Fréttablaðið - 22.05.2003, Qupperneq 12
AFBROT Fangi á Litla-Hrauni sem
er sagður hafa haft í hótunum við
fangavörð hefur verið ákærður og
mál hans þingfest fyrir Héraðs-
dómi Suðurlands. Ákæran var
lögð fram í vikunni
en þar er því lýst
að fanginn hafi
brotið gegn vald-
stjórninni með líf-
látshótun sinni.
Skírskotað er til
hegningarlaga.
Fangavörðurinn ber að fanginn
hafi haft í hótunum við sig og
sagst ætla að láta drepa hann.
Fanginn viðurkennir að hafa hót-
að fangaverðinum en heldur því
aftur á móti fram að hann hafi
aldrei borið fram líflátshótun. Í
framhaldi af hótuninni var fang-
anum refsað innan fangelsisins
með því að banna heimsóknir til
hans nema öryggisgler skildi að
hann og gestina. Þá fékk hann
ekki að hringja úr fangelsinu í til-
tekinn tíma. Foreldrar fangans
vísuðu máli hans til dómsmála-
ráðuneytisins þar sem fanginn
hefði sannanlega verið sárveikur
og borið upp hótunina í skugga
þeirra þjáninga og þess að fanga-
vörðurinn hefði vefengt að hann
væri veikur. Ráðuneytið mildaði
refsinguna.
Umræddur fangi situr í fang-
elsi vegna líkamsárása og hótana.
Móðir hans sagði sögu hans í
Fréttablaðinu þar sem fram kom
að Hæstiréttur dæmdi mann til
fangelsisvistar fyrir að misnota
hann sem ungling um nokkurra
ára skeið. Hún telur að sonur
hennar þurfi að fá aðstoð geð-
læknis og sálfræðings til að kom-
ast yfir harmleik unglingsáranna.
Ákæran á hendur fanganum
kemur til viðbótar öðrum ákærum
sem hljóða upp á meintar líkams-
árásir og hótanir.
Ásta Stefánsdóttir, fulltrúi
sýslumannsins á Selfossi, rekur
málið fyrir hönd ákæruvaldsins
en Örn Clausen er verjandi fang-
ans. Málið verður tekið fyrir eftir
tvær vikur ásamt öðrum málum á
hendur fanganum sem bíða með-
ferðar.
rt@frettabladid.is
12 22. maí 2003 FIMMTUDAGUR
Í LAUSU LOFTI
Rússneskur unglingspiltur stekkur hátt í
loft upp á hjólabretti í garði í miðborg
Moskvu. Í baksýn er aðalbygging Ríkishá-
skólans.
Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð
Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð
Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð
Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð
Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð
Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð
Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð
Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð
Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð
Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð Tilboð
TilboðTilboðTilboðTilboðTilboð
Garðverkfærin frá Black&Decker eru einstaklega hljóðhlát og umhverfisvæn.
Þau eru létt og meðfærileg í notkun og jafnframt þægileg að þrífa. Losaðu þig
við áhyggjur af bensíni og gangtruflunum - fáðu þér Black&Decker í garðinn!
Sumardagar
B&D sumardagar í Verkfæralagernum 22.-24. maí
Kan
t-
sker
i
fylg
ir!
20
me
tra
snú
ra
fylg
ir m
eð
20 metrasnúrafylgir með
Rafmagnssnúra að verðmæti 2.500 kr. fylgir með!
B&D GT260s
verð: 11.500 kr.
Tilboð aðeins: 8.900 kr.
Rafmagnssnúra að verðmæti 2.500 kr. fylgir með!
B&D GT250s
verð: 12.900 kr.
Tilboð aðeins: 9.800 kr.
Kantskeri að verðmæti 4.900 kr. fylgir með í kaupunum!
B&D GR385
verð: 33.600 kr.
Tilboð aðeins: 24.900 kr.
VERKFÆRALAGERINN
Skeifunni 8, Reykjavík, s. 588 6090. opið mán.-fim. frá kl. 9-18, fös. 9-19, lau. 10-16.
Tilvalin útskriftargjöf
Fischersundi 3
Sími:551-4620
sogufelag.is
sogufelag@sogufelag.is
BJÖRGUN Leki varð í vélarrúmi
sex tonna trillu frá Rifi í gær-
morgun.
Trillan var úti af Öndverðar-
nesi og einn var um borð. Hann
lét vita af lekanum og var björg-
unarskip frá Rifi sent til aðstoð-
ar.
Þegar aðstoð barst hafði dreg-
ið mjög úr lekanum og gat trillan
siglt fyrir eigin vélarafli til hafn-
ar í fylgd björgunarskipsins. ■
FLUGMÁL Flugmaður kennsluflug-
vélarinnar sem brotlenti í Hval-
firði í lok mars missti áttir í dimmu
hríðaréli.
Rannsóknarnefnd flugslysa seg-
ir flugmanninn, 25 ára gamlan
flugkennara, hafa verið átta mínút-
ur á flugi með tvítugum nemanda
áður en þeir hugðust snúa við
vegna veðurs. Reykjavíkurflug-
völlur var þá lokaður vegna élja.
Þeir lentu við Stóra-Kropp í Borg-
arfirði.
Eftir tveggja tíma töf var haldið
áleiðis til Reykjavíkur. Skyggni var
þó afleitt og ákvaðu þeir að bíða af
sér veðrið með því að hringsóla yfir
upplýstri spennistöð í Hvalfirði.
Um hálftíu um kvöldið, rúm-
um hálftíma eftir brottför frá
Stóra-Kroppi, skall á él sem flug-
maðurinn gat ekki varast í
myrkrinu. Mennirnir misstu
sjónar á spennistöðinni og flug-
maðurinn átti erfitt með að halda
stjórn á vélinni vegna ókyrrðar.
Vélin brotlenti skammt frá
bænum Eystra-Miðfelli og rann
80 metra áður en hún kollsteypt-
ist og gjöreyðilagðist. Eldur kom
upp en mönnunum, sem voru
talsvert slasaðir, tókst að forða
sér. Um klukkutíma síðar fór
bóndinn á Eystra-Miðfelli að at-
huga eldinn og bjargaði þá mönn-
unum. ■
ÖRYGGI Könnun á notkun öryggis-
búnaðar fyrir börn í bílum var
framkvæmd. Tuttugu og níu börn
reyndust vera í hættu þar sem
þau sátu í framsæti bíla með ör-
yggispúða fyrir framan sætið. Þá
reyndust 117 börn vera laus í bíl-
um. Er það besti árangur frá því
að farið var að kanna öryggi
barna í bílum árið 1996, þegar 288
börn reyndust vera laus. Sigrún
A. Þorsteinsdóttir hjá Slysavarn-
arfélaginu Landsbjörg segir
ánægjulegt að færri börn séu laus
í bílum. Hins vegar sé þessi tala
allt of há. „Eins kemur á óvart að
29 börn skuli vera sett í hættu
með því að vera sett fyrir framan
öryggispúða. Við árekstur framan
á bíl á aðeins 30 km hraða þenst
öryggispúðinn út. Krafturinn er
slíkur að afleiðingarnar geta ver-
ið börnum lífshættulegar.“
Sigrún segir ótrúlegt hversu
margir foreldrar noti eingöngu
öryggisbelti á börnin sín. Í könn-
uninni kom í ljós að 243 börn
voru eingöngu í bílbeltum eða
12%. „Börn á leikskólaaldri eru
með óvarin kviðarholslífæri, sem
byggir á því að mjaðmagrindin er
ekki eins utarlega og hjá full-
orðnum. Öryggisbelti liggja beint
yfir magann og við árekstur er
hætta á að innri líffæri barnanna
springi.“ ■
Öryggi barna í bílum:
117 laus börn í bílum
Fangi ákærður fyrir
meinta líflátshótun
Fangavörður á Litla-Hrauni lýsti líflátshótun í fangaklefa. Heimsókna-
réttindi fangans skert og hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni.
■
Umræddur
fangi situr í
fangelsi vegna
líkamsárása og
hótana.
LITLA-HRAUN
Samskipti fanga og fangavarðar hafa nú leitt til ákæru vegna meintrar líflátshótunar.
ÖRYGGI BARNA Í BÍLUM 1996-2003
Leikskólakennaranemar í KHÍ, félagsmenn
Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, starfs-
fólk Árvekni og Umferðarstofu könnuðu
ástandið í aprílmánuði síðastliðnum.
Kannaður var búnaður hjá 1.995 börnum
við 83 leikskóla í 39 sveitarfélögum.
Landsbjörg:
Trilla lak
RANNSÓKNARNEFND FLUGSLYSA
Frumrannsókn á flugslysinu í Hvalfirði 28.
mars bendir til þess að flugkennari sem
flaug með nemanda sinn í tvísýnu veðri
hafi misst áttir í dimmu éli. Einstök mildi
þótti að mennirnir slyppu lifandi frá brot-
lendingunni.
Kennsluflugvélin sem brotlenti í Hvalfirði í mars:
Missti stjórn og áttir í dimmu éli
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T