Fréttablaðið - 22.05.2003, Side 31
FIMMTUDAGUR 22. maí 2003 31
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 4, 6.30 og 9 SKÓGARLÍF 2 m/ísl tali kl. 6
kl. 10.15
Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20
RECRUIT b.i. 14 kl. 10.20
Sýnd kl. 6, 8 og 10
SHANGHAI KNIGHTS
kl. 4 og 6TÖFRABÚÐINGURINN
kl. 4ABRAFAX OG SJÓRÆNINGJARNIR
BAD BOY CHARLIE kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.30, 8, og 10.15 b.i. 16
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 12 ára
BOWLING FOR... kl. 5.40 og 8
2 dagarí Eurovision
Magnus Backlund, sem keppirfyrir hönd Svíþjóðar í
Eurovision á laugardaginn ásamt
Jessicu Anderson í dúettinum Fame,
er síður en svo ánægður með rúss-
nesku keppinautana í Tatú. Kærust-
urnar í rússneska dúettnum eru
einna helst þekktar fyrir nautnalega
sviðsfram-
komu sína,
sem á síður
en svo upp
á pallborðið
hjá siðprúð-
um Svían-
um. „Þær
hafa ekkert
að gera
hérna og
mér finnst
afskaplega
ósmekklegt
hvernig
þær höfða til barnaníðinga með
framkomu sinni“, segir Backlund í
samtali við Aftonbladet. „Þegar
maður á sjálfur börn finnst manni
það mjög óþægilegt að taka þátt í
sömu keppni og dúett af þessu tagi.“
Breskir fjölmiðlar hafa greint fráþví að Tatú hafi fengið ströng
fyrirmæli um að hegða sér skikkan-
lega þegar þær stíga á svið fyrir
framan tæpan milljarð sjónvarps-
áhorfenda á laugardaginn. Svíarnir
óttast þó að þær geri hið gagnstæða,
ekki síst þar sem það hefur spurst
út að stúlkurnar hafi farið fram á
það að fá að syngja allsberar. „Það
er sjúkt að þær hafi farið fram á
þetta“, segir einn talsmaður sænsku
keppend-
anna og
annar þeirra
bætir við að
hann „skilji
ekki hvaða
erindi þær
eigi á svona
fjölskyldu-
skemmtun
ef þær vilja
vera naktar.“
Fulltrúar RÚV, og fylgisveinarBirgittu Haukdal í Riga, þeir
Gísli Marteinn Baldursson og Logi
Bergmann Eiðsson, eru öllu afslapp-
aðri en þeir sænsku þó þeir geri sér
fulla grein fyrir þeirri ógn sem staf-
ar af Tatú. Þeir segja meðal annars í
dagbók sinni að flestir hallist að því
að rússneska tvístirnið beri sigur úr
býtum „en þær hafa hótað því að
hneyksla gjörvalla heimsbyggðina
með djarfri
framkomu á
laugardag.“
Strákarnir hafa
þó síður en svo
gefið upp alla
von og benda á
að „sérfræð-
ingar Reuters í
Söngvakeppni
evrópskra sjón-
varpsstöðva
segja að Segðu mér allt, íslenska
lagið, í flutningi Birgittu Haukdal,
geti komið á óvart á laugardag og
jafnvel unnið í keppninni.“ Þá upp-
lýsa félagarnir að auk Tatú og
Birgittu þyki Tyrkir, Spánverjar og
Lettar líklegir til að fá mörg at-
kvæði í söngvakeppninni.