Fréttablaðið - 22.05.2003, Page 29

Fréttablaðið - 22.05.2003, Page 29
FIMMTUDAGUR 22. maí 2003 25 SPYRILLINN DAVÍÐ ÞÓR Hann stýrði pöbba- quizinu af röggsemi enda þaulvanur á því sviði, bæði sem spyrill í Gettu betur í Sjónvarpinu og ýmsum spurninga- keppnum í útvarpi. SPURNINGAR Í PÖBBA-QUIZI NR. 4 1. Hvað tónlistarmaður söng inn á mest seldu smáskífu allra tíma? 2. Hvaða afrek vann Tenzing Norgay? 3. Hverrar þjóðar var Golíat? 4. Hvenær á Ingibjörg Sólrún afmæli? 5. Hvert er algengasta kvenmannsnafn á Ís- landi? 6. Hvað nefnist miðvikudagur í sjöundu viku fyrir páska? 7. Hvaða ár voru Ólympíuleikarnir fyrst haldnir á suðurhveli jarðar? 8. Á hvaða eyju er borgin Cagliari? 9. Sendiráð hvaða ríkis er til húsa í sömu byggingu og Kvikmyndasjóður Íslands? 10. Fyrir hvað stendur skammstöfunin SMS? 11. Hvað nefnist stærsta tungl sólkerfisins? 12. Hvað nefnist Hrafnshreiður? 13. Hve margar eru þingkonur Framsóknar- flokksins? 14. Þjóðhöfðingi ríkis, sem var þar sem Jemen er núna, hafi komið til Salómons konungs til að ganga úr skugga um hvort hann væri eins auðugur og vitur og sagnir hermdu. Frá hvaða ríki kom hann og hvaða titil hafði hann? 15. Á hvaða holti eru Álfaborgir og Vættaborgir og í hvaða sveitarfélagi? 16. Fyrir hvaða lið keppir Spánverjinn Fern- ando Alonso í Formúlu 1? 17. Hvaða sögulegi atburður átti sér stað í Par- ís 28. desember 1895? 18. Hvaða plöntu kalla enskumælandi menn Íslandsmosa, Iceland moss? 19. Hvaða viskítegund heitir sama nafni og ein þekktasta klámdrottning nútímans? 20. Í hvaða leikriti segir frá tvíburabræðrunum Antífólusi í Efesus og Antífólusi í Sýrakúsu og þjónum þeirra, tvíburabræðrunum Drómíó í Efesus og Drómíó í Sýrakúsu? 21.Tungumál eitt er ritað með sérstöku stafrófi sem fundist hefur á áletrunum frá 3. öld fyrir Krist. Það er elst og þróaðast dravídamálanna, talað af um 60 milljónum manna, í suðurhluta Indlands. Hvað heitir tungumálið? 22. Um hvern er fjallað í bókinni „Skrýtnastur er maður sjálfur“? 23. Fæðingarborg Saddams Hussein heitir? 24. Hvað heitir byggingin sem hýsir Borgar- bókasafn, Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur? 25. Hverjir eru heimsmeistarar landsliða í ís- hokkíi karla? 26. Hvaða tvö sveitarfélög var samþykkt að sameina í kosningunum 10. maí 2003? 27. Hvað varð konu Lots að aldurtila? 28. Hvað heitir persónan sem Keanu Reeves túlkar í Matrix-myndunum? 29. Eftir hvern er skáldsagan The Hitch Hiker’s Guide to the Galaxy? 30. Hvaða á rennur á landamærum Texas og Mexíkó? Svör á bls. 38

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.