Fréttablaðið - 16.05.2003, Page 14

Fréttablaðið - 16.05.2003, Page 14
16. maí 2003 FÖSTUDAGUR Í S UMAR FÓTBOLTI Ítölsku liðin Juventus og AC Milan mætast í úrslitum Meist- aradeildar Evrópu þann 28. maí á Old Trafford, heimavelli Manchest- er United. Juventus komst í úrslit eftir 3:1 sigur á núverandi meisturum Real Madrid og AC Milan tryggði sér úr- slitasætið eftir 1:1 jafntefli gegn nágrönnum sínum Inter. Tékkinn Pavel Nedved, leikmað- ur Juventus, verður í leikbanni í úr- slitunum eftir að hafa fengið sitt þriðja gula spjald í keppninni gegn Real Madrid. ■ DEL PIERO Alessandro Del Piero, framherji Juventus, fagnar marki sínu gegn Real Madrid. Meistaradeildin: Ítalskur úrslita- slagur AP /M YN D FÓTBOLTI Landsliðsmennirnir Tryggvi Guðmundsson og Helgi Sigurðsson eigast við í norska boltanum í dag þegar lið þeirra, Stabæk og Lyn, mætast. Þeir hafa í gegnum árin metist um það, ásamt Ríkharði Daðasyni, leikmanni Viking, hver skorar flest mörk á einni leiktíð. Tryggvi skoraði 15 mörk í fyrra og var næstmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Helgi Sigurðsson átti aftur á móti lengi við meiðsli að stríða og skoraði að- eins fimm mörk. Í viðtali á fréttavef norska blaðsins Aftenposten segist Tryggvi eiga von á hörkuleik í kvöld á milli tveggja sterkra liða. Aðspurður hvernig leikurinn fari spáir hann 3:3 jafntefli og að þeir félagar skori sína þrennuna hvor. Eftir fimm umferðir í norska boltanum er Stabæk í sjötta sæti en Lyn í því fimmta. Rosenborg, lið Árna Gauts Arasonar, er aftur á móti í efsta sætinu með fullt hús stiga. ■ HELGI Helgi Sigurðsson hefur skorað tvö mörk fyrir Lyn í norsku deildinni á leiktíðinni. Norski boltinn: Tryggvi og Helgi eigast við FÓTBOLTI „Það er alltaf fiðringur í mönnum þegar Íslandsmótið er að byrja,“ segir Gylfi Þór Orrason dómari, „en það er kannski svolít- ið öðruvísi núna því að með til- komu knattspyrnuhallanna byrja alvöru leikir fyrr en áður. Tímabil- ið er í sjálfu sér orðið lengra, en Íslandsmótið hefur öðruvísi blæ svo það er spenningur hjá okkur dómurum eins og leikmönnum. Með tilkomu hallanna byrja menn fyrr að dæma alvöru leiki í stað þess að æfa bara og það er af hinu góða. Í lok apríl var haldin ráðstefna þar sem farið var yfir helstu fyrirmæli til dómara og breytingar á knattspyrnulögun- um. Dómarar tóku líka þrekpróf og komu mjög vel út úr því en prófið verður endurtekið um mitt sumar,“ segir Gylfi. „Breytingar á lögunum frá síð- asta ári voru aðeins tæknilegar og óverulegar breytingar á fyrir- mælum dómaranefndar KSÍ. Breytingar á fyrirmælum voru litlar vegna þess að mönnum þótti takast nokkuð vel í fyrra að fá leikmenn til að fara að fyrirmæl- unum. Áherslan er aukin á fyrir- byggjandi aðgerðir eins og vegna peysutogs í aukaspyrnum og hornspyrnum. Þá þurfum við að skakka leikinn áður en auka- spyrnan eða hornspyrnan er tekin og benda leikmönnum á að við fylgjumst með þeim. Það er ekki hægt að dæma á brot fyrr en hornspyrnan hefur verið tekin og því köllum við þetta fyrirbyggj- andi aðgerðir.“ Úrslitin á HM í íshokkí réðust eftir að dómarar höfðu grandskoð- að myndbandsupptökur. Gylfi tel- ur það ekki ganga að nota vídeó- upptökur til að ákveða t.d. hvort mark hafi verið skorað eða ekki. „Menn tala mikið á þessum nótum eftir atvik sem eru þeim í óhag. Knattspyrnan er þannig leikur að hún þolir ekki að það sé sífellt ver- ið að stöðva leikinn. Mér finnst það aðalatriði að ef menn ákveða að nota myndbönd verði áður gerðar tilraunir með þau og sýnt fram á að þetta geti gengið.“ „Knattspyrnan er einnig þannig íþrótt að þetta er í raun sami leikurinn sem fer fram á róluvellinum og á Santiago Bernabeu. Ef of miklar tækni- kröfur eru gerðar á efri stigum knattspyrnunnar er í raun komin önnur íþrótt og ég held að það verði ekki til að auka vinsældir hennar.“ ■ GYLFI ORRASON Gylfi hefur dæmt hátt í 150 leiki í efstu deild og hefur verið milliríkjadómari síðan 1992. Alvöru leikir fyrr á leiktíðinni Gylfi Orrason hefur þegar dæmt 20 leiki á árinu og reiknar með að verkefnin verði 50 til 60 á þessari leiktíð. Til hamingju! ...óska eftirfarandi samtök stjórnmálaflokkum, sem fengu fulltrúa á Alþingi í nýafstöðnum kosningum. Samtökin vænta þess að við gerð stjórnarsáttmála verði eftirfarandi kosningaloforð flokkanna til endurgreiðenda námslána höfð í huga: Framsóknarflokkurinn: Hvað: Lækka endurgreiðsluhlutfallið um 1 prósentustig, úr 4,75% í 3,75% af heildartekjum – einnig fyrir þann hóp sem tekið hefur lán frá lagabreytingunni 1992. Hvenær: Á kjörtímabilinu. Frjálslyndi flokkurinn: Hvað: Endurgreiðslubyrðin verði lækkuð. Flokkurinn vill afnema verðtryggingu námslána. Hvenær: Fljótlega eftir að ný stjórn tekur við völdum. Samfylkingin: Hvað: Fjórðungur endurgreiðslu verði frádráttarbær frá skatti í 7 ár eftir að námi lýkur, þ.e. 5 fyrstu endurgreiðsluárin. Hvenær: Á fyrsta ári nýrrar stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn: Hvað: Sjálfstæðisflokkurinn er opinn fyrir því að ræða endurskoðun endurgreiðsluhlutfallsins. Hvenær: Á kjörtímabilinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð: Hvað: Fylgjandi lækkun endurgreiðslubyrði námslána og telur koma til greina að endurgreiðslur verði að hluta til frádráttarbærar frá skatti. Hvenær: Strax. Allir flokkarnir lofuðu að framkvæma breytingarnar í samráði við full- trúa eftirfarandi samtaka sem vænta þess að eiga fulltrúa í nefnd um málið: • Bandalag háskólamanna (BHM) • Bandalag íslenskra sérskólanema (BÍSN) • BSRB • Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) • Félag prófessora • Félag unglækna • Iðnnemasamband Íslands (INSÍ) • Kennarasamband Íslands (KÍ) • Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands (KTFÍ) • Lyfjafræðingafélag Íslands • Prestafélag Íslands • Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) • Starfsmannafélag Ríkisendurskoðunar • Stéttarfélag verkfræðinga (SV) • Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) • Vélstjórafélag Íslands (VSFÍ) FR ÉT TA B LA Ð I/ RÓ B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.