Fréttablaðið - 22.05.2003, Síða 40

Fréttablaðið - 22.05.2003, Síða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Á sumrin verða rónarnir meiraáberandi en á öðrum árstímum. Blessað fólkið opinberar eymd sína og vonleysi í meiri mæli en annars. Við hin bregðumst misvel við tilvist fólksins, en rónarnir eru vissulega af báðum kynjum. Af einhverjum ástæðum hef ég þekkt róna mestan hluta minnar ævi – ekki sama rón- ann – það er þannig að ekki er unnt að þekkja einn og sama rónann lengi – þeir lifa ekki langa ævi. Í DAG ÞEKKI ég einn róna sæmi- lega vel – eins vel og hægt er að þekkja mann sem lifir hans auma lífi. Sem ungur maður þótti hann efnilegur. Greindur og fríður. Nokk- uð dulur og skvetti helst til mikið í sig. Síðar missti hann öll tök og leið- in lá niður og liggur enn niður á við. Ekkert hefur dugað honum til að losna úr angistinni. Hann hefur sagt mér að sig langi að verða eins og við hin, en með tárvot augun viðurkenn- ir hann að sér takist aldrei að snúa við blaðinu. Hvað sem hann reynir – hann getur ekki. Og grætur. BYRGIÐ HEFUR bjargað miklu. Þangað hafa rónarnir geta leitað eft- ir hvíld frá lífinu á götunni. Sumir stuttri og aðrir langri. Róninn, félagi minn, hefur verið óvenju lengi úti núna. Hann verður sífellt skítugri, lyktin verður verri með hverjum deginum, hann verður alltaf aumari í hvert sinn sem ég hitti hann. Hann á erfitt með að biðja um aura, en gerir það samt. Verst er hversu vel hann vill þakka fyrir sig. Faðmlag við hlandblautan róna er ekki eftir- sóknarvert. En það er ekki hægt að afþakka vinarhót. RÓNINN VINUR MINN er myndarmaður. Svipsterkur, með fallega rithönd og góðar gáfur. Hann er heltekinn sárum. Það blæðir ekki úr þeim. Nei, sálinni blæðir. Hann hefur misst af flestu. Þeim fækkar óðum sem tala við hann, taka á sig krók svo þeir þurfi ekki að heilsa. Hann veit þetta og það særir. Verst er þó að börnin vilja ekkert af hon- um vita. Hann veit af skömminni sem þau bera vegna hans lífs. Hann langar, hann langar mjög mikið. Hann hefur reynt en getur ekki og hann grætur. ■ Rónarnir í Reykjavík Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.