Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 16
Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé núað ganga frá framlengingu stjórnarsamstarfs við Framsókn- arflokkinn um fjögur ár til viðbót- ar eru sjálfstæðismenn engu að síður á tímamótum. Fylgi flokksins í kosningunum fyrir tæpum tveim- ur vikum var mun minna en sjálf- stæðismenn geta sætt sig við ef þeir ætla sér að halda í aðalhlut- verk sitt á pólitíska sviðinu á Ís- landi. Ef þeir sætta sig við þetta fylgi og telja sér trú um að árang- ur kosninganna hafi verið viðun- andi eru þeir jafnframt að sætta sig við að gefa þetta hlutverk eftir eða í það minnsta að deila því með öðrum. Til að halda stöðu sinni þurfa þeir því að vera ósáttir – og sú afstaða er á einhvern hátt ólík sjálfstæðismönnum og þeir hafa fá fordæmi um hvernig á að vinna sig út úr henni. Það er annað en með vinstri- og miðjumenn. Það fólk þarf fremur þjálfun í tryggð við forystu og stefnu sinna flokka en naflaskoðun. Sjálfstæðismaður í naflaskoðun er eins og kórvilla. Það hefur alltaf fylgt flokknum vissa um að hann sé fulltrúi réttra viðhorfa og innan hans sé rétta fólkið. Flokkurinn hefur ekki þurft að selja stefnu sínu á markaðstorgi stjórnmál- anna. Flokkurinn tapar á því ef fólk túlkar stefnu hans sem hægri stefnu, frjálshyggju – hvaðeina sem minnir á pólitík. Þess vegna hafa menn eins og Hannes Hólm- steinn Gissurarson fækkað kjós- endum flokksins meira en saman- lagðir andstæðingar hans. Hannes bendlar Sjálfstæðisflokkinn við pólitík – einstrengingslega pólítík sem fremur tilheyrir smáflokkum. Samband Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar byggir á óljósri til- finningu um að best fari á því að sjálfstæðismenn stjórni landinu; að þeim sé betur treystandi, hafi síður en aðrir annarlega hagsmuni að leiðarljósi, hafi bestu þjálfunina – eða eitthvað annað. Stefna flokksins í hugum fólks er óljós, tengd því að vera sjálfstæður ein- staklingur og því að þjóðin sé sjálf- stæð; sambland af stolti, sjálfs- trausti og temmilegri íhaldssemi. Fyrir utan fylgistapið vegna klofningsframboðs Alberts Guð- mundssonar 1987 hefur flokkurinn tvisvar goldið afhroð í kosningum og í bæði skiptin boðið fram heild- stæða stefnu í efnahagsmálum. Kjósendur höfnuðu „leiftursókn gegn verðbólgu“ árið 1978 og 30 milljarða skattalækkunum í ár. Lærdómurinn er því að sjálfstæð- ismenn skyldu varast að fara niður á plan pólitískra flokka og mæta þjóðinni með stefnu í forgrunni. Það er kannski vegna þessarar litlu þarfar fyrir stefnu að sjálf- stæðisflokkurinn er háðari for- ingjum sínum en aðrir flokkar. Góður Sjálfstæðisflokkur er stefnulítill en með sterkan for- ingja. Þegar kynslóð núverandi forystumanna var að komast til valda beitti hún fyrir sig stefnu- málum – vildi endurnæra Sjálf- stæðisflokkinn. Í byrjun gerði þessi kynslóð lítið annað en veikja þáverandi forystumenn með því að véfengja getu þeirra til að ná ár- angri og með því að þrýsta á um að ákveðin stefnumál yrðu sett á odd- inn í flokknum. Þótt þessari kyn- slóð tækist að knýja fram manna- breytingar í forystunni var það ekki fyrr en hún hætti að flagga stefnumálum að henni tókst að efla flokkinn. Tími kynslóðaskiptanna – níundi áratugurinn – var slæmur tími fyrir sjálfstæðismenn. Stundum er sagt að sagan fari í hringi. Og það er margt líkt með frjálshyggjunni í „leiftursókninni 1978“ og skattalækkunartillögun- um nú. Í báðum tilfellum má rekja áhrif á stefnuna til stefnumála yngri kynslóðarinnar. Og í báðum tilfellum verður undanlátssemi hinna eldri til að veikja flokkinn og skaða forystuna. Það tók flokkinn næstum 15 ár að komast endanlega frá högginu frá 1978. Það eitt hlýt- ur að hvetja sjálfstæðismenn til að æfa sig í naflaskoðun og reyna að ganga hraðar til verks. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um Sjálfstæðisflokkinn 16 22. maí 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Það hefur verið fróðlegt aðfylgjast með því, hversu fólk- inu, sem bjó gegn vilja sínum undir einræðisstjórnum komm- únista í Mið- og Austur-Evrópu í hálfa öld eða lengur og mátti una því, að líf þess væri lagt í rúst, hefur tekizt að fyrirgefa eða a.m.k. slá striki yfir svo miklar misgerðir. Og það er mikilvægt að reyna að átta sig á því, hvers vegna f y r i r g e f n i n g i n varð ofan á í þess- um löndum með óverulegum undan- tekningum. Lykill- inn að þessari kristilegu lausn var sá, að gömlu kommúnistarnir báðust ýmsir af- sökunar á atferli sínu á einn eða annan hátt og lofuðu bót og betr- un. Enda er enginn ágreiningur um það lengur í þessum löndum, að markaðsbúskapur ber af mið- stjórn og að lýðræði ber af ein- ræði eins og gull af eiri: málið er útrætt. Forseti Eistlands er t.a.m. fyrrverandi formaður eistneska kommúnistaflokksins, forseti Póllands er einnig gamall komm- únistaráðherra og þannig áfram. Þessir menn og aðrir í sömu spor- um kunnu að skammast sín, mis- vel að vísu: þeir báðust forláts og voru því teknir í sátt. Sagan verður að vera rétt skráð Þessi leið virtist ófær í Suður- Afríku eftir valdaskiptin þar á síðasta áratug, þar eð nýir lands- stjórnendur treystu forverum sínum ekki til þess að horfast í augu við fortíðina að fyrra bragði og biðjast afsökunar. Þess vegna var Sannleiks- og sáttanefndin sett á laggirnar þarna suður frá fyrir atbeina Nelsons Mandela forseta og Desmonds Tútú erki- biskups, sem var formaður nefndarinnar. Hugmyndin, sem að baki bjó, var einföld og skýr: Hér getur aldrei orðið friður til frambúðar, hugsuðu þeir, nema sagan sé gerð upp og rétt skráð. Lygi og forherðing eru lélegir förunautar. Þeim Mandela og Tútú og samherjum þeirra var ekki í mun að refsa þeim, sem höfðu brotið af sér, og hafði Mandela þó mátt sitja inni í 27 ár. Nei, Sannleiks- og sáttanefndin lét þvert á móti það boð út ganga, að þeir, sem játuðu brot sín, fengju sakaruppgjöf að launum, en aðrir gætu átt lögsókn yfir höfði sér, gengju þeir ekki að sáttatilboði nefndarinnar innan tilskilins tíma. Þetta gekk bæri- lega: margir glæpamenn úr röð- um fyrrverandi ríkisstjórnar þel- ljósra aðskilnaðarsinna gáfu sig fram og uppskáru frelsi að laun- um. Sumar vitnaleiðslurnar reyndu þó mjög á þolrif nefndar- innar, t.d. vitnisburðir gegn mið- aldra lækni – doktor Dauði var hann kallaður í blöðunum – þess efnis, að hann hefði m.a. sprautað eyðniveirunni í blökkusjúklinga sína skv. fyrirmælum frá Pretor- íu, höfuðborginni. Hann fékkst ekki til að játa, svo að mál hans fór fyrir rétt, þar sem hann var sýknaður. Af þessum tveim dæmum get- um við dregið einfalda reglu. Fyrirgefning útheimtir iðrun. Þegar menn fást til að játa mis- gerðir sínar og biðjast velvirð- ingar á þeim, þá er frekara upp- gjör við fortíðina óþarft eins og í Austur-Evrópu: einföld fyrir- gefning dugir. En þegar menn þráskallast við og þræta fyrir drýgðar misgerðir, þá kallar þrá- in á frekara uppgjör eins og í Suður-Afríku, til þess eins að tryggt sé, að sagan sé rétt skráð: það er kjarni málsins í báðum til- fellum. Því að sagan varðar veg- inn fram á við. Opnum bækurnar Þessi dæmi eiga erindi við Ís- lendinga, þótt blessunarlega sé ólíku saman að jafna að öðru leyti. Nú styttist vonandi í það, að stjórnmálaflokkarnir sjái sig knúna til að opna bækur sínar, svo að almenningur fái að kynn- ast fjárreiðum flokkanna – eftir þeirri sjálfsögðu reglu, sem tíðkast í flestum nálægum lönd- um, að stjórnmálaflokkar megi ekki liggja undir grun um, að þeir séu til sölu. Sumir hafa lýst þeirri skoðun, að það sé nóg, að flokk- arnir opni bækur sínar héðan í frá og framvegis; þeim þykir eft- ir þessu rétt að láta fortíðina liggja í þagnarþey. Til þess að sú leið sé fær, þyrftu flokkarnir eig- inlega að játa það undanbragða- laust, að þeir hafi þegið óviðeig- andi fjárframlög. Að öðrum kosti þurfa þeir að hreinsa sig af út- breiddum grunsemdum um, að þeir hafi þegið vafasöm framlög af fyrirtækjum – og það geta þeir ekki gert með góðu móti nema með því að opna bókhaldið aftur í tímann. Þessi tillaga um gagnsæjar fjárreiður er lögð fram enn á ný til þess eins að reyna að eyða tor- tryggni og stuðla að því, að þjóð- arsagan sé rétt skráð. Ef stjórn- málaflokkarnir hafa í reyndinni þegið fé af fyrirtækjum og hags- munahópum í stórum stíl og gengið erinda þeirra á kostnað al- mennings, þá verður fólkið í land- inu að fá að vita um það. Það er engum hollt að lifa lífinu undir leyndarhjúpi, ekki til lengdar. ■ Reykingar verði bannaðar Gunnar A.H. Jensen skrifar: Í dag sem endranær er hamastsem mest má gegn reykingum og annarri óhollustu. Um leið fara gífurlegir fjármunir í súginn þeg- ar hvert íþróttamannavirkið á fætur öðru er reist. Meðal annars til þess að auka hróður einskis nýtrar og hundleiðinlegrar íþróttagreinar leiðinlegasta fólks í heimi, fótbolta. Ég játa að hafa verið það heimskur að falla fyrir tóbakssal- anum þegar ég var 18 ára en er nú blessunarlega hættur fyrir um tíu árum ef undan er skilinn svo sem einn vindill á hálfs árs fresti. Eft- ir því sem best verður séð þá hef- ur ekkert breyst síðan ég var 18 ára og er ég fertugur í dag. Enn eru unglingar að reykja og selja tóbak. Mig langar til að beina orðum mínum til þeirra sem þykjast hafa áhuga á málefninu að það er löngu kominn tími til þess að banna al- farið framleiðslu og sölu á tóbaki í veröldinni. Það væri tilvalið að byrja á Íslandi. Þangað til ættu menn að sjá sóma sinn í að láta fólk í friði sem lætur annað fólk í friði. Og fyrst við erum byrjuð þá legg ég til að öll sala og fram- leiðsla á áfengi verði líka bönnuð því fátt er hvimleiðara en misnot- að áfengi (þá er skárra að reykja). Kannski væri hægt að fá fótbolt- ann bannaðan líka? ■ Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um fjárreiður stjórnmálaflokkana Fyrirgefning og fjármál ■ Bréf til blaðsins ■ Aðsendar greinar Dæmdir til naflaskoðunar Seðlabanki Íslands hafði for-göngu um að nokkrir bankar og verðbréfafyrirtæki stofnuðu Verðbréfaþing Íslands árið 1985. Þetta kemur fram á heimasíðu Kauphallar Íslands, sem er arf- taki Verðbréfaþingsins. Ríkistryggð skuldabréf voru einu skráðu verðbréfin fyrstu árin og uppistaðan í viðskiptunum allt til ársins 1993. Árið 1990 hófst skráning húsbréfa. Fyrstu hlutabréfin voru skráð árið 1990. Ákveðið var á árinu 1991 að stofna fullgilt verðbréfa- þing fyrir hlutabréf. Mörg fyrir- tæki hófu undirbúning fyrir skráningu árið 1992. Í árslok 1996 höfðu alls 32 fyrirtæki verið skráð. Í lok ársins 1999 voru skráð fyrirtæki orðin 75 talsins. Árið 2000 gerðist það í fyrsta sinn að félögum fjölgaði ekki á Verðbréfaþingi þrátt fyrir ný- skráningar, þar sem nokkuð var um sameiningar fyrirtækja. Fjöldi skráðra félaga var því enn 75 í upphafi árs 2001 og vegna áframhaldandi afskráninga og samdráttar í nýskráningum hafði félögum fækkað í árslok frá upp- hafi árs og voru nú 71 talsins. Sama þróun hélt áfram á árinu 2002 en þá fækkaði félögum vegna samruna og yfirtöku og voru skráð félög 64 talsins í lok ársins. Félögum hefur enn fækk- að á þessu ári og eru nú 56. Frek- ari fækkun er væntanleg. Hinn 1. júlí 2002 tók Verð- bréfaþing upp nafnið Kauphöll Ís- lands hf. ■ Saga Kauphallar Íslands ■ Af Netinu Langt í land „Er sanngjarnt gagnvart reynd- um þingmönnum að synja þeim um ráðherraembætti á þeim forsendum að þeir séu karl- menn? Ja, einhversstaðar verð- ur jafnréttið að skjóta rótum, eða hvað? Í draumaveröld hugsum við ekki um kynferði þegar kemur að ráðherraskip- an. En við eigum langt í land.“ DAGBJÖRT HÁKONARDÓTTIR Á VEFNUM POLITIK.IS. Hefnd og refsing „Nánasta hirð forsætisráðherra Íslands elskar hefnd og refs- ingu. Hún leitast við að sá ótta í hjörtu þeirra, sem taldir eru hafa stundað drottinsvik.“ JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEF SÍNUM JONAS.IS. Fréttablaðið tekur nú við aðsend-um greinum. Greinarnar eiga að vera á bilinu 200 til 400 orð í word. Senda skal greinarnar á netfangið kolbrun@frettabladid.is ásamt mynd af greinarhöfundi. Frétta- blaðið áskilur sér rétt til þess að velja og hafna og stytta greinar. ■ ■ Þessi tillaga um gagnsæjar fjár- reiður er lögð fram enn á ný til þess eins að reyna að eyða tortryggni og stuðla að því, að þjóðarsagan sé rétt skráð. Baksvið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.