Fréttablaðið - 22.05.2003, Page 4

Fréttablaðið - 22.05.2003, Page 4
4 22. maí 2003 FIMMTUDAGUR Hvernig verðu sumarfríinu? Spurning dagsins í dag: Hvernig líst þér á að Halldór Ásgríms- son verði forsætisráðherra? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 17,9%Verð heima við 14%Óákveðin(n) 39,6% 28,5%Ferðast til útlanda Ferðast innanlands Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Júróbíll OPEL ASTRA 11/98. Ekinn 60 þ. km. Vél 1200 cc. Beinskiptur. Verð 790 þ. kr. www.toyota.is „Ein bisschen Frieden, ein bisschen Sonne.“ Kauptu Júróbíl fyrir 24. maí. Þú gætir unnið bíl til ókeypis afnota í heilt ár! Niðurskurður hjá lögreglunni í Reykjavík: Ólga meðal lögreglumanna LÖGGÆSLA Niðurskurður er fyrir- hugaður hjá lögreglunni í Reykja- vík á þessu ári. Er með þessu verið að bregðast við fjörutíu milljóna króna halla sem varð á rekstrinum í fyrra. Kristján Ingi Kristjánsson, formaður Félags íslenskra rann- sóknarmanna, segir mikla ólgu ríkja meðal lögreglumanna og að ekki verði unað við frekari niður- skurð í Reykjavíkurliðinu. Kristján segir að vegna niður- skurðar sem þegar hafi komið til framkvæmda hafi myndast gríðar- legur málahali hjá rannsóknardeild- um. „Vegna fækkunar lögreglu- manna er fyrirsjáanlegt að lítill tími gefst til frumrannsókna en tíminn er einn versti óvinur rannsókna flókinna mála. Í dag erum við að forgangsraða forgangsmálum. Því lengri tími sem líður þar til rann- sókn mála getur hafist, því minni líkur eru á að mál upplýsist. Sú stað- reynd hlýtur að koma borgarbúum illa.“ Fram hefur komið að meðal þess niðurskurðar sem fyrirhugað er að grípa til er fækkun manna á bak- vöktum. Þá verði færri nýráðningar og sumarafleysingar. ■ Fjárfestingar lífeyrissjóða: Horft til útlanda FJÁRFESTINGAR Lífeyrissjóðir hafa einkum horft til fjárfestinga erlend- is og lítið fjárfest í ríkistryggðum skuldabréfum það sem af er árinu. Þetta kemur fram í útreikningum Greiningar Íslandsbanka á yfirlit- um frá Seðlabanka. Þar kemur í ljós að heldur virðist draga úr sókn líf- eyrissjóðanna í sjóðfélagalán. Á fyrsta ársfjórðungi voru húsbréf að því er virðist eingöngu keypt til að mæta afborgunum eldri bréfa. Greiningardeildin áætlar að sjóðirnir hafi keypt erlend hluta- bréf fyrir fimm milljarða, innlend fyrir milljarð og skuldabréf opin- berra aðila fyrir sex milljarða. ■ Dóttir Nínu véfengir listaverk merkt henni Una Dóra Copley hefur farið fram á lögreglurannsókn á 13 verkum sem nýlega fundust og merkt eru Nínu Tryggvadóttir. Hún fullyrðir að verkin séu fölsuð. Umboðsmaður verkanna vill fá þau rannsökuð en á í fá hús að venda. MYNDLIST „Ég er kominn í afar sér- kennilega og erfiða stöðu. Lista- safn Íslands hafnar því að skoða myndirnar en ég hafði reyndar áður fengið vilyrði þar um frá Viktori Smára Sæmundssyni for- verði. Nú bera þeir við önnum,“ segir Bjarni Sigurðsson í Gallerí Smiðjunni. Una Dóra Copley hefur sent fax til lögreglu þar sem hún fer fram á að 13 verk eftir Nínu Tryggvadóttur, sem nýlega komu í dagsljósið og eru í umboði Bjarna, verði rannsökuð. Aðalsteinn Ing- ólfsson er eins konar umboðsmað- ur Unu Dóru hér á landi og hann segir að hún hafi í gær fengið úr- klippu úr Fréttablaðinu sem birti ljósmyndir af nokkrum verkanna. „Hún fullyrðir að þau séu öll fölsuð og séu ekki eftir móður sína,“ segir Aðalsteinn, sem sjálf- um finnst ýmislegt sérkennilegt við þennan fund. „Allt er þetta mjög undarlegt. Til dæmis má tímasetningin heita sérkennileg og undarlegt að ein- hvern láti sig dreyma um að fá al- mennilegt verð fyrir verkin í ljósi þess sem á undan er gengið. [Stóra málverkafölsunarmálið.] Varðandi myndirnar sjálfar, þá er þar eitt og annað sem gengur upp og annað ekki. Til dæmis hefur enginn áður séð klippimyndir eft- ir Nínu frá námsárunum 1937 til 1939. Þá eru myndir gerðar aftan á gamlar myndir sem virðast vera eftir Þorvald Skúlason, en þau þekktust ekki á þessum árum. Mjög mörg spurningarmerki og grunsamlegt hversu erfitt virðist vera að ná í eigandann.“ Bjarni í Smiðjunni hafði frum- kvæði að því að verkin yrðu rann- sökuð og leitaði til LÍ löngu áður en efasemdir Unu Dóru komu fram. Nú segist hann ekki eiga í önnur hús að venda með rannsókn á verkunum en til Ólafs Inga Jónssonar í Mork- inskinnu. Ólafur Ingi er hins vegar helsti ákærandi í Stóra málverka- fölsunarmálinu en dóms er nú beðið í því máli. „Það er nú ekki mjög spennandi og lái mér hver sem vill.“ Fyrirhugaðri sýningu á verkunum hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Bjarni segir eig- andasögu fyrirliggjandi og er hann nú að kryfja til mergjar áreiðan- leika hennar sjálfur. Dr. Ólafur Kvaran, forstöðumað- ur Listasafns Íslands, segir tíma- skort sökum manneklu og fjöl- margra verkefna sem setið hafa á hakanum vegna Stóra málverka- fölsunarmálsins ráða því alfarið að safnið vísaði verkunum frá sér. jakob@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Skatta- og lögfræði- svið endurskoðunarfyrirtækisins KPMG segir Alþingi í nokkrum til- vikum hafa brotið gegn stjórnar- skránni með framsali á skattlagn- ingarvaldi til ráðherra. Alls eru um 70 tegundir skatta og gjalda í skrá sem KPMG hefur uppfært og nær yfir skatta og gjöld sem innheimt eru af fyrir- tækjum. „Það sem vekur mesta athygli þegar farið er yfir skrána er að svo virðist sem í nokkrum tilvikum hafi löggjafinn framselt skatta- lagningarvald sitt til fram- kvæmdavaldsins með þeim hætti að stangist á við stjórnarskrá lýð- veldisins,“ segir KPMG. Dæmi um þetta segir KPMG vera í lögum um ábyrgðasjóð launa vegna gjald- þrota þar sem félagsmálaráðherra sé falið að ákveða hlutfall ábyrgða- gjalds af gjaldstofni: „Hér er félagsmálaráðherra veitt heimild til að ákveða skatt- stofn, að vísu innan tiltekinna marka. Fræðimenn hafa almennt verið sammála um að framsal sem þetta brjóti á við fyrrgreind ákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir KPMG. ■ Sprengjuárásirnar á Balí: Höfuðpaur- inn ákærður INDÓNESÍA, AP Saksóknarar í Indónesíu hafa gefið út formlega ákæru á hendur meintum skipu- leggjanda hryðjuverkaárásanna á Balí í október á síðasta ári. Gert er ráð fyrir því að réttarhöldin hefjist innan tíu daga. Talið er að Imam Samudra sé einn af leiðtog- um Jemaah Islamiyah, indó- nesískra hryðju- v e r k a s a m t a k a með tengsl við al Kaída. Hann við- urkennir að hafa tekið þátt í sprengjuárásunum en sýnir engin merki um iðrun. Ef Samudra verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðarefsingu. Auk Samudra eru 32 aðrir í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að árásunum. Þegar eru hafin réttar- höld yfir einum þeirra. ■ Móðir myrti börnin sín: Ferðaðist um með líkin NEW YORK, AP Bandarísk kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjú börn sín í New York fyrir hartnær tveimur áratug- um. Lík barnanna fundust í gámi í Arizona í síðustu viku. Að sögn lögreglu flutti konan lík- in með sér þegar hún yfirgaf New York og kom þeim loks fyrir í geymslu í Safford í Arizona árið 1991. Þá hafði hún ferðast um með líkin í tæpan áratug. Börnin, sem fæddust á árunum 1981 til 1984, létust öll skömmu eft- ir fæðingu. Andlátin voru aldrei til- kynnt lögreglunni og fjölskyldu konunnar var ekki kunnugt um barnsfæðingarnar. Konan á átta börn á lífi. ■ LÖGREGLAN Í REYKJAVÍK Kristján segir að þegar hafi verið skorið niður í röðum rannsóknarlögreglumanna. Nefnir hann fækkun á helgar- og kvöld- vöktum. GÖGN LÖGÐ FRAM Meðal sönnunar- gagna var fartölva í eigu Samudra. ALÞINGI KPMG segir framsal Alþingis á skattlagningarvaldi til ráðherra vera brot á stjórnarskránni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI HLJÓÐFÆRALEIKARINN Una Dóra Copley fullyrðir að þessi mynd sé ekki eftir móður sína, Nínu Tryggvadótt- ur, og krefst rannsóknar á 13 verkum sem nýlega fundust og sögð eru eftir Nínu. Lög- reglan hefur enn ekki aðhafst í málinu. BJARNI SIGURÐSSON Á ekki í önnur hús að venda en Morkin- skinnu til Ólafs Inga forvarðar, vilji hann fá verkin rannsökuð. UNA DÓRA COPLEY Hún sá ljósmyndir af verkunum í Fréttablaðinu og segir þau fölsuð. Hún krefst lögreglu- rannsóknar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KPMG finnur að sköttum og gjöldum: Skattar í andstöðu við stjórnarskrá

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.