Fréttablaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 38
1. Elton John (Candle in the
Wind, 1997).
2. Hann varð annar (ef ekki
fyrsti) maðurinn til að ná tindi
Everestfjalls.
3. Filistei.
4. 31. desember.
5. Guðrún – 5.266 talsins.
6. Öskudagur.
7. 1956, Melbourne, Ástralíu.
8. Sardiníu.
9. Kanada (Hallveigarstöðum).
10. Short Message Services.
11. Ganímedes.
12. Laupur.
13. Fjórar.
14. Drottningin af Saba.
15. Borgarholti, Reykjavík.
16. Renault.
17. Fyrsta kvikmyndasýningin.
18. Fjallagras.
19. Jameson.
20. Allt í misgripum – A comedy
of errors.
21. Tamíl.
22. Halldór Laxness.
23. Tikrit.
24. Grófarhús.
25. Kanada.
26. Stöðvarhrepp og Búðahrepp.
27. Hún breyttist í saltstólpa við
að horfa um öxl á eyðingu
Sódómu og Gómorru.
28. Neo.
29. Douglas Adams.
30. Rio Grande.
Rjómaísæði hefur runnið áReykvíkinga. Biðraðir eru við
allar ísbúðir þegar vinnudegi lýk-
ur og ná þær hámarki þegar
kvölda tekur. Ísbúðareigendur
eru þó ekki mjög hissa. Kalla
þetta maísprengjuna:
„Maímánuður er sterkasti
mánuðurinn í íssölu ef veður er
þokkalegt. Þá verður söluspreng-
ing hjá okkur,“ segir Ólafur
Ágústsson í Íshöllinni á Melhaga.
Hann hefur selt ís í 17 ár. „Ekki
er verra að verð á ís hefur ekki
hækkað svo neinu nemur undan-
farin ár enda höfum við pínt okk-
ur niður úr öllu valdi til að koma
til móts við neytendur. Lítill ís
með dýfu kostar nú aðeins 130
krónur og stór með dýfu 190
krónur. Þetta er hagstætt og gott
verð fyrir úrvalsvöru í góðviðr-
inu,“ segir hann.
Aðrir ísbúðareigendur taka
undir með Ólafi í Íshöllinni. Allir
með áþekkt verð og í sjöunda
himni í maíblíðunni:
„Í stuttbuxum með ís í hendi.
Það er hugmynd Íslendinga um
vorkomuna og gott veður,“ segir
afgreiðslufólkið í Ísbúðinni í
Fákafeni. Og Sigríður Pálsdóttir,
afgreiðslustúlka í Ísbúðinni á
Hagamel til tveggja ára, stendur
í ströngu eins og hinir íssalarn-
ir: „Hér var biðröð við dyrnar
þegar ég mætti til að opna búð-
ina skömmu eftir hádegi. En að-
alösin er eftir. Í kvöld verður
allt brjálað,“ segir hún. „Ísbrjál-
að.“ ■
22. maí 2003 FIMMTUDAGUR
Veðurblíða
■ Það er líf og fjör í ísbúðum höfuðborg-
arinnar þessa dagana. Fólk vill fá sér ís í
vorblíðunni og helst borða hann í
stuttbuxum.
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að í draumi sér-
hvers manns er fall hans falið - við Rauðarárstíg.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Draumurinn á Rauðarárstíg.
Riyadh.
Reykjavík Loftbrú.
VORBOÐINN LJÚFI
Hagstætt verð – gott bragð.
Ísæði í Reykjavík
Ungliðahreyfing Samfylkingar-innar í Reykjavík hefur hvatt
til þess að Birgittu Haukdal verði
veitt Fálkaorðan vegna framgöngu
sinnar í undirbúningi Eurovision-
keppninnar sem fram fer á laugar-
daginn: „Birgitta er glæsilegur full-
trúi hinnar ís-
lensku þjóðar á er-
lendri grund,“ seg-
ir í ályktun ungu
j a f n a ð a r m a n n -
anna. „Almennt
telur UJR (ungir
jafnaðarmenn í
Reykjavík) að leg-
gja skuli áherslu á
að veita íslenskum
a l þ ý ð u h e t j u m
þessi heiðurs-
merki á kostnað fulltrúa ákveðinna
starfsstétta sem virðast hafa verið
orðnir áskrifendur að henni við
starfslok sín.“ Þá er rifjað upp kosn-
ingaloforð forseta um aukna hlut-
deild íslenskrar alþýðu í orðuveit-
ingum embættisins.“
Ungu jafnaðarmennirnir telja
upp nokkra sem ættu að vera búnir
að fá fálkaorðuna. Þeirra á meðal
eru: Ragnhildur Gísladóttir, Flosi
Ólafsson, Hólmfríður Karlsdóttir,
Eiríkur Hauksson og Ragnar
Bjarnason. ■
BIRGITTA
HAUKDAL
Alþýðuhetja ung-
um jafnaðar-
mönnum að
skapi.
Orðuveitingar
■ Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja að
Birgittu Haukdal verði veitt Fálkaorðan og
hafa skorað á forseta að bregðast við.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Birgitta fái Fálkaorðu
■ Svör við spurningum á blaðsíðu 29