- ingu í starfi sínu sem bæjarstjóri. Alvarlegasta ákæran á hendur Brixtofte lýtur að meintum um- boðssvikum sem nema um 130 milljónum íslenskra króna. Auk þess er honum gefið að sök að hafa tekið lán að upphæð um 2,8 milljarðar íslenskra króna án samþykkis bæjarstjórnar. Bæj- arstjórinn fyrrverandi neitar sök. ■ FIMMTÁN ÁRA Á STOLNUM BÍL Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá fimmtán ára pilta um fimm- leytið í gærmorgun. Piltarnir höfðu stolið bíl frá Hafnarfirði um miðnætti og ekið á honum um borgina. Þeir voru svo stadd- ir í Árbæjarhverfi þegar lög- reglan hafði uppi á þeim. Drengirnir voru allsgáðir og höfðu ekki skemmt bílinn. HRAÐAKSTUR Í REYKJAVÍK Brotist var inn í þrjá bíla í gær- dag. Tveir þeirra voru staðsettir í Grafarvogi og einn á Bergþóru- götu. Úr bílunum var stolið þessu hefðbundna, geislaspilara og geisladiskum. Þá voru þrjátíu og tveir ökumenn sektaðir vegna hraðaksturs frá klukkan sjö í gærmorgun þar til klukkan fimm um eftirmiðdaginn. Að sögn lögreglu er það helst að menn séu teknir í Ártúns- brekkunni. Virkjanir í Þjórsá: Engar at- hugasemdir UMHVERFISMÁL Árni Finnsson, tals- maður Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, segir samtökin ekki hafa skoðað nákvæmlega hugsanleg umhverfisáhrif vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár. Árni segir að megin áhersla samtakanna sé á verndun ósnort- innar náttúru hálendisins. Ekki séu líkur á aðgerðum nú. ■ FRÁ EGYPTALANDI Þar er heiður fjölskyldunnar ofar öllu. Tíu ára rifrildi tekið toll: Dauðadóm- ar fyrir fjöl- skylduerjur EGYPTALAND, AP Sex meðlimir sömu fjölskyldunnar voru dæmdir til dauða fyrir rétti í Egyptalandi. Höfðu þessir sex unnið það til saka að skjóta til bana 22 meðlimi úr annarri fjölskyldu í nágrenninu. Í landi þar sem heiður fjöl- skyldunnar skiptir öllu máli og að- gangur að skotvopnum er auðveld- ur kemur ekki á óvart að misklíð manna á milli geti endað með ósköpum. Í þessu tilfelli hófust deilur fyrir tíu árum síðan þegar krökkum úr báðum fjölskyldum lenti saman. Saga beggja fjöl- skyldna hefur síðan verið blóði drifin. ■ ■ Lögreglufréttir Hryðjuverk gagn- vart ferðaþjónustu Ferðamálafulltrúi Villingaholts er mjög ósáttur við fyrirhugaða Urriðafossvirkjun. Verið að þurrka upp helstu náttúruperlu svæðisins. Hreppurinn fær ekkert í fasteignagjöld ef af framkvæmdum verður. URRIÐAFOSSVIRKJUN Valdimar Össurarson, ferðamálafulltrúi Villingaholtshrepps, segir að ef virkjun- in verði reist muni Villingaholtshreppur ekki fá krónu í fasteignagjöld, þar sem stíflumannvirki séu undanþegin fast- eignaskatti samkvæmt lögum. Blóðugar ættbálkaerjur í Kongó: Óskað eftir alþjóðlegri aðstoð Á FLÓTTA Mikil örvænting hefur gripið um sig meðal fólks sem hefur orðið að flýja heimili sín. LANDBÚNAÐUR „Grasspretta er töluvert lengra á veg komin en í meðalári,“ segir Ólafur Dýr- mundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökunum. Í ár voraði fyrr en lengi hefur gerst og var apríl sérstaklega hlýr og rakur. Þrátt fyrir að kuldi og þurrkur hafi hægt á sprettunni það sem af er maí eru horfur á góðri sprettu víðast hvar á landinu. „Þetta er búinn að vera mjög mildur vetur, lítill eða engin klaki var í jörðu. Þess vegna byrjaði snemma að gróa, vel mánuði fyrr en venjulega.“ Ólaf- ur á von á, ef hlýnar í veðri, að á sumum stöðum verði jafnvel hægt að byrja að slá um næstu mánaðamót. „Þeir sem geta byrj- að mjög snemma fá betri seinni slátt. Þá verður meiri spretta og meira á túnunum.“ ■ Grasspretta: Horfur á góðri uppskeru ÚTLITIÐ ER GOTT Ólafur Dýrmundsson ráðunautur telur horfur á góðri uppskeru. SKÓLAMÁL Sigurður Geirdal, bæj- arstjóri Kópavogs, skrifaði í gær undir samning um rammafjár- veitingar og fjárhagslega ábyrgð milli skólastjóra við grunnskóla Kópavogs og bæjarstjórnar. Samningurinn kveður á um hvernig fjármagni til kennslu og annarra starfa við skólann er út- hlutað. Að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar, formanns skólanefnd- ar Kópavogs, mun samningurinn verða til þess að öll fjárútlát til skólanna verða gagnsærri og heildarframlög skólanna jafnari frá einu ári til annars. ■ Kópavogsbær: Samið um skólastarf FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að nú verði fjárútlát til skólanna gagnsærri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.