Fréttablaðið - 22.05.2003, Page 6

Fréttablaðið - 22.05.2003, Page 6
6 22. maí 2003 FIMMTUDAGUR ■ BráðalungnabólgaGENGI GJALDMIÐLABandaríkjadalur 73,17 -0,69% Sterlingspund 120,24 -0,02% Dönsk króna 11,53 -0,18% Evra 85,64 -0,19% Gengisvístala krónu 120,43 -0,36% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 380 Velta 11.044,0 milljónir ICEX-15 1.439,5 0,60% Mestu viðskipti Baugur Group hf. 1.656.839.449 Bakkavör 406.847.500 Pharmaco hf. 336.881.344 Mesta hækkun Pharmaco 2,73% Sjóvá-Almennar 2,66% Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 2,08% Mesta lækkun Þormóður rammi - Sæberg -4,65% Nýherji -3,80% Kögun -2,80% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8488,6 0,0% Nasdaq*: 1482,2 -0,6% FTSE: 3.926,2 -1,1% DAX: 2.818,7 -0,7% NIKKEI: 8.018,5 -0,5% S&P*: 920,3 +0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Lögreglan gerði húsleit í söluturni íReykjavík og lagði hald á áfengi og fíkniefni. Hvað heitir verslunin? 2Bandaríska sendiráðinu í höfuðborgSádi-Arabíu hefur verið lokað tíma- bundið vegna ótta við hryðjuverkaárásir. Hvað heitir borgin? 3Hvað kallast sjóðurinn sem stofnaðurhefur verið til að hjálpa framsæknum tónlistarmönnum að koma sér á framfæri erlendis? Svörin eru á bls. 38 Söluskrifstofan er á Suðurlandsbraut 24 Opið alla virka daga 9-17. Þjónustuverið er opið virka daga 9-17, laugardaga 10-16 og sunnudaga 11-15, sími 5 500 600. Þú getur einnig skoðað og bókað á IcelandExpress.is. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN STJÓRNMÁL „Þetta var góður fund- ur og margar mættu,“ segir Hulda Ólafsdóttir, talsmaður hóps kvenna innan Samfylkingarinnar sem kom saman í fyrrakvöld til að ræða stöðuna í ljósi kosninga- úrslita. Hátt í 30 konur mættu til fund- arins, sem boðað var til með tölvu- pósti milli kvennanna. Fundurinn var ekki auglýstur að öðru leyti og var lokaður körlum. Hulda segir að hópurinn, sem láti sig jafnréttismál miklu varða, hafi hist reglulega í kosningabarátt- unni og hafi að þessu sinni komið saman til að gera upp bar- áttuna. Hún seg- ist ekki vilja taka undir að þarna sé á ferð- inni hulduher til stuðnings Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arfulltrúa, sem er án embættis eftir að hafa misst af þingsæti í kosningunum. „Staða Ingibjargar Sólrúnar var rædd og ýmsar hugmyndir ræddar. Við vorum sammála um að finna verði lausn á hennar mál- um en þetta var ekki fundur ákvarðana. Þarna var ekki endi- lega verið að fjalla um það hver á að vera formaður,“ segir Hulda. Hulda, sem á rætur í Kvenna- listanum og er einn náinna sam- herja Ingibjargar Sólrúnar, segir að hópurinn sem sat fundinn hafi ekki verið konur sem uppruna eiga í Kvennalistanum heldur hafi þarna verið um að ræða breiðan hóp Samfylkingar- kvenna. Hún segir að konurnar hafi rætt almennt niðurstöðu kosninganna og ekki síst stöðu kvenna í ljósi úrslitanna. „Jafnréttismálin voru mjög á dagskrá í okkar baráttu. Það er dapurlegt að konum á þingi skuli hafa fækkað í heildina. En við erum sáttar með okkar flokk hvað varðar þingmannafjölda.“ Hulda segir að Ingibjörg Sól- rún hafi komið á fundinn og lýst sinni afstöðu og greiningu á stöð- unni eftir kosningar. Hún segir að „Hulduhópurinn“ hafi ákveðið að halda áfram að hittast. „Við ætlum að halda áfram og hittast fljótlega aftur. Við munum áfram að vinna að því að móta framtíðarsýn flokksins,“ segir Hulda. rt@frettabladid.is NOREGUR Yfirmenn norska stórfyrirtækisins Prior telja eina möguleika norskra afurðafyrirtækja bænda sameiningar, gangi Noregur í Evrópusamband- ið. Telja þeir að sameina þyrfti Tine, stærsta mjólk- ursamlagið, Norsk kjött, stærsta fyrirtækið í rauðu kjöti, og Prior, stærsta ali- fuglafyrirtækið, til að mæta aukinni samkeppni. Að sögn Gabriel Joa, stjórnarformanns Prior, er full ástæða til þess að fyrir- tækin hefji meira samstarf sín á milli til þess að undirbúa jarðveginn ef til inngöngu í Evr- ópusambandið kæmi. ■ EGYPTALAND Helsti ráðgjafi Osama bin Laden skorar á múslíma um allan heim að gera sjálfs- morðsárásir á vestræn sendiráð og fyrirtæki í Arabaríkjum. Í myndbandi sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera hvetur Ayman al-Zawahri múslí- ma til þess að ráðast á Banda- ríkjamenn Breta, Ástrala og Norðmenn. Al-Zawahri, sem er Egypti, ítrekar að Írakar séu ekki einir í baráttunni gegn Bandaríkj- unum og segist vilja hrekja fólk af vestrænum uppruna burt frá Ar- abíuskaganum. Svo virðist sem upptakan hafi verið gerð í upphafi stríðsins í Írak. Al-Zawahri er jafnan kallaður hægri hönd bin Laden. Á tíunda áratugnum leiddi hann vígasveitir sem reyndu að hrekja ríkisstjórn Egyptalands frá völdum. Hann hefur farið huldu höfði síðan Bandaríkjamenn gerðu innrás í Afganistan fyrir hálfu öðru ári. Sérfræðingar bandarísku leyni- þjónustunnar telja að hann haldi til í fjallahéruðum við landamæri Afganistan og Pakistan ásamt bin Laden. ■ Flaska í höfuð: Engin refsing DÓMSMÁL Nítján ára pilti sem sló annan pilt ítrekað með bjórflösku í höfuð og bak var ekki gerð refs- ing að sinni í Héraðsdómi Vest- fjarða. Árásina gerði pilturinn í sept- ember 2001 fyrir utan veitinga- staðina Sjallann og Krúsina á Ísa- firði. Fórnarlambið fékk glóðar- auga og fleiri andlitsáverka en náði sér að fullu. Dæmdi pilturinn segist hafa ráðist á hinn þegar sá neitaði að biðjast afsökunar á því að hafa sparkað í þriðja piltinn tveimur vikum fyrr. Haldi hann sig til hlés í tvö ár fellur refsing niður. ■ BRÁÐALUNGNABÓLGAN KOMIN TIL AÐ VERA Tommy Thompson, heilbrigðisráðherra Bandaríkj- anna, telur að faraldur bráða- lungnabólgu muni berast til Evr- ópu og Bandaríkjanna síðar á ár- inu. Thompson segir að sjúkdóm- urinn sé kominn til að vera og dauðsfalla megi vænta í öllum heimsálfum áður en langt um líð- ur. AUKIN SÝKINGARHÆTTA VEGNA FLÓÐA Talsmenn Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar segjast ótt- ast að tilfellum bráðalungnabólgu muni fjölga verulega samfara ár- legum sumarflóðum í Kína. Þá flæðir vatn inn í skólpkerfi með þeim afleiðingum að skólp getur borist út í umhverfið og inn á heimili fólks. Veiran berst ekki með vatni en getur lifað í saur. VARAÐ VIÐ FERÐALÖGUM TIL TAÍVANS Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin hefur varað almenning við því að ferðast til Taívans. Filipps- eyjar hafa aftur á móti verið teknar út af lista stofn- unarinnar yfir þau landsvæði sem ferðamönn- um er ráðlagt að forðast. FORSETINN Í LÆKNISSKOÐUN Hu Jintao, forseti Kína, gekkst undir læknisskoðun til þess að ganga úr skugga um að hann væri ekki smitaður af HABL-veirunni þeg- ar hann hittir George W. Bush Bandaríkjaforseta á fundi átta helstu iðnríkja heims í Frakk- landi í næsta mánuði. Samstarfsmaður bin Laden hvetur til blóðsúthellinga: Egnir múslíma til mannvíga AL-ZAWAHRI VIÐ HÆGRI HÖND BIN LADEN „Krossfararnir og gyðingarnir skilja aðeins blóðsúthellingar og morð,“ sagði al-Zawahri og hvatti múslíma til þess að taka hryðju- verkamennina sem réðust á Bandaríkin 11. september 2001 sér til fyrirmyndar. Norsk afurðafyrirtæki: Sameiningar eini möguleikinn PRIOR Stærsta norska alifuglafyrirtækið hefur nokkrar áhyggjur af samkeppnis- stöðu sinni. Ræddu framtíð Ingibjargar Sólrúnar Kvennahópur innan Samfylkingar hittist á lokuðum fundi til að ræða stöðu kvenna í ljósi kosningaúrslita. Vilja að lausn verði fundin varðandi Ingibjörgu Sólrúnu. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Hópur kvenna kom saman í fyrrakvöld til að ræða stöðu hennar í ljósi kosningaúrslitanna. „Staða Ingibjargar Sólrúnar var rædd og ýms- ar hugmyndir ræddar. FR ÉT TA B LA IÐ /R Ó B ER T ■ Viðskipti KAUPHALLIR SAMEINAST Sænska fyrirtækið OM, sem á Kauphöllina í Stokkhólmi, og Kauphöllin í Helsinki munu sameinast. Kunnug- ir segja samrunann styrkja sam- starfsgrunn norrænu kauphallanna sem Kauphöll Íslands er aðili að. TVÖFALT MEIRI EFTIRSPURN Fag- fjárfestar óskuðu eftir að kaupa 40 milljón hluti í lokuðu útboði Opinna kerfa Group. 21 milljón hluta var í boði og eftirspurnin því tvöföld á við framboðið. Hlutirnir seldust á genginu 19,5 og var andvirði við- skiptanna 410 milljónir króna. NÝR FORMAÐUR Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, hefur ver- ið kosinn formaður Landssam- taka lífeyrissjóða í stað Þóris Hermannssonar. Þórir hefur ver- ið formaður í fjögur og hálft ár, en gaf ekki kost á sér áfram.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.