Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2003, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 22.05.2003, Qupperneq 28
22. maí 2003 FIMMTUDAGUR MANNFAGNAÐUR Aðstandendur krá- arinnar Grand Rokk hafa verið duglegir að brydda upp á nýjung- um í skemmtanalífi Reykvíkinga. Staðurinn er orðinn eitt helsta vígi lifandi tónlistar á Íslandi, þetta er þekktur skák- og pílubar, þarna eru sýndir fótboltaleikir og nú er það nýjasta nýtt: Pöbba-quiz – sem haldið er reglulega upp úr klukkan fimm á föstudögum og nýtur sívaxandi vinsælda. Fyrir- bærið gengur undir vinnutitlinum „Drekktu betur“. Óvinsælar Biblíuspurningar „Þetta er nú ekki neitt splúnku- nýtt fyrirbæri sem slíkt heldur nýtur „pub quiz“ vinsælda víða, til dæmis á Englandi sem og á Ír- landi,“ segir Freyr Eyjólfsson, tónlistar- og útvarpsmaður, en hann hefur haft veg og vanda að framkvæmdinni. Hér er um viku- legan gjörning að ræða og felst í því að kráargestir para sig saman, tveir og tveir, og síðan er spyrill sem ber fram þrjátíu spurningar um allt milli himins og jarðar. Menn skrifa svörin niður á blað og síðan skiptast menn á blöðum líkt og í barnaskólanum í gamla daga – þegar kennarinn nennti ekki að fara yfir úrlausnirnar. Enda vísaði spyrillinn, Davíð Þór Jónsson þýð- andi, til kennslustofunnar þegar Fréttablaðið fylgdist með fjórðu keppninni. Davíð stjórnaði af mik- illi röggsemi og voru bargestir ákaflega stilltir – fyrirmyndar nemendur. Reyndar fór kurr um salinn þegar þriðja Biblíuspurn- ingin var borin upp en spyrillinn sagði að mönnum yrði hiklaust vísað úr tíma fyrir óþekkt ef svo bæri undir. Almenn þátttaka var enda tveir bjórkassar í verðlaun. „Já, venjan er sú að bjórkassi sé í verðlaun en til þess að eiga mögu- leika á kassa verða menn að svara að minnsta kosti 15 spurningum rétt. Síðast tókst það ekki, verð- launin gengu ekki út og því eru tveir bjórkassar í verðlaun núna,“ segir Freyr. Spurninganördar velkomnir Það fór svo að tveir frakka- klæddir, bissnesslegir menn á miðjum aldri – svona týpur sem sjá má á flestum pöbbum Bret- landseyja á þessum tíma dags – sigruðu í keppninni með 20 svör- um réttum. Þeir höfnuðu viðtali og ljósmyndatöku á þeim forsendum að þetta væri friðhelgur staður – athvarf – og þeir höfðu lítinn áhuga á að auglýsa veru sína þarna þó þeir væru ákaflega kátir með árangur sinn. Davíð Þór, sem hljóp í skarðið fyrir Frey sem spyrill, segir að stefnt sé að því að mynda fjögurra manna hóp sem mun semja spurningar og spyrja hverju sinni. Næst mun Jón Proppé heim- spekingur, sem hefur reyndar sigrað í Pöbba-quizi Grand Rokk, stjórna keppni. Karl Hjaltested, eigandi Grand Rokk, sagðist að- spurður ekki óttast að spurn- inganördar muni flykkjast á stað- inn. „Þeir eru varla verri gestir en aðrir,“ sagði hann og hafði á orði að með ólíkindum friðsælt væri á staðnum á meðan Pöbba-quizið stæði yfir. Davíð Þór þekkir hins vegar vel til þegar hinir áköfu og fjölmörgu þátttakendur í spurn- ingakeppni framhaldsskólanna eru annars vegar og sagði að ef ein- hverjir, til dæmis úr þeim hópi, gerðu sig líklega til að einoka þennan samkvæmisleik yrðu sett- ar einhvers konar reglur til að sporna gegn slíku. jakob@frettabladid.is HLJÓÐLÁT STUND Á GRAND ROKK „Það hefur aldrei verið svona hljóð- látt hér fyrr,“ sagði Karl Hjaltested, eigandi kráarinnar, sem má sjá fyrir miðri mynd, en þá grúfðu menn sig yfir svör andstæð- inganna sem í kennslustofu væru. FREYR EYJÓLFSSON OG DAVÍÐ ÞÓR Glaðir á góðri stundu enda pöbba-quizið hlotið fádæma góðar viðtökur. „Drekktu betur“ á Grand Rokk Vikulega er spurningakeppni á Grand Rokk – svokallað pöbba-quiz. Þessi skemmtun nýtur sívaxandi vinsælda og þó fastir gestir staðarins teljist síður en svo einhverjir æsingamenn eru þeir með ólíkindum prúð- ir meðan á keppninni stendur. puma - nike - adidas - hummel buffalo london - el naturalista bronx - le coq sportif björn borg - face -roots - dna VERSLUNIN HÆTTIR ÚTSALAN HEFST Í DAG Allt á að seljast 20-50% afsláttur Mikið úrval K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.