Fréttablaðið - 22.05.2003, Síða 18
22. maí 2003 FIMMTUDAGUR
www.NIVEA.com
L ASH DESIGNER
Fyrsti tvíhliða maskaraburstinn
sem gefur tvöfalt lengri
og þykkari augnhár.
LENGD
ÞYKKT
Stutta hliðin
fyrir takmarkalausa þykkt.
Langa hliðin
fyrir óendanlega lengd.
NYTT!
LASH DESIGNER
Árið 1999 unnu sjálfstæðis-menn sögulegan sigur í þing-
kosningum. Davíð Oddsson, for-
maður flokksins, sigldi með 26
sjálfstæðismenn inn á þing, þar
af níu konur. Mikið fylgi sjálf-
stæðisflokksins kom frá
kvenkjósendum og krafa um
stærri hlut kvenna var eðlileg og
raunhæf. Til forystu var kölluð
Sólveig Pétursdóttir, þá 4. þing-
maður Reykvíkinga. Hún varð
dóms- og kirkjumálaráðherra og
fór þar með fyrir þingkonum
Sjálfstæðisflokksins. Nú, fjórum
árum síðar, er fólk dæmt af verk-
um sínum. Dómur kjósenda er af-
hroð fyrir Sólveigu Pétursdóttur.
Níu manna þing-
flokkur kvenna
undir hennar for-
sæti er í dag fjórar
konur. Sólveig tap-
aði fimm þing-
mönnum úr röðum
sjálfstæðismanna.
Konur yfirgáfu
flokkinn í stórum
síl. Davíð Oddsson
vann mikinn varn-
arsigur með því að
halda 22 þingmönnum þrátt fyrir
afhroð Sólveigar. Ráðherra ætti
hún alls ekki að vera því nýjar
konur þarf að skipa í forystusveit
sjálfstæðiskvenna ef takast á að
rétta hlut þeirra og okkar sjálf-
stæðismanna.
Af hverju þetta
afhroð Sólveigar?
Sólveig Pétursdóttir er ekki
forystumaður né hefur hún leið-
togahæfileika. Hún hefur ekki
stuðning grasrótarinnar. Mannleg
samskipti eru ekki hennar
sterkasta hlið. Sólveig skýtur sér
undan erfiðum málum og lætur
skósveina og embættismenn
svara fyrir gjörðir sínar. Innan
ríkisstjórnar virðist hún ekki hafa
nokkurn dug til að koma sínum
málum í gegn og sama gildir inn-
an þingflokksins. Það má reyndar
ganga svo langt að segja að aðilar
innan þingflokks Sjálfstæðis-
flokks, sem ekki eru ráðherrar,
hafi meira um stjórnsýslu ráðu-
neytis dómsmála að segja en ráð-
herra sjálfur. Innan ráðuneytis og
stofnana þess hefur ráðherradóm-
ur hennar einkennst af átökum,
niðurskurði, mistökum og klaufa-
gangi.
Hættu þessu, Sólveig
529 útstrikanir segja meira en
mörg orð í rólegasta kjördæmi
landsins. Útstrikanir í öðrum
kjördæmum, sem eru að mestu
flokkadrættir vegna gömlu kjör-
dæma- og sveitarfélagamark-
anna, eru hjóm eitt miðað við 529
útstrikanir á Sólveigu Péturs-
dóttur. Sólveig var kjörin á þing
með 4.676 atkvæði, frá dragast
529 atkvæði eða 11%. Sólveig var
flutt úr norðurkjördæmi
Reykjavíkur yfir í Reykjavík
suður og þar með undir verndar-
væng Geirs Haarde, eins öflug-
asta og traustasta forystumanns
sjálfstæðisflokksins. Þó svo Sól-
veig væri í rólegasta og átaka-
minnsta kjördæmi landsins og að
auki undir verndarvæng Geirs
Haarde dugði það henni ekki.
Tölfræði og Sólveig
Sigríður Anna Þórðardóttir, í
þriðja sæti í Kraganum, er með
fleiri atkvæði á bak við sig en Sól-
veig. Ef reiknaður er hlutfallsleg-
ur styrkur atkvæða af kjörfylgi í
hverju kjördæmi fyrir sig er
Drífa Hjartardóttir með mest
fylgi, Sigríður Anna númer tvö,
Sólveig í þriðja sæti og Þorgerður
Katrín rekur lestina, enda var
hún í fjórða sæti á framboðslista í
Kraganum. Fylgi og styrkur Sól-
veigar eru að engu orðin. Til að
efla styrk sjálfstæðiskvenna, og
þar með okkar sjálfstæðismanna,
þarf að skipta Sólveigu út af.
Drífa Hjartardóttir á að verða
ráðherra, helst landbúnaðarmála.
Sigríður Anna á að verða forseti,
helst Alþingis. Þorgerður Katrín
hefur sýnt það með störfum sín-
um og þekkingu að hún á heima í
ráðuneyti, helst menntamála.
Hún er framtíðarforystumaður
sjálfstæðiskvenna og flokksins.
Drífa, Sigríður Anna og Þorgerð-
ur Katrín hafa skilning á grasrót
Sjálfstæðisflokksins og kjörum
og lífi almennings í landinu. Þær
hafa einnig til að bera mannúð og
tillitssemi fyrir aðstæðum sam-
ferðarmanna. Það er styrkur
þeirra. Nú er það svo að karlar
halda að þeir viti allt. Konur vita
betur. Því er það hér með beiðni
mín til ykkar. Breytum rétt og
snúum vörn í sókn. ■
■
Fylgi og styrkur
Sólveigar er að
engu orðið. Til
að efla styrk
sjálfstæð-
iskvenna, og
þar með okkar
sjálfstæðis-
manna, þarf að
skipta Sólveigu
út af.
Þjóðmál
maí 2003
BIRGIR ÞÓR
BRAGASON
■ skrifar um stöðu
Sólveigar Pétursdóttur
eftir kosningar.
Afhroð Sólveigar Pétursdóttur
Þeir sem sóttu tónleika Sinfóníu-hljómsveitar Norðurlands í
Íþróttahöllinni á Akureyri 11. maí
síðastliðinn, þar sem flutt var
Requiem eftir Giuseppe Verdi,
urðu vitni að stórkostlegum tón-
leikum. Þarna voru komnir saman
helstu hljómlistarmenn frá Norð-
urlandi ásamt brottfluttum og
fleirum. Sýndu þeir og sönnuðu að
hér er hægt að gera
hlutina með stæl.
Þetta var einn
stærsti listviðburð-
ur sem hefur farið
fram á Akureyri hin
síðari ár. Þarna
komu fram, ásamt
h l j ó m s v e i t i n n i ,
Kirkjukór Akureyr-
arkirkju, Kammer-
kór Norðurlands og
Kirkjukór Lang-
holtskirkju ásamt
fjórum stórsöngv-
urum. Þetta var
tímamóta tónlistar-
flutningur og lyfti
tónlistarlífi Norð-
lendinga á annað plan eða kannski
frekar upp á annan stall.
Slæmar fréttir frá Reykjavík
Tónlistarlíf á Norðurlandi á eft-
ir að taka miklum framförum
næstu árin og ekki síst þegar okkar
langþráða menningarhús verður
tilbúið. Með ákvörðun um bygg-
ingu menningarhúss var stigið
stórt skref fram á við og getur bæj-
arstjórn Akureyrar verið stolt af
þessum tímamótum. En það berast
slæmar fréttir af vinum okkar og
samstarfsfólki í Reykjavík þar sem
stjórnmálamenn ætla enn eina
ferðina að draga afturlappirnar
með byggingu tónlistarhúss fyrir
höfuðborgina og hús sem yrði hið
eiginlega tónlistarhús okkar Ís-
lendinga. Þetta eru slæmar fréttir
og koma illa fyrir okkur sem störf-
um við tónlist þar sem starfsvett-
vangur hljómlistarmanna er mikill
í Reykjavík. Hvað þurfa hljómlist-
armenn að bíða lengi í viðbót?
Bjartar framtíðarhorfur
á Akureyri
Á Akureyri eru góðir hlutir að
gerast og stjórnmálamenn eru að
vakna til lífsins og vonandi átta sig
á að tónlist er jafn ómissandi eins
og að hreyfa sig. Töluvert hefur
verið um að hljómlistarmenn séu
að flytja til Akureyrar (greinarhöf-
undur er einn af þeim), þar sem
framtíðin er björt og miklir fram-
tíðarmöguleikar. Metnaður hefur
aukist til muna og eru tónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar sönnun
þess. Vitað er að börn hafa gott af
því að læra á hljóðfæri og það sem
meira er, að barn sem tekur tónlist-
arnám sitt alvarlega og hefur hæfi-
leika á mikla möguleika á að verða
atvinnuhljómlistarmaður. Beinar
og óbeinar tekjur af tónlist eru
töluvert miklar og eru að skila heil-
miklu í ríkiskassann. Snýst ekki
allt um það hjá svo mörgum? ■
■
Það berast
slæmar fréttir
af vinum okkar
og samstarfs-
fólki í Reykjavík
þar sem stjórn-
málamenn ætla
enn eina ferð-
ina að draga
afturlappirnar
með byggingu
tónlistarhúss
fyrir höfuðborg-
ina og hús sem
yrði hið eigin-
lega tónlistar-
hús okkar Ís-
lendinga.
Þjóðmál
maí 2003
HALLDÓR G.
HAUKSSON
■ formaður Félags
íslenskra hljómlistar-
manna á Norðurlandi
skrifar um aðstöðu
tónlistarfólks.
Framtíð
tónlistarmanna