Fréttablaðið - 22.05.2003, Qupperneq 8
8 22. maí 2003 FIMMTUDAGUR
Sleggjudómar?
Heldur hann, að
ég sé þeirrar gerð-
ar, að ég laumist
heim til hans í
einbýlishúsahverf-
ið í Fossvogi á
kvöldin með
sleggju og leggi fimm milljón
króna jeppann hans í rúst?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor um
kolllega sinn Stefán Ólafsson. DV, 21. maí.
Allt á uppleið
Yfirborð Kleifarvatns er að
hækka.
Guðmundur Sigurðsson, umsjónarmaður fólk-
vangsins í Krýsuvík. DV, 21. maí.
Draumórafólkið
Þetta er meira eða minna alveg
meinlaust fólk sem hefur bara
lent illa út af brautinni.
Starfsmaður í grennd við söluturninn Drauminn.
Orðrétt
HEILSUVERND „Þetta er söguleg
stund“ sagði Gro Harlem
Brundtland, yfirmaður Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar, þegar
fyrsti alþjóðasáttmálinn gegn
reykingum var samþykktur á ár-
legri ráðstefnu aðildarríkjanna
191 í Genf. Viðræður um innihald
sáttmálans höfðu staðið yfir í
fjögur ár. Talið er að á þeim tíma
hafi um 20 milljónir manna látist
af völdum reykinga. Samningur-
inn tekur gildi þegar hann hefur
verið staðfestur af 40 þjóðum.
Í sáttmálanum er meðal annars
kveðið á um bann við auglýsingum
á tóbaki. Í Bandaríkjunum og fleiri
löndum verður þó aðeins um að
ræða takmarkanir þar sem algert
bann bryti í bága við stjórnar-
skrárákvæði um tjáningarfrelsi.
Tóbaksframleiðendum verður gert
skylt að setja áberandi aðvaranir á
vörur sínar auk þess sem gripið
verður til ýmissa ráðstafana til
þess að draga úr óbeinum reyking-
um og smygli á tóbaki.
Markmiðið með sáttmálanum
er einkum að stöðva söluherferðir
sem beint er gegn ungmennum og
breyta viðhorfi almennings til
reykinga. Lögð verður sérstök
áhersla á að framfylgja ákvæðum
samningsins í þróunarlöndum þar
sem reykingar eru sívaxandi
vandamál. ■
VIÐSKIPTI Íslenska lyfjafyrirtækið
Pharmaco er meðal þeirra fyrir-
tækja sem hlutu verðlaunin
„Fjárfestir ársins 2002“ í Búlgar-
íu. Þetta var í sjöunda sinn sem
Fjárfestingaráð Búlgaríu og
búlgarska efnahagsráðið veittu
verðlaunin og hlaut Pharmaco
þau fyrir framlag sitt til einka-
væðingar.
„Þessi verðlaun eru merki þess
að búlgörsk yfirvöld kunna vel að
meta það sem við erum að gera hér
á sviði fjárfestingar í lyfjaiðnaði,“
sagði Kristján Sverrisson, sölu- og
markaðsstjóri Pharmaco. ■
FJÖLMIÐLAR Hlutafé í DV hefur ekki
verið aukið, en í vetur tilkynnti
blaðið að von væri á nýju hlutafé í
mars síðastliðnum.
„Þau mál eru ekki frágengin og
í raun ekkert af þeim að frétta,“
segir Örn Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri blaðsins. Aðspurður
segir Örn að von sé á auknu hluta-
fé, en hann segist ekki geta sagt
nákvæmlega hvenær það verði.
Um leið og það verði gert verði til-
kynnt hverjir nýir hluthafar verði.
Örn segir að engar stórkostleg-
ar breytingar séu á döfinni hjá DV.
Aðspurður hvort stefnt sé að því
að dreifa blaðinu ókeypis segir
hann: „Ég skal ekki segja hvaða
viðskiptahugmyndir við erum
með. Ætli við myndum ekki vilja
kynna þær sjálfir.“
Samkvæmt frétt í DV átti að
sameina DV og Viðskiptablaðið
undir nafni útgáfufélagsins Fram-
tíðarsýnar, en það hefur ekki verið
gert. Örn segir að samstarf blað-
anna hafi aftur á móti verið aukið
verulega síðastliðinn vetur. Hvort
blöðin verði gefin út af sama út-
gáfufélagi sé tæknilegt atriði sem
skipti í raun ekki öllu máli. ■
EGYPTALAND, AP Hryðjuverkaárás-
irnar í Marokkó og Sádi-Arabíu í
síðustu viku hafa vakið hörð við-
brögð í Arabaheiminum ekki síð-
ur en á Vesturlöndum. Fjöldi
óbreyttra borgara féll í árásun-
um og þrátt fyrir að markmiðið
hafi verið að koma höggi á Ísrael
og Vesturlönd var meirihluti
fórnarlambanna múslímar og
aðrir óbreyttir borgarar.
Margir íslamskir trúarleiðtog-
ar hafa ítrekað lýst því yfir að
múslímar séu mótfallnir sjálfs-
morðsárásum gegn óbreyttum
borgurum. „Þarna er um að ræða
unga menn sem hafa rangtúlkað
hlutina og komist í kynni við
hópa sem ýta þeim út í að fremja
slík voðaverk,“ segir Essam El-
Aryan, leiðtogi egypsku samtak-
anna Bræðralag múslíma. Sér-
fræðingar benda á að hingað til
hafi flest vígasamtök forðast það
að skaða sitt eigið fólk. Hryðju-
verkasamtökin al Kaída hafi aft-
ur á móti sett sér allt aðrar regl-
ur og svífist einskis til þess að
koma höggi á andstæðinga sína.
Þó ekki liggi fyrir hvort samtök-
in hafi verið viðriðin árásirnar í
Riyadh og Casablanca sé ljóst að
þeir sem stóðu þar að verki hafi
tekið liðsmenn al Kaída sér til
fyrirmyndar. ■
Alþjóðasáttmáli gegn reykingum:
Tóbaksauglýsing-
ar bannaðar
ÓÆSKILEGAR FYRIRMYNDIR
Eitt af markmiðum sáttmálans er að reyna að svipta reykingar þeim dýrðarljóma sem
hefur umlukið þær um áratugaskeið.
Hryðjuverkamenn rangtúlka trúarsetningar:
Villuráfandi sálir
sem svífast einskis
FÓRNARLAMB HRYÐJUVERKAMANNA
Á meðal þeirra sem særðust í hryðjuverkaárásunum í Casablanca var marokkóskur lög-
reglumaður. Mohammed VI Marokkókonungur heimsótti lögreglumanninn og önnur fórn-
arlömb árásanna á Averoes-sjúkrahúsið.
Pharmaco í Búlgaríu:
Fjárfestir ársins
DV og Viðskiptablaðið:
Ekkert bólar
á nýju hlutafé
DV OG VIÐSKIPTABLAÐIÐ
Örn Valdimarsson, framkvæmdastjóri DV
og Viðskiptablaðsins, segir að von sé á
auknu hlutafé. Hann segist ekki geta sagt
nákvæmlega hvenær það verði.