Fréttablaðið - 16.05.2003, Side 22

Fréttablaðið - 16.05.2003, Side 22
■ ■ FUNDIR  13.00 Á Vorþingi á Keldum munu deildarstjórar og starfsmenn Tilrauna- stöðvar Háskóla Íslands í meinafræði flytja erindi um ýmislegt sem snýr að dýrasjúkdómarannsóknum.  13.00 Málþing um kynferðislegar tengingar í auglýsingum og ábyrgð fjöl- miðla verður haldið í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Málþingið er hið fyrsta sem samráðshópur um að styrkja heilbrigðan lífsstíl barna og unglinga stendur fyrir. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Óperukór Hafnarfjarðar, sem áður hét Söngsveit Hafnarfjarðar, verður með tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði. Meðal einsöngvara verða Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Þor- geir J. Andrésson tenór. Af efnisskránni má nefna verk úr Cavalleria Rusticana, Leðurblökunni og Sígaunabaróninum. Stjórnandi er Elín Ósk Óskarsdóttir og Peter Máté leikur á píanóið.  20.00 Raftónleikar á vegum Lista- háskóla Íslands verða í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Guðmundur Steinn Gunnarsson og Hallvarður Ás- geirsson, gítarleikarar, frumflytja tónverk eftir Þóru Gerði Guðrúnardóttur og Hallvarð Ásgeirsson. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare er sýnt á Litla sviði Borg- arleikhússins í uppfærslu Vesturports.  20.00 Rauða spjaldið eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guð- mundsdóttur verður sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  20.00 Maðurinn sem hélt að kon- an hans væri hattur eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne á Nýja sviði Borgarleikhússins. ■ ■ OPNUN  Handverkssýning verður í félags- miðstöðinni Vitatorgi, Lindargötu 59, í dag og á morgun. Sýndir verða munir sem notendur félagsmiðstöðvarinnar hafa verið að vinna í vetur. Má þar nefna útskurð, bútasaum, glerlistaverk og smíði fagurra hluta, þar á meðal stand- klukkur. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Eivör Pálsdóttir heldur tón- leika í Iðnó með hljómsveit sinni, sem er skipuð Birgi Bragasyni, Eðvarð Lárussyni og Pétri Grétarssyni. Þau leika tónlist eftir Eivöru og einnig þjóð- lög og þjóðleg lög, bæði íslensk og fær- eysk.  22.00 Hljómsveitirnar Pan, Whole Orange, Core Blooming, Sensei og Lík- þorn spila á Grand Rokk.  23.00 Orgeltríóið B3 leikur á Caffé Kúlture. Tríóið er skipað þeim Agnari Má Magnússyni á orgel, Ásgeiri Ásgeirs- syni á gítar og Erik Qvick á trommur. Út er komin fyrsta hljómplata tríósins og heitir hún Fals og fæst í næstu hljóm- plötuverslun.  23.00 Ruth Reginalds og hljóm- sveitin Cadillac verða á Kringlukránni.  Útgáfutónleikar Greifanna verða í Broadway og ball á eftir.  Hljómsveitin Spilafíklar leika á Dubliner.  Óskar Einarsson trúbador skemmtir á Ara í Ögri.  DJ Frosti verður á Laugavegi 11.  Hljómsveitin Papar spilar á Players í Kópavogi.  Hljómsveitin Skítamórall spilar í Sjallanum á Akureyri. ■ ■ SÝNINGAR  Eggert Pétursson sýnir í galleríinu i8 við Klapparstíg.  Steingrímur Eyfjörð myndlistarmað- ur er með sýninguna “of nam hjá fið- urfé og van“ í Gallerí Hlemmi. Sýning- in er innsetningarverk sem byggir á 50 ára gamalli frásögn af íslenskri stúlku sem ólst upp að einhverju leyti innan um hænur og hélt að hún væri fugl. Tit- ill sýningarinnar er kominn frá Megasi.  Gunnar Karl Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir af um það bil 60 brúm á þjóðvegi 1 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. 24 16. maí 2003 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 MAÍ Föstudagur Engu er líkara en Englaborg,hið sögufræga hús Jóns Engil- berts listmálara á horni Flókagötu og Rauðarárstígs, hafi verið tjóðruð niður. Kannski til öryggis. Einnig virðist sem nýjar dyr, eldrauðar á lit, séu komnar á einn gafl hússins og frá þeim liggur stigi niður í garðinn. Málin skýrast ef til vill nokkuð þegar fréttist að ungur myndlist- armaður, Markús Þór Andrésson, er með sýningu í húsinu. Fyrir nokkrum árum keyptu þau Sig- tryggur Bjarni Baldvinsson list- málari og Tinna Gunnarsdóttir hönnuður húsið af erfingjum Jóns Engilberts. Áður fyrr hélt Jón Engilberts stundum sýningar í vinnustofu sinni, en Markús er fyrsti lista- maðurinn, sem ekki er búsettur í húsinu, sem fær boð um að halda sýningu þar. „Ég hef tvisvar verið hér með vinnustofusýningu,“ segir Sig- tryggur Bjarni. „En við viljum endilega nota þennan sal, sérstak- lega til þess að gefa nýlega útskrif- uðum listamönnum tækifæri til að sýna hvað þeir eru að fást við.“ Í salnum, sem áður var vinnu- stofa Jóns Engilberts, heyrast ógnvekjandi drunur og á veggjun- um hanga málverk af ýmsum ör- yggistækjum, svo sem slökkvi- tæki og björgunarbát. „Þetta á kannski að vekja hjá áhorfendum einhvers konar óöryggistilfinningu,“ segir Mark- ús. „Líka bara vegna þess að þetta er svolítið skrýtið allt saman og óvenjulegt. Margir áhorfendur nálgast myndlist af ákveðnu óör- yggi, sérstaklega ef þeim finnst eitthvað skrýtið við verkin. Þeir búast kannski frekar við ein- hverju venjulegu.“ ■ ■ MYNDLIST Englaborgin tjóðruð niður KRISTRÚN HEIMISDÓTTIR Ég hef nú, eins og margir aðrir,hlakkað til þess lengi að setja tærnar upp í loft um þessa helgi. Keypti meira að segja doðrant til helgarinnar í gærkvöldi, ævisögu Alberts Camus, sem mér finnst persónulega merkilegastur og mest gefandi af frönsku tilvistar- höfundunum og þá tel ég heim- spekingana frægu með,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræð- ingur. „Svo eru ABBA-tónleikar í Laugardalshöll um helgina. Ég var ung gefin ABBA og er sam- mála Bono, söngvara U2, sem sagði að ABBA væri „pure joy“. Vandamálið er bara að enginn get- ur almennilega spilað ABBA nema þau sjálf. Sé til hvort ég get drifið Önnu frænku mína sem er stödd á landinu en býr á Írlandi; við erum jafnöldrur og vildum báðar vera Agnetha þegar við vorum sjö ára. Vorum líka ljós- hærðar. Ég hef séð allar sýningar hópsins á nýja sviði Borgarleik- hússins og þyrfti að sjá „Manninn sem hélt...“ líka. Ef einhver hnippti í mig að fara á Eivöru Pálsdóttur myndi ég slá til, hún hefur eitthvað sérstakt. Svo finnst mér Eggert Pétursson at- hyglisverður myndlistarmaður. Hann er í i8 og Markús Þór Andr- ésson þarf ég að skoða af sérstök- um ástæðum en hann er með einkasýningu í Englaborg, Flóka- götu 17.“  Val Kristrúnar Þetta lístmér á! Daglegt flug til London Iceland Express flýgur til London alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Engin bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN LISTAMAÐURINN FYRIR UTAN ENGLABORG Í húsi Jóns heitins Engilberts listmálara við Flókagötu stendur nú yfir sýning á verkum Markúsar Þórs Andréssonar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Hótel á miklu athafnasvæði færi! Af sérstökum ástæðum býðst rótgróið hótel nánast í túnfæti álversframkvæmda á Austurlandi. Álversframkvæmdum fylgja mikil umsvif sem kalla á mikla þörf fyrir gistiaðstöðu, veitingastað og bar. Þetta er til staðar hér. Um er að ræða 7 ágætlega búin tveggja manna herbergi, veitingasal og bar. Hótelið er til afhendingar strax. Seljandi skoðar ýmis skipti og greiðslukjör. Fjöldi mynda á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is Ásett verð er 15 millj og áhvílandi eru 8 millj. Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyirtaekjasala.is Síðumúla 15 Sími: 588 5160 Gunnar Jón Yngvason Löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali. ✓ ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.